Ekki gjaldmiðilsskipti í núverandi ríkisstjórn Sæunn Gísladóttir skrifar 22. júlí 2017 07:00 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. VÍSIR/VILHELM Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir það rétt hjá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að það sé skoðun Benedikts og Viðreisnar að hafna beri krónunni. Það sé hins vegar hlutverk stjórnmálamanna að benda á lausnir við vandamálum. Nýr gjaldmiðill er þó ekki á döfinni. „Ég held að sé mjög ólíklegt að við tökum upp annan gjaldmiðil á tímum þessarar ríkisstjórnar,“ segir Benedikt. „Það er augljóst að það verður ekki breytt um gjaldmiðil nema það eigi sér aðdraganda og aðdragandinn felst meðal annars í því að menn tali um málin.“ Grein Benedikts í Fréttablaðinu á fimmtudaginn þar sem hann ítrekaði afstöðu Viðreisnar um að fundin yrði lausn á gengissveiflum íslensku krónunnar vakti nokkra athygli. Í henni sagði Benedikt Viðreisn hafa verið stofnaða til þess að stuðla að sátt og stöðugleika. Slíkur stöðugleiki náist aldrei nema með stöðugum gjaldmiðli sem standi undir nafni og bjóði upp á svipaða vexti og í nágrannalöndum. „Það sem hefur gerst að undanförnu er að menn sjá miklar sveiflur á gengi krónunnar á stuttum tíma. Það er auðvitað óheppilegt ástand fyrir fyrirtæki. Ég bendi á það að þetta ástand hefur ekki breyst neitt og við þurfum að vera óhrædd að tala um breytingar,“ segir Benedikt. Hann segir að í ríkisstjórnarsáttmálanum standi að flokkarnir vilji finna lausn sem dragi úr sveiflum á gengi krónunnar. „Ég hef sagt að þetta gæti gerst í einhverjum áföngum, fyrst gætum við sett okkur markmið þar sem krónunni yrði leyft að sveiflast innan ákveðins ramma og ramminn svo þrengdur.“ Lausnin gæti að mati Benedikts verið myntráð en jafnvel eitthvað annað. „Við eigum að fá tillögur frá nefnd sem er núna að störfum sem hefur þetta markmið að reyna að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Ef menn koma með aðra lausn sem leiðir til annarrar niðurstöðu þá hef ég mjög mikinn áhuga á því að við nýtum okkur hana. En myntráð er ein lausn sem margar þjóðir hafa nýtt sér.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir það rétt hjá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að það sé skoðun Benedikts og Viðreisnar að hafna beri krónunni. Það sé hins vegar hlutverk stjórnmálamanna að benda á lausnir við vandamálum. Nýr gjaldmiðill er þó ekki á döfinni. „Ég held að sé mjög ólíklegt að við tökum upp annan gjaldmiðil á tímum þessarar ríkisstjórnar,“ segir Benedikt. „Það er augljóst að það verður ekki breytt um gjaldmiðil nema það eigi sér aðdraganda og aðdragandinn felst meðal annars í því að menn tali um málin.“ Grein Benedikts í Fréttablaðinu á fimmtudaginn þar sem hann ítrekaði afstöðu Viðreisnar um að fundin yrði lausn á gengissveiflum íslensku krónunnar vakti nokkra athygli. Í henni sagði Benedikt Viðreisn hafa verið stofnaða til þess að stuðla að sátt og stöðugleika. Slíkur stöðugleiki náist aldrei nema með stöðugum gjaldmiðli sem standi undir nafni og bjóði upp á svipaða vexti og í nágrannalöndum. „Það sem hefur gerst að undanförnu er að menn sjá miklar sveiflur á gengi krónunnar á stuttum tíma. Það er auðvitað óheppilegt ástand fyrir fyrirtæki. Ég bendi á það að þetta ástand hefur ekki breyst neitt og við þurfum að vera óhrædd að tala um breytingar,“ segir Benedikt. Hann segir að í ríkisstjórnarsáttmálanum standi að flokkarnir vilji finna lausn sem dragi úr sveiflum á gengi krónunnar. „Ég hef sagt að þetta gæti gerst í einhverjum áföngum, fyrst gætum við sett okkur markmið þar sem krónunni yrði leyft að sveiflast innan ákveðins ramma og ramminn svo þrengdur.“ Lausnin gæti að mati Benedikts verið myntráð en jafnvel eitthvað annað. „Við eigum að fá tillögur frá nefnd sem er núna að störfum sem hefur þetta markmið að reyna að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Ef menn koma með aðra lausn sem leiðir til annarrar niðurstöðu þá hef ég mjög mikinn áhuga á því að við nýtum okkur hana. En myntráð er ein lausn sem margar þjóðir hafa nýtt sér.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira