Nick Pratt frá Wales dæmir leik ÍA og KR í Pepsi-deild karla annað kvöld. Pratt, sem er fyrrverandi leikmaður, hefur dæmt frá árinu 2005.
Annar aðstoðardómarinn kemur einnig frá Wales. Sá heitir Ashley Davis.
Þetta er liður í verkefni knattspyrnusambanda Íslands og Englands um dómaraskipti.
ÍA situr á botni deildarinnar með aðeins níu stig, fjórum stigum frá öruggu sæti, og þarf því nauðsynlega á stigi eða stigum að halda í leiknum á morgun.
Á meðan er KR í 5. sæti deildarinnar og hefur unnið þrjá leiki í röð.

