Skátarnir kannast ekki við að hafa hrósað Trump Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2017 10:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nýverið frá því að yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum hafi hringt í sig vegna umdeildrar ræðu sem hann hélt fyrir framan um 30 þúsund skáta. Trump sagði hann hafa hringt í sig og sagt að ræðan hefði verið „sú besta sem haldin hefði verið fyrir þá“. Skátarnir segjast þó ekki kannast við að slíkt símtal hafi átt sér stað.Michael Surbaugh, yfirmaður skátahreyfingarinnar, sendi frá sér tilkynningu eftir hina umdeildu ræðu þar sem allir þeir sem voru móðgaðir vegna ræðunnar eða höfðu áhyggjur af pólitískum tóni hennar voru beðnir afsökunar.„Í mörg ár, hefur fólk kallað eftir því að skátarnir taki stöðu í pólitískum málum, og við höfum markvisst haldið okkur hlutlausum og neitað að tjá okkur um stjórnmál. Við sjáum eftir því að stjórnmál blönduðust skátastarfinu,“ sagði Surbaugh í yfirlýsingunni. Skátahreyfingin sagði Time að ekki væri vitað til þess að umrætt símtal hefði átt sér stað og vísaði aftur á tilkynninguna og sagði hana útskýra sig sjálfa.Uppfært 16:05Skátahreyfingin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem því er haldið fram að hvorugur af hæst settu mönnum skátahreyfingarinnar hafi hringt í Trump.Ekki sáttur við umræðu um blendin viðbrögð Ummælin um ræðuna lét Trump falla í viðtali við Wall Street Journal, sem hefur vakið mikla athygli. (Greiða þarf fyrir aðgang að viðtalinu)Politico hefur þó komið höndum yfir afrit af viðtalinu þar sem nokkrir blaðamenn WSJ, þeirra á meðal aðalritstjóri miðilsins, ræddu við forsetann í Hvíta húsinu.Einn af blaðamönnum WSJ spurði forsetann út í ræðuna og sagði hana hafa fengið blendin viðbrögð. Trump virtist ekki sáttur við þá lýsingu. „Það var ekkert blendið þarna. Ég fékk standandi lófatak frá því að ég gekk út og þar til ég hætti, og í fimm mínútur eftir að ég fór. Viðbrögðin voru ekki blendin. Svo fékk ég símtal frá yfirmanni skátahreyfingarinnar sem sagði þetta hafa verið bestu ræðu sem haldin hefði verið fyrir þá og þeir voru mjög þakklátir. Það var ekkert blendið,“ sagði Trump.Sjáum til hvort að Mueller verði rekinn Ýmis ummæli forsetans í viðtalinu við WSJ hafa vakið athygli. Þar á meðal eru ummæli hans um viðleitni hans og repúblikana til að breyta heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, ummæli hans um mögulegt sjálfstæði Skotlands vegna Brexit og svar hans við spurningu um skattastefnu. Aðspurður hvað Trump þætti rétt skattprósenta á fyrirtæki sagði hann að þeir stefndu á fimmtán prósent. Því næst fór Trump að tala um samskipti sín við ráðamenn ríkja eins og Malasíu og Indónesíu og að hann hefði spurt þá út í hve margir íbúar væru í ríkjunum. Varðandi Brexit og Skotland þá spurði Trump blaðamennina hvort að þeir teldu að Skotland myndi sækjast eftir sjálfstæði og virtist Trump vera á móti því vegna Opna breska golfmótsins. Trump var einnig spurður út í það hvort að starf Robert Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim, væri öruggt sagði forsetinn að þeir yrðu „að sjá til“. Þar að auki sagði forsetinn enn einu sinni að þessar ásakanir væru runnar undan rifjum demókrata til að afsaka vandræðalegt tap þeirra í kosningunum. Þá tókst honum einnig að gagnrýna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, eins og hann hefur ítrekað gert að undanförnu. „Ef Jeff Sessions hefði ekki sagt sig frá rússarannsókninni, þá værum við ekki einu sinni að tala um þetta.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nýverið frá því að yfirmaður skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum hafi hringt í sig vegna umdeildrar ræðu sem hann hélt fyrir framan um 30 þúsund skáta. Trump sagði hann hafa hringt í sig og sagt að ræðan hefði verið „sú besta sem haldin hefði verið fyrir þá“. Skátarnir segjast þó ekki kannast við að slíkt símtal hafi átt sér stað.Michael Surbaugh, yfirmaður skátahreyfingarinnar, sendi frá sér tilkynningu eftir hina umdeildu ræðu þar sem allir þeir sem voru móðgaðir vegna ræðunnar eða höfðu áhyggjur af pólitískum tóni hennar voru beðnir afsökunar.„Í mörg ár, hefur fólk kallað eftir því að skátarnir taki stöðu í pólitískum málum, og við höfum markvisst haldið okkur hlutlausum og neitað að tjá okkur um stjórnmál. Við sjáum eftir því að stjórnmál blönduðust skátastarfinu,“ sagði Surbaugh í yfirlýsingunni. Skátahreyfingin sagði Time að ekki væri vitað til þess að umrætt símtal hefði átt sér stað og vísaði aftur á tilkynninguna og sagði hana útskýra sig sjálfa.Uppfært 16:05Skátahreyfingin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem því er haldið fram að hvorugur af hæst settu mönnum skátahreyfingarinnar hafi hringt í Trump.Ekki sáttur við umræðu um blendin viðbrögð Ummælin um ræðuna lét Trump falla í viðtali við Wall Street Journal, sem hefur vakið mikla athygli. (Greiða þarf fyrir aðgang að viðtalinu)Politico hefur þó komið höndum yfir afrit af viðtalinu þar sem nokkrir blaðamenn WSJ, þeirra á meðal aðalritstjóri miðilsins, ræddu við forsetann í Hvíta húsinu.Einn af blaðamönnum WSJ spurði forsetann út í ræðuna og sagði hana hafa fengið blendin viðbrögð. Trump virtist ekki sáttur við þá lýsingu. „Það var ekkert blendið þarna. Ég fékk standandi lófatak frá því að ég gekk út og þar til ég hætti, og í fimm mínútur eftir að ég fór. Viðbrögðin voru ekki blendin. Svo fékk ég símtal frá yfirmanni skátahreyfingarinnar sem sagði þetta hafa verið bestu ræðu sem haldin hefði verið fyrir þá og þeir voru mjög þakklátir. Það var ekkert blendið,“ sagði Trump.Sjáum til hvort að Mueller verði rekinn Ýmis ummæli forsetans í viðtalinu við WSJ hafa vakið athygli. Þar á meðal eru ummæli hans um viðleitni hans og repúblikana til að breyta heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, ummæli hans um mögulegt sjálfstæði Skotlands vegna Brexit og svar hans við spurningu um skattastefnu. Aðspurður hvað Trump þætti rétt skattprósenta á fyrirtæki sagði hann að þeir stefndu á fimmtán prósent. Því næst fór Trump að tala um samskipti sín við ráðamenn ríkja eins og Malasíu og Indónesíu og að hann hefði spurt þá út í hve margir íbúar væru í ríkjunum. Varðandi Brexit og Skotland þá spurði Trump blaðamennina hvort að þeir teldu að Skotland myndi sækjast eftir sjálfstæði og virtist Trump vera á móti því vegna Opna breska golfmótsins. Trump var einnig spurður út í það hvort að starf Robert Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim, væri öruggt sagði forsetinn að þeir yrðu „að sjá til“. Þar að auki sagði forsetinn enn einu sinni að þessar ásakanir væru runnar undan rifjum demókrata til að afsaka vandræðalegt tap þeirra í kosningunum. Þá tókst honum einnig að gagnrýna Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, eins og hann hefur ítrekað gert að undanförnu. „Ef Jeff Sessions hefði ekki sagt sig frá rússarannsókninni, þá værum við ekki einu sinni að tala um þetta.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira