Þýska stálið til bjargar Benedikt Bóas skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Þar sem ég sit í vinnunni horfi ég á einhver furðulegustu gönguljós borgarinnar, ljósin yfir Miklubraut sem flestir ættu að kannast við. Nema að í bíllausa mánuðinum sem ég er í þessa daga nota ég þessi ljós merkilega mikið. Og viti menn, þau hafa sjálfstæðan vilja. Það er aldrei neinn að ýta á takkann til að fá græna kallinn heldur gera þau það sjálf. Hægja þar með á umferðinni og liðka alls ekkert fyrir – nema síður sé. Hvar sem er í heiminum hefði verið sett upp göngubrú. Sums staðar þar sem maður fer yfir götur úti í hinum stóra heimi eru brýrnar ekkert sérstaklega flóknar eða flottar. Bara einfaldar og þægilegar, svona til að greiða fyrir umferðinni. Umferðarmannvirki þurfa nefnilega ekkert endilega að kosta 16 trilljarða. Það er alveg hægt að rigga upp svona brú fyrir nokkrar kúlur. Íslendingar eru flestir #teamEinkabíllinn og aka út um allt. Það gerði ég líka þar til í upphafi mánaðarins þegar ég byrjaði að taka strætó og hjóla. Það er fínt að hjóla og enn betra að nota strætó. Gallinn við Strætó er samt leiðakerfið. Í Berlín er maður hálftíma að öllu, með nánast hvaða samgönguleið sem er. Hér er maður fjóra klukkutíma að komast á milli borgarhluta. Ég veit ekki hvernig maður setur upp leiðakerfi en væri ekki sniðugt að hringja í einhvern snilling frá Þýskalandi og láta hann rigga upp eins og einu stórkostlegu kerfi. Hann gæti þá tekið umferðarljósin líka í gegn. Því ljós með sjálfstæðan vilja geta ekki verið góð eða til gagns. Til hvers að stoppa umferð? Það gengur ekki upp. Og ég er ekki stærðfræðingur en ég veit að þýski leiðakerfisgaurinn – hann er það pottþétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Þar sem ég sit í vinnunni horfi ég á einhver furðulegustu gönguljós borgarinnar, ljósin yfir Miklubraut sem flestir ættu að kannast við. Nema að í bíllausa mánuðinum sem ég er í þessa daga nota ég þessi ljós merkilega mikið. Og viti menn, þau hafa sjálfstæðan vilja. Það er aldrei neinn að ýta á takkann til að fá græna kallinn heldur gera þau það sjálf. Hægja þar með á umferðinni og liðka alls ekkert fyrir – nema síður sé. Hvar sem er í heiminum hefði verið sett upp göngubrú. Sums staðar þar sem maður fer yfir götur úti í hinum stóra heimi eru brýrnar ekkert sérstaklega flóknar eða flottar. Bara einfaldar og þægilegar, svona til að greiða fyrir umferðinni. Umferðarmannvirki þurfa nefnilega ekkert endilega að kosta 16 trilljarða. Það er alveg hægt að rigga upp svona brú fyrir nokkrar kúlur. Íslendingar eru flestir #teamEinkabíllinn og aka út um allt. Það gerði ég líka þar til í upphafi mánaðarins þegar ég byrjaði að taka strætó og hjóla. Það er fínt að hjóla og enn betra að nota strætó. Gallinn við Strætó er samt leiðakerfið. Í Berlín er maður hálftíma að öllu, með nánast hvaða samgönguleið sem er. Hér er maður fjóra klukkutíma að komast á milli borgarhluta. Ég veit ekki hvernig maður setur upp leiðakerfi en væri ekki sniðugt að hringja í einhvern snilling frá Þýskalandi og láta hann rigga upp eins og einu stórkostlegu kerfi. Hann gæti þá tekið umferðarljósin líka í gegn. Því ljós með sjálfstæðan vilja geta ekki verið góð eða til gagns. Til hvers að stoppa umferð? Það gengur ekki upp. Og ég er ekki stærðfræðingur en ég veit að þýski leiðakerfisgaurinn – hann er það pottþétt.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun