Óli Stefán: Skelfilegt að horfa upp á þetta Þór Símon Hafþórsson skrifar 9. ágúst 2017 22:30 Óli Stefán og félagar hafa ekki unnið leik síðan 9. júlí. vísir/andri marinó Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, var ekkert að skafa af hlutunum eftir tap hans manna gegn Víkingi Ó. í kvöld. Grindvíkingar fengu á sig mark strax í upphafi leiks og hreinlega óðu í færum á lokamínútunum þegar liðið hefði átt með réttu að jafna leikinn í 2-2. „Þetta er eins og að fá högg í magann. Við byrjuðum ekki vel, vorum værukærir og vorum að gefa frá okkur svo klaufaleg og barnaleg mörk að það var hreinlega skelfilegt að horfa upp á þetta,“ sagði Óli í viðtali við Vísi strax eftir leik en hann var ekki bara ósáttu við varnarleikinn en sóknarleikurinn fékk líka orð í eyra. „Við sköpum okkur fullt af færum og það er líka barnalegt hvernig við vorum að klára þau. Á meðan staðan er svona á okkur þá er bara blóðug fallbarátta framundan. Við verðum að átta okkur á því.“ Grindavík byrjaði mótið frábærlega og er með 21 stig, eða átta stigum frá fallsæti, en hann segir sú byrjun ekki gefa þeim neitt öryggi og að hann hreinlega nenni ekki að tala um fortíðina. „Mig langar ekkert að tala um fyrri umferðina. Við lifum í nútíðinni og við verðum að fara að gera okkur grein fyrir því að það bíður okkar bara barátta upp á líf og dauða.“ Hann segir eina í stöðunni fyrir liðið sé bara að halda áfram að reyna sitt besta. „Fyrst og fremst verðum við að halda áfram að reyna. Eftir svona hrinu þá liggur greinilega á okkur smá stress og við verðum bara að komast yfir hana. Við verðum að hrinda frá okkur það sem búið er og taka stöðuna eins og hún er núna.“ Mörkin tvö sem Grindavík fékk á sig í kvöld voru úr föstum leikatriðum, aukaspyrnu og víti, en Óli var mjög ósáttur með sína menn og þá sérstaklega í fyrra markinu sem kom á upphafsmínútu leiksins. „Ég var búinn að teikna byrjunina upp fyrir þá og það var ekkert sem kom á óvart. Við teiknuðum þetta upp í gær og þetta átti aldrei að fara svona. Menn þurfa að vera tilbúnir og einbeittir þegar það er búið að setja þetta upp í hendurnar á þeim.“ Enn mættu Grindvíkingar þá ekki einbeittir til leiks? „Alveg klárlega ekki. Sérstaklega þegar við fáum svona mark á okkur í byrjun sem var búið að vara þá sérstaklega við. Við verðum að taka ábyrgð á þessu því þetta er ekki nógu gott.“ Andri Rúnar, framherji Grindavíkur, vildi fá vítaspyrnu á lokamínútu leiksins en Óli vildi ekki tjá sig mikið um það. „Ég sá það ekki en það væri svo sem eftir öllu þessa daganna að það hafi farið í höndunum en ég get ekki dæmt um það.“ Hann vill þó meina að ekki vanti mikið upp á en grunnvinnuna verði að laga fyrir komandi átök. „Við spiluðum alveg nógu vel til þess að fá eitthvað út úr þessum leik, það er alveg klárt.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur Ó. - Grindavík 2-1 | Gríðarlega mikilvægur sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Grindavík, 2-1, í 14. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 9. ágúst 2017 22:15 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, var ekkert að skafa af hlutunum eftir tap hans manna gegn Víkingi Ó. í kvöld. Grindvíkingar fengu á sig mark strax í upphafi leiks og hreinlega óðu í færum á lokamínútunum þegar liðið hefði átt með réttu að jafna leikinn í 2-2. „Þetta er eins og að fá högg í magann. Við byrjuðum ekki vel, vorum værukærir og vorum að gefa frá okkur svo klaufaleg og barnaleg mörk að það var hreinlega skelfilegt að horfa upp á þetta,“ sagði Óli í viðtali við Vísi strax eftir leik en hann var ekki bara ósáttu við varnarleikinn en sóknarleikurinn fékk líka orð í eyra. „Við sköpum okkur fullt af færum og það er líka barnalegt hvernig við vorum að klára þau. Á meðan staðan er svona á okkur þá er bara blóðug fallbarátta framundan. Við verðum að átta okkur á því.“ Grindavík byrjaði mótið frábærlega og er með 21 stig, eða átta stigum frá fallsæti, en hann segir sú byrjun ekki gefa þeim neitt öryggi og að hann hreinlega nenni ekki að tala um fortíðina. „Mig langar ekkert að tala um fyrri umferðina. Við lifum í nútíðinni og við verðum að fara að gera okkur grein fyrir því að það bíður okkar bara barátta upp á líf og dauða.“ Hann segir eina í stöðunni fyrir liðið sé bara að halda áfram að reyna sitt besta. „Fyrst og fremst verðum við að halda áfram að reyna. Eftir svona hrinu þá liggur greinilega á okkur smá stress og við verðum bara að komast yfir hana. Við verðum að hrinda frá okkur það sem búið er og taka stöðuna eins og hún er núna.“ Mörkin tvö sem Grindavík fékk á sig í kvöld voru úr föstum leikatriðum, aukaspyrnu og víti, en Óli var mjög ósáttur með sína menn og þá sérstaklega í fyrra markinu sem kom á upphafsmínútu leiksins. „Ég var búinn að teikna byrjunina upp fyrir þá og það var ekkert sem kom á óvart. Við teiknuðum þetta upp í gær og þetta átti aldrei að fara svona. Menn þurfa að vera tilbúnir og einbeittir þegar það er búið að setja þetta upp í hendurnar á þeim.“ Enn mættu Grindvíkingar þá ekki einbeittir til leiks? „Alveg klárlega ekki. Sérstaklega þegar við fáum svona mark á okkur í byrjun sem var búið að vara þá sérstaklega við. Við verðum að taka ábyrgð á þessu því þetta er ekki nógu gott.“ Andri Rúnar, framherji Grindavíkur, vildi fá vítaspyrnu á lokamínútu leiksins en Óli vildi ekki tjá sig mikið um það. „Ég sá það ekki en það væri svo sem eftir öllu þessa daganna að það hafi farið í höndunum en ég get ekki dæmt um það.“ Hann vill þó meina að ekki vanti mikið upp á en grunnvinnuna verði að laga fyrir komandi átök. „Við spiluðum alveg nógu vel til þess að fá eitthvað út úr þessum leik, það er alveg klárt.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur Ó. - Grindavík 2-1 | Gríðarlega mikilvægur sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Grindavík, 2-1, í 14. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 9. ágúst 2017 22:15 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur Ó. - Grindavík 2-1 | Gríðarlega mikilvægur sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Grindavík, 2-1, í 14. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 9. ágúst 2017 22:15