Þóroddur hættir að dæma í haust: Fleiri símaklefar en dómarar á norðurlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. ágúst 2017 13:30 Ekkert svona, Pablo, gæti Þóroddur hér verið að segja. Vísir/Andri Marinó Þóroddur Hjaltalín hefur ákveðið að hætta störfum sem knattspyrnudómari þegar tímabilinu í Pepsi-deild karla lýkur í haust. Þetta sagði hann í samtali við íþróttadeild skömmu eftir að hann hafði dæmt viðureign Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli á föstudag. Þóroddur stóð sig vel í leiknum og lét það ekki á sig fá að þarna voru saman komnir margir af stærstu knattspyrnustjörnum heimsins. „Þetta er auðvitað allt öðruvísi en samt bara fótbolti, ellefu á móti ellefu,“ sagði brosmildur Þóroddur skömmu eftir að hann hafði flautað til leiksloka á Laugardalsvelli. „Maður sér verkefnið bara þannig.“ Þóroddur hélt upp á 40 ára afmælið sitt á föstudag og því var þetta góð afmælisgjöf fyrir hann að dæma leik hjá stórliðum úr ensku úrvalsdeildinni. Hann sagðist einnig bera ábyrgð á góða veðrinu sem var á leikdag. „Ég kem nú yfirleitt með hana með mér að norðan,“ sagði hann í léttum dúr.Þóroddur hefur verið alþjóðadómari í átta ár og gæti haldið áfram í fimm ár í viðbót og heilan áratug hér á landi. En hann hefur ákveðið að segja skilið við dómgæsluna þegar tímabilinu lýkur í haust. „Þetta er komið gott. Ég er búinn að dæma í efstu deild í tíu ár og allt í allt starfandi fyrir KSÍ í átján ár. Þegar ég byrjaði þá var ég bara með konu og nú hafa bæst fjögur börn við. Ég er líka kominn í nýtt starf á Akureyri sem er afar krefjandi. Það er því komið að því að sinna öðrum málum,“ segir hann. Þóroddur tekur undir að dómgæslan hafi breyst mikið á síðustu árum, rétt eins og knattspyrnan sjálf hér á landi. „Þetta er orðin hálfgerð atvinnumennska hjá dómurum. Það er allt árið undir og gríðarleg vinna sem við þurfum að leggja á okkur til að geta verið í þessu. Hún er miklu meira en nokkur gæti ímyndað sér og gríðarlegar kröfur á okkur.“ Það kvarnar því enn úr hópi reynslumikilla dómara sem Ísland á en Þóroddur hefur eins og margir áhyggjur af endurnýjun í stétt knattspyrnudómara á Íslandi.„Gríðarlegar áhyggjur. Til dæmis eru færri knattspyrnudómarar á norðurlandi en símaklefar eins og staðan er núna. Það verður bara að lagast, það er svo einfalt.“ Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira
Þóroddur Hjaltalín hefur ákveðið að hætta störfum sem knattspyrnudómari þegar tímabilinu í Pepsi-deild karla lýkur í haust. Þetta sagði hann í samtali við íþróttadeild skömmu eftir að hann hafði dæmt viðureign Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli á föstudag. Þóroddur stóð sig vel í leiknum og lét það ekki á sig fá að þarna voru saman komnir margir af stærstu knattspyrnustjörnum heimsins. „Þetta er auðvitað allt öðruvísi en samt bara fótbolti, ellefu á móti ellefu,“ sagði brosmildur Þóroddur skömmu eftir að hann hafði flautað til leiksloka á Laugardalsvelli. „Maður sér verkefnið bara þannig.“ Þóroddur hélt upp á 40 ára afmælið sitt á föstudag og því var þetta góð afmælisgjöf fyrir hann að dæma leik hjá stórliðum úr ensku úrvalsdeildinni. Hann sagðist einnig bera ábyrgð á góða veðrinu sem var á leikdag. „Ég kem nú yfirleitt með hana með mér að norðan,“ sagði hann í léttum dúr.Þóroddur hefur verið alþjóðadómari í átta ár og gæti haldið áfram í fimm ár í viðbót og heilan áratug hér á landi. En hann hefur ákveðið að segja skilið við dómgæsluna þegar tímabilinu lýkur í haust. „Þetta er komið gott. Ég er búinn að dæma í efstu deild í tíu ár og allt í allt starfandi fyrir KSÍ í átján ár. Þegar ég byrjaði þá var ég bara með konu og nú hafa bæst fjögur börn við. Ég er líka kominn í nýtt starf á Akureyri sem er afar krefjandi. Það er því komið að því að sinna öðrum málum,“ segir hann. Þóroddur tekur undir að dómgæslan hafi breyst mikið á síðustu árum, rétt eins og knattspyrnan sjálf hér á landi. „Þetta er orðin hálfgerð atvinnumennska hjá dómurum. Það er allt árið undir og gríðarleg vinna sem við þurfum að leggja á okkur til að geta verið í þessu. Hún er miklu meira en nokkur gæti ímyndað sér og gríðarlegar kröfur á okkur.“ Það kvarnar því enn úr hópi reynslumikilla dómara sem Ísland á en Þóroddur hefur eins og margir áhyggjur af endurnýjun í stétt knattspyrnudómara á Íslandi.„Gríðarlegar áhyggjur. Til dæmis eru færri knattspyrnudómarar á norðurlandi en símaklefar eins og staðan er núna. Það verður bara að lagast, það er svo einfalt.“ Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira