Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2017 21:50 Robert Mueller er farinn að spýta í lófana í rannsókninni á Rússum og forsetaframboði Trump. Vísir/AFP Kviðdómur hefur verið skráður í tengslum við rannsókn bandarískra yfirvalda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins er nú sagður rannsaka mögulega fjármálaglæpi bandamanna Donalds Trump.Reuters-fréttastofan og Wall Street Journal greindu frá því í kvöld að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefði valið kviðdómendur og er það talið til marks um að aukinn þungi sé að færast í rannsókn hans. Gefnar hafa verið út stefnur vegna hluta rannsóknarinnar. Kviðdómur (e. grand jury) af þessu tagi leggur mat á hvort að saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur. Í samantekt breska ríkisútvarpsins BBC segir að stefnurnar sem hafa verið gefnar út varði fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni í júní í fyrra. Jared Kushner, tengdasonur Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri hans, voru einnig viðstaddir fundinn. Þeim hafði verið lofað skaðlegum gögnum um Hillary Clinton sem áttu að vera liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa forsetaframboði Trump.Rannsaka mögulega fjármálaglæpiÁ sama tíma segir CNN-fréttastöðin frá því að Mueller og samstarfsmenn hans elti nú peningaslóðina í rannsókn sinni á hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna og embættistöku Trump. Fjárhagsleg tengsl bandamanna forsetans séu frjór jarðvegur fryir rannsakendur. Heimildir CNN herma að rannsakendurnir hafi fært út kvíarnar undanfarið og kanni nú mögulega fjármálaglæpi. Trump varaði Mueller við að rannsaka fjármál sín í nýlegu viðtali. Taldi hann það línu sem rannsakandinn mætti ekki stíga yfir. Hann hefur ekki útilokað að reka Mueller. Ty Cobb, sérstakur lögmaður Hvíta hússins vegna rannsóknarinnar, sagði í dag ekkert benda til þess að forsetinn sé sjálfur til rannsóknar. Fagnaði hann því að aukinn hraði færist í rannsóknina og sagði Hvíta húsið munu vinna með rannsakendum að fullu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segir rannsakanda ekki hlutlausan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær efasemdum sínum um hlutleysi Roberts Mueller sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningum vestra og möguleg tengsl þeirra við framboð Trumps. 24. júní 2017 07:00 Trump segist vera til rannsóknar fyrir að hafa rekið Comey Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter fyrr í dag og staðfesti það að hann væri til rannsóknar vegna brottvikningar James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, úr embætti. 16. júní 2017 17:51 Kushner sver af sér samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump segist ekki hafa haft neitt samráð við rússneska embættismenn í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra og segist ekki kunnugt um að neinn annar sem starfaði við framboðið hafi gert það. Hann ber vitni um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar fyrir luktum dyrum þingnefnda í dag og á morgun. 24. júlí 2017 13:02 Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Kviðdómur hefur verið skráður í tengslum við rannsókn bandarískra yfirvalda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins er nú sagður rannsaka mögulega fjármálaglæpi bandamanna Donalds Trump.Reuters-fréttastofan og Wall Street Journal greindu frá því í kvöld að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefði valið kviðdómendur og er það talið til marks um að aukinn þungi sé að færast í rannsókn hans. Gefnar hafa verið út stefnur vegna hluta rannsóknarinnar. Kviðdómur (e. grand jury) af þessu tagi leggur mat á hvort að saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur. Í samantekt breska ríkisútvarpsins BBC segir að stefnurnar sem hafa verið gefnar út varði fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni í júní í fyrra. Jared Kushner, tengdasonur Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri hans, voru einnig viðstaddir fundinn. Þeim hafði verið lofað skaðlegum gögnum um Hillary Clinton sem áttu að vera liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa forsetaframboði Trump.Rannsaka mögulega fjármálaglæpiÁ sama tíma segir CNN-fréttastöðin frá því að Mueller og samstarfsmenn hans elti nú peningaslóðina í rannsókn sinni á hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna og embættistöku Trump. Fjárhagsleg tengsl bandamanna forsetans séu frjór jarðvegur fryir rannsakendur. Heimildir CNN herma að rannsakendurnir hafi fært út kvíarnar undanfarið og kanni nú mögulega fjármálaglæpi. Trump varaði Mueller við að rannsaka fjármál sín í nýlegu viðtali. Taldi hann það línu sem rannsakandinn mætti ekki stíga yfir. Hann hefur ekki útilokað að reka Mueller. Ty Cobb, sérstakur lögmaður Hvíta hússins vegna rannsóknarinnar, sagði í dag ekkert benda til þess að forsetinn sé sjálfur til rannsóknar. Fagnaði hann því að aukinn hraði færist í rannsóknina og sagði Hvíta húsið munu vinna með rannsakendum að fullu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segir rannsakanda ekki hlutlausan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær efasemdum sínum um hlutleysi Roberts Mueller sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningum vestra og möguleg tengsl þeirra við framboð Trumps. 24. júní 2017 07:00 Trump segist vera til rannsóknar fyrir að hafa rekið Comey Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter fyrr í dag og staðfesti það að hann væri til rannsóknar vegna brottvikningar James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, úr embætti. 16. júní 2017 17:51 Kushner sver af sér samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump segist ekki hafa haft neitt samráð við rússneska embættismenn í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra og segist ekki kunnugt um að neinn annar sem starfaði við framboðið hafi gert það. Hann ber vitni um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar fyrir luktum dyrum þingnefnda í dag og á morgun. 24. júlí 2017 13:02 Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Trump segir rannsakanda ekki hlutlausan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær efasemdum sínum um hlutleysi Roberts Mueller sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningum vestra og möguleg tengsl þeirra við framboð Trumps. 24. júní 2017 07:00
Trump segist vera til rannsóknar fyrir að hafa rekið Comey Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter fyrr í dag og staðfesti það að hann væri til rannsóknar vegna brottvikningar James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, úr embætti. 16. júní 2017 17:51
Kushner sver af sér samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump segist ekki hafa haft neitt samráð við rússneska embættismenn í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra og segist ekki kunnugt um að neinn annar sem starfaði við framboðið hafi gert það. Hann ber vitni um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar fyrir luktum dyrum þingnefnda í dag og á morgun. 24. júlí 2017 13:02
Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38
Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46
Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31