Íslenski boltinn

Teigurinn: Ólafsvíkingar síðastir til að taka Vodafone-áskoruninni | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vodafone-áskorunin hefur í sumar verið fastur liður í Teignum á Stöð 2 Sport , vikulegum þætti um Pepsi-deild karla í umsjón Guðmundar Benediktssonar.

Hvert lið í Pepsi-deild karla  hefur tilefnt einn leikmann sem á reyna að endurgera frægt mark Arnórs Guðjohnsen fyrir Val gegn Þrótti á Laugardalsvellinum fyrir nítján árum síðan.

Víkingur úr Ólafsvík er tólfta og síðasta liðið í Pepsi-deild karla sem tekur Vodafone-áskoruninni en fulltrúar Ólsara voru Gunnlaugur Hlynur Birgisson og Kwame Quee. Gunnlaugur Hlynur reyndi tvisvar en svo fékk Kwame Quee að taka þriðja og síðasta skotið.

Í spilaranum hér að ofan má sjá hvernig Ólsurunum tókst upp í Áskoruninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×