Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Stephen M. Duvernay skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. Í greinaseríunni er leitast við að greina og vísa á bug gagnrýni sem fram hefur komið á íslenska stjórnarskrárferlið og Alþingi hvatt til þess að lögfesta drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Í þessari grein fjöllum við um aðra gagnrýni á stjórnarskrárdrögin. Menn hafa sagt að kjósendur skyldu vara sig á þessum stjórnarskrárdrögum, enda hefði almenningur stjórnað gerð þeirra, en ekki stjórnmálamenn eða svokallaðir sérfræðingar. Þetta nefnum við „óttann við fjöldann“. Íslenska aðferðin fólst í þátttöku sem flestra, og þar var lögð áhersla á að virkja „almenning.“ Þar með eru vefengdar grunnhugmyndir módernísks skilnings á stjórnskipunarrétti, þeirra á meðal er hugmyndin um að stjórnskipunarréttur sé félagslegt fyrirbæri og viðfangsefni sem sé alfarið í höndum löglærðra fagmanna. Einnig er með hinni íslensku aðferð hunsaður sá skilningur að stjórnarskráin sé hin æðsta löggjöf sem nánast sé ógerlegt að breyta. Hvers vegna ætti almenn þátttaka við gerð stjórnarskrár endilega að vera af hinu illa? Hvaða „sérfræðingar“ sömdu Magna Carta og stjórnarskrá Bandaríkjanna? Þessi grundvallarskjöl voru ekki verk „sérfræðinga“ og atvinnustjórnmálamanna, heldur jarðeigenda og valinkunnra bænda. Það er ekki galli við grundvallarlöggjöf að hún sé verk almennings. Þvert á móti er þar kjarni sjálfstjórnar. Aðkoma borgaranna frá upphafi gerir þeim kleift að koma óskum sínum á framfæri við undirbúning að gerð nýrrar stjórnarskrár og við fyrstu drögin að henni. Það getur eflt lýðræðislegan grundvöll stjórnarskrárinnar og orðið til þess að styrkja samstöðuna um réttmæti hennar. Nú er það svo, að grundvöllur fulltrúalýðræðis er sú hugmynd að valdið sé alfarið hjá þjóðinni. Stjórnin þjónar almenningi en ekki öfugt. Í stjórnarskrárdrögunum er þessi grundvallarregla höfð að leiðarljósi. Í aðfaraorðum nýrrar stjórnarskrár segir: Við sem byggjum Ísland og er þannig undirbyggt að fólkið ráði stjórnarháttum. Í 2. grein, þar sem handhafar ríkisvalds eru skilgreindir, er eftirfarandi tekið fram: Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Öll gagnrýni þess efnis, að stjórnarskrárdrögin séu afrakstur of mikillar aðkomu „þjóðarinnar“, hunsar áralangar athuganir löglærðra sérfræðinga og umræður stjórnmálamanna. Stjórnarskrárdrögin eru árangur samvinnuferlis sem Alþingi átti skýra aðild að: það var Alþingi sem skipaði stjórnlagaráð árið 2011, og Alþingi ber að fullgilda drög stjórnlagaráðs til þess að ný stjórnarskrá taki gildi. Að lokum má geta þess að það telst varla róttæk og nýstárleg hugmynd að vilja breyta stjórnarskrá Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra mælti árum saman með umbótum á stjórnarskránni. Svo er núverandi stjórnarskrá ekki fyrsta stjórnarskrá Íslands. Færa má rök fyrir því að hún sé fjórða nútímalega stjórnarskrá þjóðarinnar (fyrst var það danska stjórnarskráin 1849, svo fyrsta íslenska stjórnarskráin 1874, svo stjórnarskráin frá 1920, og núverandi stjórnarskrá sem samþykkt var í júní 1944). Fræðimenn hafa kallað núverandi stjórnarskrá „bráðabirgðaskjal“ sem átti aðeins að gilda tímabundið, þar sem ávallt stóð til að endurskoða hana. Nú er komið að því.Höfundur er sérfræðingur við California Constitution Center í lagadeild Berkeley-háskóla. Ólöf Pétursdóttir þýddi greinina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tengdar fréttir Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. Í greinaseríunni er leitast við að greina og vísa á bug gagnrýni sem fram hefur komið á íslenska stjórnarskrárferlið og Alþingi hvatt til þess að lögfesta drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Í þessari grein fjöllum við um aðra gagnrýni á stjórnarskrárdrögin. Menn hafa sagt að kjósendur skyldu vara sig á þessum stjórnarskrárdrögum, enda hefði almenningur stjórnað gerð þeirra, en ekki stjórnmálamenn eða svokallaðir sérfræðingar. Þetta nefnum við „óttann við fjöldann“. Íslenska aðferðin fólst í þátttöku sem flestra, og þar var lögð áhersla á að virkja „almenning.“ Þar með eru vefengdar grunnhugmyndir módernísks skilnings á stjórnskipunarrétti, þeirra á meðal er hugmyndin um að stjórnskipunarréttur sé félagslegt fyrirbæri og viðfangsefni sem sé alfarið í höndum löglærðra fagmanna. Einnig er með hinni íslensku aðferð hunsaður sá skilningur að stjórnarskráin sé hin æðsta löggjöf sem nánast sé ógerlegt að breyta. Hvers vegna ætti almenn þátttaka við gerð stjórnarskrár endilega að vera af hinu illa? Hvaða „sérfræðingar“ sömdu Magna Carta og stjórnarskrá Bandaríkjanna? Þessi grundvallarskjöl voru ekki verk „sérfræðinga“ og atvinnustjórnmálamanna, heldur jarðeigenda og valinkunnra bænda. Það er ekki galli við grundvallarlöggjöf að hún sé verk almennings. Þvert á móti er þar kjarni sjálfstjórnar. Aðkoma borgaranna frá upphafi gerir þeim kleift að koma óskum sínum á framfæri við undirbúning að gerð nýrrar stjórnarskrár og við fyrstu drögin að henni. Það getur eflt lýðræðislegan grundvöll stjórnarskrárinnar og orðið til þess að styrkja samstöðuna um réttmæti hennar. Nú er það svo, að grundvöllur fulltrúalýðræðis er sú hugmynd að valdið sé alfarið hjá þjóðinni. Stjórnin þjónar almenningi en ekki öfugt. Í stjórnarskrárdrögunum er þessi grundvallarregla höfð að leiðarljósi. Í aðfaraorðum nýrrar stjórnarskrár segir: Við sem byggjum Ísland og er þannig undirbyggt að fólkið ráði stjórnarháttum. Í 2. grein, þar sem handhafar ríkisvalds eru skilgreindir, er eftirfarandi tekið fram: Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Öll gagnrýni þess efnis, að stjórnarskrárdrögin séu afrakstur of mikillar aðkomu „þjóðarinnar“, hunsar áralangar athuganir löglærðra sérfræðinga og umræður stjórnmálamanna. Stjórnarskrárdrögin eru árangur samvinnuferlis sem Alþingi átti skýra aðild að: það var Alþingi sem skipaði stjórnlagaráð árið 2011, og Alþingi ber að fullgilda drög stjórnlagaráðs til þess að ný stjórnarskrá taki gildi. Að lokum má geta þess að það telst varla róttæk og nýstárleg hugmynd að vilja breyta stjórnarskrá Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra mælti árum saman með umbótum á stjórnarskránni. Svo er núverandi stjórnarskrá ekki fyrsta stjórnarskrá Íslands. Færa má rök fyrir því að hún sé fjórða nútímalega stjórnarskrá þjóðarinnar (fyrst var það danska stjórnarskráin 1849, svo fyrsta íslenska stjórnarskráin 1874, svo stjórnarskráin frá 1920, og núverandi stjórnarskrá sem samþykkt var í júní 1944). Fræðimenn hafa kallað núverandi stjórnarskrá „bráðabirgðaskjal“ sem átti aðeins að gilda tímabundið, þar sem ávallt stóð til að endurskoða hana. Nú er komið að því.Höfundur er sérfræðingur við California Constitution Center í lagadeild Berkeley-háskóla. Ólöf Pétursdóttir þýddi greinina.
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun