Óli Stefán: Í fyrsta sinn sem ég skammast mín fyrir mitt lið Smári Jökull Jónsson skrifar 23. júlí 2017 22:21 Óli Stefán segir sínum mönnum til í kvöld Vísir/Andri Marínó „Hvar skal byrja? Í dag vantaði allt. Grunnvinnan var ekki til staðar, við vorum undir í krafti og baráttu. Það var enginn leiðtogi inni á vellinum, við vorum huglausir og agalausir. Við fórum út úr öllum þeim gildum sem við höfum unnið eftir, það var í raun allt að í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem ég skammast mín fyrir liðið mitt, svo hörmulegt var þetta,“ sagði bálillur þjálfari Grindavíkur, Óli Stefán Flóventsson, eftir 5-0 tap gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í kvöld. Staðan í hálfleik í dag var 1-0 en eftir að Guðjón Baldvinsson skoraði þrennu fyrir Stjörnuna á tólf mínútum snemma í seinni hálfleik var ljóst hverjir myndu taka stigin þrjú í kvöld. „Ég var alls ekki ánægður í fyrri hálfleik með það að vera undir í öllum þessum grunnatriðum. Við ætluðum að bretta upp ermar og mæta þeim, halda í skipulagið og sækja þetta mark. Þegar leikurinn var að renna frá okkur þá misstum við alla stjórn í stað þess að reyna að stöðva blæðinguna. Þetta var ótrúlega vont,“ bætti Óli Stefán við. Fyrsta mark Stjörnunnar kom strax eftir 45 sekúndur og það eftir klafs í teignum þar sem Grindvíkingar vildu meina að brotið hefði verið á Kristijan Jajalo markverði þeirra. „Það sýndist mér klárt brot því Kristijan er með takkaför á lærinu eftir það. En það atriði eitt og sér, ég spái ekki í það núna. Ég er fyrst og fremst brjálaður yfir frammistöðu minna drengja í dag. Ég er brjálaður.“ Grindavík hefur komið öllum á óvart í sumar og var í 2.sæti fyrir leikinn í kvöld. Í síðustu tveimur leikjum hafa þeir hins vegar fengið á sig níu mörk og það án þess að skora og einhverjir sem vilja meina að Grindavíkurblaðran sé sprungin. „Með svona frammistöðu er það bara rétt. Það var ekkert loft i okkur í dag. Við getum ekki bara talað, við þurfum að vinna og vinna og alltaf að gera það. Ef við förum út úr okkar gildum þá eigum við ekkert erindi í þessa deild. Ég vil biðja bara mitt fólk afsökunar sem kom þó að styðja okkur í dag, þetta var til háborinnar skammar,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 5-0 | Guðjón með þrennu í stórsigri Stjörnumanna Stjarnan vann 5-0 stórsigur á spútnikliði Grindavíkur í 12.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Stjarnan lyftir sér þar með upp í 2.sæti deildarinnar og fer uppfyrir Grindvíkinga á markatölu. 23. júlí 2017 23:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
„Hvar skal byrja? Í dag vantaði allt. Grunnvinnan var ekki til staðar, við vorum undir í krafti og baráttu. Það var enginn leiðtogi inni á vellinum, við vorum huglausir og agalausir. Við fórum út úr öllum þeim gildum sem við höfum unnið eftir, það var í raun allt að í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem ég skammast mín fyrir liðið mitt, svo hörmulegt var þetta,“ sagði bálillur þjálfari Grindavíkur, Óli Stefán Flóventsson, eftir 5-0 tap gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í kvöld. Staðan í hálfleik í dag var 1-0 en eftir að Guðjón Baldvinsson skoraði þrennu fyrir Stjörnuna á tólf mínútum snemma í seinni hálfleik var ljóst hverjir myndu taka stigin þrjú í kvöld. „Ég var alls ekki ánægður í fyrri hálfleik með það að vera undir í öllum þessum grunnatriðum. Við ætluðum að bretta upp ermar og mæta þeim, halda í skipulagið og sækja þetta mark. Þegar leikurinn var að renna frá okkur þá misstum við alla stjórn í stað þess að reyna að stöðva blæðinguna. Þetta var ótrúlega vont,“ bætti Óli Stefán við. Fyrsta mark Stjörnunnar kom strax eftir 45 sekúndur og það eftir klafs í teignum þar sem Grindvíkingar vildu meina að brotið hefði verið á Kristijan Jajalo markverði þeirra. „Það sýndist mér klárt brot því Kristijan er með takkaför á lærinu eftir það. En það atriði eitt og sér, ég spái ekki í það núna. Ég er fyrst og fremst brjálaður yfir frammistöðu minna drengja í dag. Ég er brjálaður.“ Grindavík hefur komið öllum á óvart í sumar og var í 2.sæti fyrir leikinn í kvöld. Í síðustu tveimur leikjum hafa þeir hins vegar fengið á sig níu mörk og það án þess að skora og einhverjir sem vilja meina að Grindavíkurblaðran sé sprungin. „Með svona frammistöðu er það bara rétt. Það var ekkert loft i okkur í dag. Við getum ekki bara talað, við þurfum að vinna og vinna og alltaf að gera það. Ef við förum út úr okkar gildum þá eigum við ekkert erindi í þessa deild. Ég vil biðja bara mitt fólk afsökunar sem kom þó að styðja okkur í dag, þetta var til háborinnar skammar,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 5-0 | Guðjón með þrennu í stórsigri Stjörnumanna Stjarnan vann 5-0 stórsigur á spútnikliði Grindavíkur í 12.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Stjarnan lyftir sér þar með upp í 2.sæti deildarinnar og fer uppfyrir Grindvíkinga á markatölu. 23. júlí 2017 23:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 5-0 | Guðjón með þrennu í stórsigri Stjörnumanna Stjarnan vann 5-0 stórsigur á spútnikliði Grindavíkur í 12.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Stjarnan lyftir sér þar með upp í 2.sæti deildarinnar og fer uppfyrir Grindvíkinga á markatölu. 23. júlí 2017 23:00