Horft til Íslands og hugsað upphátt Moritz Mohs skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Wikinger Reisen í Þýskalandi hefur átt farsæl og góð samskipti við Íslendinga í 48 ár og skipulagt Íslandsferðir þúsunda manna frá meginlandi Evrópu. Í fyrstu ferðuðust viðskiptavinir okkar um í Land Rover jeppum, nú leggjum við mest upp úr gönguferðum á hálendi Íslands. Ísland er og hefur verið eftirsótt ferðamannaland. Við jukum sölu Íslandsferða um 30 prósent á ári undanfarin ár en nú ber svo við að aukningin hefur stöðvast. Útlit er fyrir að álíka margir fari til Íslands á okkar vegum í ár og í fyrra. Ferðafólk streymir auðvitað enn til Íslands og einhverjir lesendur hugsa því væntanlega með sér: „Er ekki bara allt í lagi og ástæðulaust að hafa áhyggjur?“ Kannski ekki. Umsvif íslenskrar ferðaþjónustu eru gríðarlega mikil og verða vonandi áfram en ég þykist sjá blikur á lofti. Þess vegna leyfi ég mér að hugsa hér upphátt. Íslendingar sjálfir orða það víst svo að vinur sé sá er til vamms segir. Ég tek þá á orðinu. Verðlag er óstöðugt á Íslandi. Ekki síst þess vegna er erfiðara að „selja Ísland“ nú en undanfarin ár. Við vitum ekkert um gengi krónunnar á árinu 2018 og eigum því erfitt með að verðleggja Íslandsferðirnar. Viðskiptavinir heyra að Ísland sé orðið dýrt. Þeir sem áhuga hafa á norrænum slóðum fara þá að horfa frekar til Noregs, Svíþjóðar eða Finnlands. Ég hef oft komið til Íslands, fylgist með gangi mála í ferðaþjónustunni og heyri ávæning af opinberri umræðu um ferðamál. Ég sé hótel rísa og veitingahúsum fjölgar stöðugt. Samt er hvorki auðvelt að finna laus hótelherbergi né borð á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu. Leiðir flestra liggja um Gullna hringinn og merki fjöldaferðamennsku eru þar augljós. Í ljósi þessa þykir mér undarlegt að íslensk stjórnvöld og ferðamálayfirvöld stuðli ekki á markvissari hátt að uppbyggingu innviða ferðaþjónustu annars staðar á landinu og hafi þannig áhrif á að ferðamenn horfi lengra en sjóndeildarhringur Gullna hringsins nær. Wikinger Reisen kynnir hálendi Íslands sérstaklega á svæðum sínum og skipuleggur göngu- og útivistarferðir í óbyggðum. Til dæmis erum við með vikuferðir hópa sem gista einu sinni á höfuðborgarsvæðinu en dvelja annars í Kerlingarfjöllum og kynnast vel þeirri fjölbreyttu náttúruperlu í stað þess að aka frá einum áfangastað til annars. Í Kerlingarfjöllum á sér stað uppbygging sem mér þykir vera áhugaverð og til eftirbreytni. Þar er áformað að reisa þjónustumiðstöð og gistiálmu í samræmi við nútímakröfur um aðbúnað. Framkvæmdir eru hafnar og lofa góðu. Húsin fara vel í umhverfi sínu og mér virðist augljóst að þarna sé einmitt valin farsæl leið til að styrkja og efla þjónustukjarna á hálendinu. Slíkt á að gera á fáum stöðum en standa þar myndarlega að verki, ekki aðeins í þágu ferðafólksins heldur líka og ekki síður í þágu landsins sjálfs. Kraftar starfsfólks á stærri vinnustöðum nýtast betur til að þjóna, leiðbeina, vakta og verja viðkvæmustu hluta landsins en ef þeir eru dreifðir á mörgum, smærri stöðum. Þetta sjónarmið vekur mismikla hrifningu. Ég verð sums staðar var við undarlega tortryggni eða beina andstöðu við uppbyggingu á helstu þjónustustöðum hálendisins. Ég skynja meira að segja líka andstöðu við að vegum á hálendinu sé við haldið þannig að þeir séu akfærir og í ástandi sem samræmist merkingum á landakortum. Slíka hugsun skil ég bara ekki! Ef íslensk stjórnvöld vilja á annað borð stuðla að vistrænni og sjálfbærri ferðamennsku, á borð við dæmið sem ég nefndi frá Kerlingarfjöllum, ætti einmitt að byggja upp þjónustu á tilteknum stöðum í sátt við umhverfið og samfélagið og hafa hálendisleiðir í boðlegu ástandi. Erlendir ferðamenn koma auðvitað til Íslands áfram en kannski ekki í jafn stríðum straumum og undanfarin ár. Unnt er að hafa áhrif á þróun í ferðaþjónustunni með markvissri uppbyggingu innviða. Þar geta stjórnvöld auðvitað haft mikið að segja með því að marka skýra stefnu. Þau ættu jafnframt að styðja í orði og verki ferðaþjónustufyrirtækin sem taka sjálf frumkvæði að því að styrkja innviði starfsemi sinnar og þar með ferðaþjónustu Íslendinga í heild sinni.Höfundur er svæðisstjóri ferðaskrifstofunnar Wikinger Reisen GmbH í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðun Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Wikinger Reisen í Þýskalandi hefur átt farsæl og góð samskipti við Íslendinga í 48 ár og skipulagt Íslandsferðir þúsunda manna frá meginlandi Evrópu. Í fyrstu ferðuðust viðskiptavinir okkar um í Land Rover jeppum, nú leggjum við mest upp úr gönguferðum á hálendi Íslands. Ísland er og hefur verið eftirsótt ferðamannaland. Við jukum sölu Íslandsferða um 30 prósent á ári undanfarin ár en nú ber svo við að aukningin hefur stöðvast. Útlit er fyrir að álíka margir fari til Íslands á okkar vegum í ár og í fyrra. Ferðafólk streymir auðvitað enn til Íslands og einhverjir lesendur hugsa því væntanlega með sér: „Er ekki bara allt í lagi og ástæðulaust að hafa áhyggjur?“ Kannski ekki. Umsvif íslenskrar ferðaþjónustu eru gríðarlega mikil og verða vonandi áfram en ég þykist sjá blikur á lofti. Þess vegna leyfi ég mér að hugsa hér upphátt. Íslendingar sjálfir orða það víst svo að vinur sé sá er til vamms segir. Ég tek þá á orðinu. Verðlag er óstöðugt á Íslandi. Ekki síst þess vegna er erfiðara að „selja Ísland“ nú en undanfarin ár. Við vitum ekkert um gengi krónunnar á árinu 2018 og eigum því erfitt með að verðleggja Íslandsferðirnar. Viðskiptavinir heyra að Ísland sé orðið dýrt. Þeir sem áhuga hafa á norrænum slóðum fara þá að horfa frekar til Noregs, Svíþjóðar eða Finnlands. Ég hef oft komið til Íslands, fylgist með gangi mála í ferðaþjónustunni og heyri ávæning af opinberri umræðu um ferðamál. Ég sé hótel rísa og veitingahúsum fjölgar stöðugt. Samt er hvorki auðvelt að finna laus hótelherbergi né borð á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu. Leiðir flestra liggja um Gullna hringinn og merki fjöldaferðamennsku eru þar augljós. Í ljósi þessa þykir mér undarlegt að íslensk stjórnvöld og ferðamálayfirvöld stuðli ekki á markvissari hátt að uppbyggingu innviða ferðaþjónustu annars staðar á landinu og hafi þannig áhrif á að ferðamenn horfi lengra en sjóndeildarhringur Gullna hringsins nær. Wikinger Reisen kynnir hálendi Íslands sérstaklega á svæðum sínum og skipuleggur göngu- og útivistarferðir í óbyggðum. Til dæmis erum við með vikuferðir hópa sem gista einu sinni á höfuðborgarsvæðinu en dvelja annars í Kerlingarfjöllum og kynnast vel þeirri fjölbreyttu náttúruperlu í stað þess að aka frá einum áfangastað til annars. Í Kerlingarfjöllum á sér stað uppbygging sem mér þykir vera áhugaverð og til eftirbreytni. Þar er áformað að reisa þjónustumiðstöð og gistiálmu í samræmi við nútímakröfur um aðbúnað. Framkvæmdir eru hafnar og lofa góðu. Húsin fara vel í umhverfi sínu og mér virðist augljóst að þarna sé einmitt valin farsæl leið til að styrkja og efla þjónustukjarna á hálendinu. Slíkt á að gera á fáum stöðum en standa þar myndarlega að verki, ekki aðeins í þágu ferðafólksins heldur líka og ekki síður í þágu landsins sjálfs. Kraftar starfsfólks á stærri vinnustöðum nýtast betur til að þjóna, leiðbeina, vakta og verja viðkvæmustu hluta landsins en ef þeir eru dreifðir á mörgum, smærri stöðum. Þetta sjónarmið vekur mismikla hrifningu. Ég verð sums staðar var við undarlega tortryggni eða beina andstöðu við uppbyggingu á helstu þjónustustöðum hálendisins. Ég skynja meira að segja líka andstöðu við að vegum á hálendinu sé við haldið þannig að þeir séu akfærir og í ástandi sem samræmist merkingum á landakortum. Slíka hugsun skil ég bara ekki! Ef íslensk stjórnvöld vilja á annað borð stuðla að vistrænni og sjálfbærri ferðamennsku, á borð við dæmið sem ég nefndi frá Kerlingarfjöllum, ætti einmitt að byggja upp þjónustu á tilteknum stöðum í sátt við umhverfið og samfélagið og hafa hálendisleiðir í boðlegu ástandi. Erlendir ferðamenn koma auðvitað til Íslands áfram en kannski ekki í jafn stríðum straumum og undanfarin ár. Unnt er að hafa áhrif á þróun í ferðaþjónustunni með markvissri uppbyggingu innviða. Þar geta stjórnvöld auðvitað haft mikið að segja með því að marka skýra stefnu. Þau ættu jafnframt að styðja í orði og verki ferðaþjónustufyrirtækin sem taka sjálf frumkvæði að því að styrkja innviði starfsemi sinnar og þar með ferðaþjónustu Íslendinga í heild sinni.Höfundur er svæðisstjóri ferðaskrifstofunnar Wikinger Reisen GmbH í Evrópu.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun