Íslenski boltinn

Teigurinn ræðir möguleika Andra Rúnars: Nítján marka methafi kvíðinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Rúnar Bjarnason, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla, er von Grindvíkinga í leiknum á móti toppliði Vals á Hlíðarenda á mánudaginn.

Guðmundur Benediktsson ræddi frammistöðu Andra Rúnars í sumar í Teignum í gærkvöldi ásamt gestum sínum Reyni Leóssyni og Lúðvík Arnarsyni.

„Þetta er ótrúleg saga. Gæinn er kominn með fjórtán mörk og metið er nítján mörk. Hann hefur nokkra leiki til þess að ná þessu meti eða jafna það,“ sagði Guðmundur Benediktsson og bætti við:

„Ég talaði við mann í gær sem er einn af þessum fjórum sem eiga þetta met og hann var í alvöru orðinn kvíðinn. Þið getið ímyndað ykkur hver sé orðinn kvíðinn yfir því að missa þetta met. Þetta er geggjuð saga,“ sagði Guðmundur.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þessa skemmtilega umræðu strákanna um Andra Rúnar og möguleika hans á því að komast í 19 marka klúbbinn eða jafnvel að fara enn lengra og stofna nýjan 20 marka klúbb.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×