Körfubolti

Evrópuævintýri drengjanna á enda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Drengirnir mega vera stoltir af sinni frammistöðu.
Drengirnir mega vera stoltir af sinni frammistöðu. mynd/kkí
Eftir magnaða frammistöðu á EM U-20 ára liða kom því miður að því að okkar drengir mættu ofjarli sínum.

Strákarnir spiluðu í dag gegn Ísrael í átta liða úrslitum keppninnar og urðu að sætta sig við tap, 74-54.

Ísrael tók frumkvæðið strax í upphafi og var alltaf skrefi á undan. Í síðari hálfleik náðu Ísraelarnir að hrista íslenska liðið af sér og landa sannfærandi sigri.

Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í íslenska liðinu með 12 stig. Tryggvi tók einnig 14 fráköst.

Kristinn Pálsson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoruðu báðir 10 stig fyrir íslenska liðið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×