Sport

Björgvin Karl byrjar vel á heimsleikunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson.
Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson. Mynd/Bítið
Björgvin Karl Guðmundsson náði fjórða besta tímanum í fyrstu grein á heimsleikunum í Madison í Wisconsin.

Björgvin Karl kláraði á 29:31.00 mínútum og var um 45 sekúndum á eftir fyrsta manni sem var Brent Fikowski á 28:45.29 mínútum.

Fikowsk fékk 100 stig en Björgvin Karl 84 stig.

Björgvin Karl var fljótari en Mathew Fraser sem vann heimsleikana í fyrra en Fraser endaði í sjöunda sæti á 29:40.50 mínútum.

Fyrsta greinin var hlaup-sund-hlaup. Keppendur hlupu þá eina og hálfa mílu, syntu 500 metra og hlupu loks aftur eina og hálfa mílu. Ein og hálf míla er um 2,4 kílómetrar.

Frederik Aegidius, maður Annie Mist Þórisdóttur, varð í 17. sæti í fyrstu grein á 30:57.29 mínútum en hann fékk fyrir það 46 stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×