Handbolti

Öruggt hjá meisturunum | Jafnt hjá Stjörnunni og Haukum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, skoraði átta mörk í sigrinum á Aftureldingu.
Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, skoraði átta mörk í sigrinum á Aftureldingu. vísir/eyþór
Subway mót karla í handbolta hófst í gær með tveimur leikjum. Mótið fer fram í TM-höllinni í Garðabæ.

Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu sjö marka sigur á Aftureldingu, 25-32.

Orri Freyr Gíslason og Magnús Óli Magnússon skoruðu átta mörk hvor fyrir Val en Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur hjá Aftureldingu með níu mörk.

Í hinum leik gærdagsins gerðu Stjarnan og Haukar jafntefli, 26-26.

Ólafur Gústafsson var markahæstur Stjörnumanna með sex mörk. Daníel Ingason, Hákon Daði Styrmisson og Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoruðu allir sex mörk fyrir Hauka.

Tveir leikir fara fram á Subway mótinu í kvöld. Klukkan 18:30 mætast Valur og Haukar og klukkan 20:15 er komið að leik Stjörnunnar og Aftureldingar.

Afturelding 25-32 Valur

Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 9, Birkir Benediktsson 5, Bjarki Kristinsson 3, Einar Ingi Hrafnsson 2, Ernir Hrafn Arnarson 2, Elvar Ásgeirsson 1, Gestur Ólafur Ingvarsson 1, Gunnar Þórsson 1, Þorgrímur Smári Ólafsson 1.

Varin skot: Kolbeinn Aron Ingibjargarson 3, Lárus Helgi Ólafsson 3.

Mörk Vals: Orri Freyr Gíslason 8, Magnús Óli Magnússon 8, Anton Rúnarsson 6, Árni Þór Sigtryggsson 5, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Arnór Óskarsson 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.

Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafsson 14.

Stjarnan 26-26 Haukar

Mörk Stjörnunar: Ólafur Gústafsson 6, Leó Snær Pétursson 4, Ari Magnús Þorgeirsson 3, Garðar B. Sigurjónsson 3, Hjálmtýr Alfreðsson 3, Aron Dagur Pálsson 3, Stefán Darri Þórsson 1, Grímur Valdimarsson 1, Brynjar Jökull Guðmundsson 1, Starri Friðriksson 1.

Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16.

Mörk Hauka: Daníel Ingason 6, Hákon Daði Styrmisson 6, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 6, Heimir Óli Heimisson 2, Tjörvi Þorgeirsson 2, Aron Gauti Óskarsson 2, Jón Þorbjörn Jóhannsson 2.

Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×