Frjáls undan öllu krumpi sem safnast upp í lífinu Magnús Guðmundsson skrifar 3. ágúst 2017 10:30 Tómas Lemarquis hefur lengi haft mikinn áhuga á andlegum málefnum og lagt stund á shamanisma og heilun. Visir/Stefán Leikarinn Tómas Lemarquis er fertugur í dag en hann var hinn rólegasti yfir þessum tímamótum þegar blaðamaður náði af honum tali enda önnum kafinn við að undirbúa ferð til Perú sem hann leggur í ásamt góðu föruneyti á morgun. Að Tómas sé á faraldsfæti kemur þó eflaust engum sem til hans þekkja á óvart en hann hefur óneitanlega verið á miklu flakki síðustu ár. „Já, það er nú búið að vera flakk á mér um talsvert langt skeið. Ég hef bæði verið á ferðalögum og svo hef ég búið erlendis alveg frá 2003. Fyrst var ég í París í þrjú ár, síðan bjó ég í Berlín en svo er ég núna fluttur með annan fótinn til Los Angeles.“ Tómas segir að það sé nú fyrst og fremst leiklistin sem hafi dregið hann svona víða á þessum tíma og í LA sé hann að fylgja því eftir. „Þar er ég að fara í prufur og svona að vinna með mínum umboðsmanni en ég er kominn með atvinnuleyfi þannig að ég svona ákvað að láta reyna á þetta.“ En er þetta ekki harður heimur? „Jú, jú, þetta er harður heimur,“ tekur Tómas undir er nú engu að síður hinn rólegasti. „En ég kann bara mjög vel við þetta. Maður er búinn að byggja upp ákveðið þol í þessu í gegnum öll þessu ár. Þetta er auðvitað mikið af nei-um og allt það en ég er hættur að taka það inn á mig. Áður fyrr hefði ég kannski verið rosalega spældur að rétt missa af hlutverki en núna lít ég frekar á það sem jákvætt að vera á meðal þeirra sem koma sterklega til greina, þannig að þetta er svona spurning um afstöðu. Ég horfi núna frekar til þess að maður sé að færast nær og það er auðvitað jákvætt. En annars er einhver Hollywood ræma sem er að koma út á næstunni og ég er í henni,“ laumar Tómas út úr sér hinn rólegasti yfir upphefðinni og bætir við: „En ég má bara ekki nefna hana enn sem komið er. Svo eru líka tvær aðrar myndir að koma út á næstunni þar sem ég er með hlutverk og önnur þeirra er íslensk en hin rúmensk. Þannig að það er heilmikið að gerast.“ Tómas segir að það angri hann ekki sem leikara að hoppa á milli þessara tungumála við starfið. „Nei, það er ekkert mál. Ætli að það sé ekki hinn tvítyngdi bakgrunnur minn sem hjálpar til við þetta. Þetta er ekkert sem ég hef sóst eftir heldur má segja að tungumálin hafi bara komið upp í hendurnar á mér. Ég var leiðsögumaður uppi á jökli í sumar og er mikið fyrir að komast út í náttúruna og þar hoppa ég alveg linnulaust á milli tungumála,“ segir Tómas og brosir. Varðandi afmælisdaginn sjálfan þá segir Tómas að hann komi nú til með að fara í undirbúning Perúferðar sem standi fyrir dyrum daginn eftir. „Ég er að fara í þriggja vikna ferðalag með hóp af fólki. Við erum að fara til Perú að labba í fjöllunum. En ég stunda mikið andleg mál og hef verið að læra shamanisma og heilun sem á ættir að rekja til Perú. En ég er ekkert í þessum ofskynjunarlyfjum eins og sumir gera í Perú en ég hef mikinn áhuga á transástandinu og vitundinni þannig að þessi ferð er líka andleg í þeim skilningi. Ég fór þarna 2012 en þetta er land sem kallar mikið á mig. Einu sinni fór ég til Nepal og var að hugleiða í fjöllunum og hef farið í nokkrar svona lengri reisur í gegnum tíðina og yfirleitt er það eitthvað andlega tengt.“ Tómas segir að þetta hafi þróast á einhverjum árum og að í raun tengist þetta líka leiklistinni. „Þetta svona losar um allt sem stendur í vegi fyrir manni og hjálpar mér ótvírætt sem leikara. En fyrst og fremst með því að vera frjáls undan öllu því krumpi sem maður safnar saman í lífinu, það er gott fyrir alla. En til þess að vera leikari þá þarf maður að vera laus við komplexa og frjáls.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. ágúst. Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira
Leikarinn Tómas Lemarquis er fertugur í dag en hann var hinn rólegasti yfir þessum tímamótum þegar blaðamaður náði af honum tali enda önnum kafinn við að undirbúa ferð til Perú sem hann leggur í ásamt góðu föruneyti á morgun. Að Tómas sé á faraldsfæti kemur þó eflaust engum sem til hans þekkja á óvart en hann hefur óneitanlega verið á miklu flakki síðustu ár. „Já, það er nú búið að vera flakk á mér um talsvert langt skeið. Ég hef bæði verið á ferðalögum og svo hef ég búið erlendis alveg frá 2003. Fyrst var ég í París í þrjú ár, síðan bjó ég í Berlín en svo er ég núna fluttur með annan fótinn til Los Angeles.“ Tómas segir að það sé nú fyrst og fremst leiklistin sem hafi dregið hann svona víða á þessum tíma og í LA sé hann að fylgja því eftir. „Þar er ég að fara í prufur og svona að vinna með mínum umboðsmanni en ég er kominn með atvinnuleyfi þannig að ég svona ákvað að láta reyna á þetta.“ En er þetta ekki harður heimur? „Jú, jú, þetta er harður heimur,“ tekur Tómas undir er nú engu að síður hinn rólegasti. „En ég kann bara mjög vel við þetta. Maður er búinn að byggja upp ákveðið þol í þessu í gegnum öll þessu ár. Þetta er auðvitað mikið af nei-um og allt það en ég er hættur að taka það inn á mig. Áður fyrr hefði ég kannski verið rosalega spældur að rétt missa af hlutverki en núna lít ég frekar á það sem jákvætt að vera á meðal þeirra sem koma sterklega til greina, þannig að þetta er svona spurning um afstöðu. Ég horfi núna frekar til þess að maður sé að færast nær og það er auðvitað jákvætt. En annars er einhver Hollywood ræma sem er að koma út á næstunni og ég er í henni,“ laumar Tómas út úr sér hinn rólegasti yfir upphefðinni og bætir við: „En ég má bara ekki nefna hana enn sem komið er. Svo eru líka tvær aðrar myndir að koma út á næstunni þar sem ég er með hlutverk og önnur þeirra er íslensk en hin rúmensk. Þannig að það er heilmikið að gerast.“ Tómas segir að það angri hann ekki sem leikara að hoppa á milli þessara tungumála við starfið. „Nei, það er ekkert mál. Ætli að það sé ekki hinn tvítyngdi bakgrunnur minn sem hjálpar til við þetta. Þetta er ekkert sem ég hef sóst eftir heldur má segja að tungumálin hafi bara komið upp í hendurnar á mér. Ég var leiðsögumaður uppi á jökli í sumar og er mikið fyrir að komast út í náttúruna og þar hoppa ég alveg linnulaust á milli tungumála,“ segir Tómas og brosir. Varðandi afmælisdaginn sjálfan þá segir Tómas að hann komi nú til með að fara í undirbúning Perúferðar sem standi fyrir dyrum daginn eftir. „Ég er að fara í þriggja vikna ferðalag með hóp af fólki. Við erum að fara til Perú að labba í fjöllunum. En ég stunda mikið andleg mál og hef verið að læra shamanisma og heilun sem á ættir að rekja til Perú. En ég er ekkert í þessum ofskynjunarlyfjum eins og sumir gera í Perú en ég hef mikinn áhuga á transástandinu og vitundinni þannig að þessi ferð er líka andleg í þeim skilningi. Ég fór þarna 2012 en þetta er land sem kallar mikið á mig. Einu sinni fór ég til Nepal og var að hugleiða í fjöllunum og hef farið í nokkrar svona lengri reisur í gegnum tíðina og yfirleitt er það eitthvað andlega tengt.“ Tómas segir að þetta hafi þróast á einhverjum árum og að í raun tengist þetta líka leiklistinni. „Þetta svona losar um allt sem stendur í vegi fyrir manni og hjálpar mér ótvírætt sem leikara. En fyrst og fremst með því að vera frjáls undan öllu því krumpi sem maður safnar saman í lífinu, það er gott fyrir alla. En til þess að vera leikari þá þarf maður að vera laus við komplexa og frjáls.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. ágúst.
Lífið Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira