Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2017 18:38 Jared Kushner virðist bera vanhæfni við til að færa rök fyrir að Trump og bandamenn hans hefðu ekki getað átt samráð við Rússa. Vísir/AFP Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á að hafa sagt hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að starfsmenn forsetaframboðs hans hafi ekki getað átt samráð við Rússa vegna þess að þeir hafi verið of óstarfhæfir og óskipulagðir til þess. „Þeir héldu að við hefðum átt í samráði en við gátum ekki einu sinni átt samráð við eigin skrifstofur,“ sagði Jared Kushner, eiginmaður Ivönku Trump og einn helsti trúnaðarmaður forsetans, við lærlingana í gær.AP-fréttastofan segir að vefsíðan ForeignPolicy.com hafi fyrst greint frá ummælum Kushner en þau voru upphaflega ekki ætluð til opinberrar birtingar. AP segist hafa fengið ummælin staðfest hjá aðstoðarmanni fulltrúadeildarþingmanns demókrata.Átti ekki von á að vera á leið í stjórnmálÍ samtalinu við lærlingana er Kushner ennfremur sagður hafa játað að hann viti ekki hvert rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa stefni. Kushner sagðist ekki hafa átt von á að taka við embætti í ríkisstjórninni og því hafi hann ekki gætt nægilega að fundum sínum með erlendum embættismönnum þegar hann skýrði frá þeim á umsókn um öryggisheimild sem háttsettir bandarískir embættismenn þurfa til að fá aðgang að leynilegum upplýsingum. Greint hefur verið frá því að Kushner hafi ítrekað uppfært skráningu sína vegna öryggisheimildarinnar. Hann hafi bætt við fjölda funda með erlendum embættismönnum sem hann greindi upphaflega ekki frá. Kushner hefur sagt það hafa verið mistök og drög að umsókn hafi upphaflega verið send óvart.Trump-feðgarnir gætu verið í vandræðum vegna fundar sem sonurinn átti með rússneskum lögmanni í fyrra. Trump eldri er sagður hafa orðað misvísandi yfirlýsingu um efni fundarins.Vísir/AFPSagði frá fjórum fundum með RússumÁður en Kushner kom fyrir tvær nefndir Bandaríkjaþings sem rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum og hugsanlegt samráð framboðs Trump við þá, greindi tengdasonur forsetans frá fjórum fundum með rússneskum embættismönnum en gerði lítið úr vægi þeirra. Kvaðst hann saklaus af öllu samráði og sömuleiðis aðrir starfsmenn framboðsins. Kushner sat meðal annars umdeildan fund með rússneskum lögmanni sem hafði lofað Donald Trump yngri, syni forsetans og mági Kushner, skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní í fyrra. Í gær var greint frá því að Trump forseti hafi sjálfur gefið skipanir um hvernig misvísandi yfirlýsing sem Trump yngri gaf út um eðli fundarins skyldi orðuð. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði nú í kvöld að Trump hafi „látið skoðun sína í ljós“ á yfirlýsingu sonar síns. Í frétt Washington Post í gærkvöldi voru ráðgjafar forsetans sagðir hafa lagt drög að yfirlýsingu þar sem greint hefði verið nákvæmlega frá fundinum til að forðast að hægt yrði að hrekja lýsingu Trump yngri á honum síðar. Þess í stað hafi Trump gripið í taumana og lesið sjálfur fyrir yfirlýsingu þar sem gert var lítið úr efni fundarins. Í kjölfarið birtu fjölmiðlar hins vegar sífellt nýjar upplýsingar um fundinn og þurfti Trump yngri ítrekað að breyta frásögn sinni af honum.Í myndbandi CNN hér fyrir neðan má sjá Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, svara spurningu um hvort að Trump forseti hafi samið yfirlýsingu sonar síns á blaðamannafundi í dag.WH on POTUS involvement in Russia statement: The President weighed in "as any father would" https://t.co/2vljkpPz5k https://t.co/Nzm5QzyNJB— CNN (@CNN) August 1, 2017 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á að hafa sagt hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að starfsmenn forsetaframboðs hans hafi ekki getað átt samráð við Rússa vegna þess að þeir hafi verið of óstarfhæfir og óskipulagðir til þess. „Þeir héldu að við hefðum átt í samráði en við gátum ekki einu sinni átt samráð við eigin skrifstofur,“ sagði Jared Kushner, eiginmaður Ivönku Trump og einn helsti trúnaðarmaður forsetans, við lærlingana í gær.AP-fréttastofan segir að vefsíðan ForeignPolicy.com hafi fyrst greint frá ummælum Kushner en þau voru upphaflega ekki ætluð til opinberrar birtingar. AP segist hafa fengið ummælin staðfest hjá aðstoðarmanni fulltrúadeildarþingmanns demókrata.Átti ekki von á að vera á leið í stjórnmálÍ samtalinu við lærlingana er Kushner ennfremur sagður hafa játað að hann viti ekki hvert rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa stefni. Kushner sagðist ekki hafa átt von á að taka við embætti í ríkisstjórninni og því hafi hann ekki gætt nægilega að fundum sínum með erlendum embættismönnum þegar hann skýrði frá þeim á umsókn um öryggisheimild sem háttsettir bandarískir embættismenn þurfa til að fá aðgang að leynilegum upplýsingum. Greint hefur verið frá því að Kushner hafi ítrekað uppfært skráningu sína vegna öryggisheimildarinnar. Hann hafi bætt við fjölda funda með erlendum embættismönnum sem hann greindi upphaflega ekki frá. Kushner hefur sagt það hafa verið mistök og drög að umsókn hafi upphaflega verið send óvart.Trump-feðgarnir gætu verið í vandræðum vegna fundar sem sonurinn átti með rússneskum lögmanni í fyrra. Trump eldri er sagður hafa orðað misvísandi yfirlýsingu um efni fundarins.Vísir/AFPSagði frá fjórum fundum með RússumÁður en Kushner kom fyrir tvær nefndir Bandaríkjaþings sem rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum og hugsanlegt samráð framboðs Trump við þá, greindi tengdasonur forsetans frá fjórum fundum með rússneskum embættismönnum en gerði lítið úr vægi þeirra. Kvaðst hann saklaus af öllu samráði og sömuleiðis aðrir starfsmenn framboðsins. Kushner sat meðal annars umdeildan fund með rússneskum lögmanni sem hafði lofað Donald Trump yngri, syni forsetans og mági Kushner, skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní í fyrra. Í gær var greint frá því að Trump forseti hafi sjálfur gefið skipanir um hvernig misvísandi yfirlýsing sem Trump yngri gaf út um eðli fundarins skyldi orðuð. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði nú í kvöld að Trump hafi „látið skoðun sína í ljós“ á yfirlýsingu sonar síns. Í frétt Washington Post í gærkvöldi voru ráðgjafar forsetans sagðir hafa lagt drög að yfirlýsingu þar sem greint hefði verið nákvæmlega frá fundinum til að forðast að hægt yrði að hrekja lýsingu Trump yngri á honum síðar. Þess í stað hafi Trump gripið í taumana og lesið sjálfur fyrir yfirlýsingu þar sem gert var lítið úr efni fundarins. Í kjölfarið birtu fjölmiðlar hins vegar sífellt nýjar upplýsingar um fundinn og þurfti Trump yngri ítrekað að breyta frásögn sinni af honum.Í myndbandi CNN hér fyrir neðan má sjá Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, svara spurningu um hvort að Trump forseti hafi samið yfirlýsingu sonar síns á blaðamannafundi í dag.WH on POTUS involvement in Russia statement: The President weighed in "as any father would" https://t.co/2vljkpPz5k https://t.co/Nzm5QzyNJB— CNN (@CNN) August 1, 2017
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55
Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09