Íslenski boltinn

Sex tíma knattspyrnuveisla í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eyjólfur Héðinsson og félagar í Stjörnunni verða í eldlínunni í kvöld.
Eyjólfur Héðinsson og félagar í Stjörnunni verða í eldlínunni í kvöld. Vísir
Boðið verður upp á sex klukkutíma samfellda knattspyrnuveislu á Stöð 2 Sport í kvöld. Tveir leikir í Pepsi-deild karla verða í beinum útsendingum og fjórtánda umferðin svo gerð upp að þeim loknum.

Alls fara þrír leikir fram í Pepsi-deild karla í kvöld og verða tveir þeirra í beinni útsendingu. Fjölnir tekur á móti KA klukkan 18.00 en að honum loknum hefst leikur Stjörnunnar og Breiðabliks.

Með sigri ná Stjörnumenn aftur öðru sæti deildarinnar af FH og minnka forystu Vals á toppnum í fimm stig.

Þess ber svo að geta að þriðji leikur kvöldsins verður viðureign Víkings Ólafsvíkur og Grindavíkur klukkan 19.15 en nýliðarnir suður með sjó hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum í deildinni eftir frábæran fyrri hluta móts.

Öll fjórtánda umferð Pepsi-deildar karla verður svo gerð upp í Pepsi-mörkunum klukkan 22.00. Sérfræðingar Harðar Magnússonar verða Hjörvar Hafliðason og Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Að þeim þætti loknum tekur við Síðustu 20 sem snýr aftur á skjáinn eftir sumarfrí. Tómas Þór Þórðarson kemur þá í myndver til Harðar og saman hnýta þeir lokahnútinn á sex klukkustund umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Pepsi-deild karla.

Dagskrá kvöldsins á Stöð 2 Sport:

17.50 Fjölnir - KA

19.50 Stjarnan - Breiðablik

20.00 Pepsi-mörkin

23.25 Síðustu 20




Fleiri fréttir

Sjá meira


×