ESPN segir Tryggva spennandi kost fyrir NBA-lið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júlí 2017 13:57 Tryggvi Snær í leik með íslenska landsliðinu. vísir/ernir Ítarlega er fjallað um Tryggva Snæ Hlinason á heimasíðu ESPN í dag og hann sagður spennandi kostur fyrir NBA-lið. Tryggvi sló nýlega í gegn á EM U-20 í körfubolta þar sem hann var valinn í úrvalslið mótsins. Eins og áður hefur verið fjallað um byrjuðu NBA-spekingar að tjá sig um Tryggva á samfélagsmiðlum en greinilegt er að hann hefur fangað athygli vestanhafs með frammistöðu sinni. Sjá einnig: NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Í viðtalinu, sem má sjá hér, er Tryggvi spurður um bakgrunn sinn en eins og frægt er orðið ólst Tryggvi upp á bóndabænum Svartárkoti í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Í greininni er mikið gert úr því að Tryggvi ólst ekki upp við að leika eftir takta Michael Jordan eða LeBron James, raunar kynntist Tryggvi ekki körfubolta fyrr en hann fluttist til Akureyrar fyrir hálfu fjórða ári síðan. Í dag sé hann framtíð íslensks körfubolta. „Þetta eru aðstæður sem er ekki hægt að útskýra fyrir fólki sem ekki býr á Íslandi eða í þessum landshluta,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem einnig er rætt við í greininni. „Þegar veður er slæmt er í raun ekki hægt að komast þangað eða frá því. Maður er bara fastur þarna. Þetta er einstök saga.“ Tryggvi Snær samdi nýlega við Valencia, gamla félag Jóns Arnórs, en það er spurning hvort að frammistaða hans á EM hafi gert það að verkum að stórlið í Bandaríkjunum muni koma kallandi. „Hann er óslípaður demantur. Honum eru engin takmörk sett,“ sagði Jón Arnór. Fram kemur í greininni að Tryggvi Snær hafi skilað tölum á mótinu sem sjaldan hafi sést hjá miðherja á EM U-20 í körfubolta. Tryggvi Snær var með 14 fráköst, þrjú varin skot og tvær stoðsendingar í leik. Aðrir miðherjar sem hafa skilað álíka tölum eru Andris Biedrins og Anzejs Pasecniks sem báðir hafa spilað í NBA-deildinni.Smelltu hér til að lesa ítarlega umfjöllun um Tryggva Snæ á vefsíðu ESPN. Íslenski körfuboltinn NBA Tengdar fréttir Tryggvi í úrvalsliði EM Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta. 23. júlí 2017 21:03 Evrópuævintýri drengjanna á enda Eftir magnaða frammistöðu á EM U-20 ára liða kom því miður að því að okkar drengir mættu ofjarli sínum. 20. júlí 2017 13:15 NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum. 19. júlí 2017 16:00 Tap á móti Serbum á Evrópumóti U20 liða í körfubolta Íslenska U20 ára landsliðið í körfubolta tapaði gegn Serbíu 71-89 í Grikklandi í kvöld. 22. júlí 2017 20:30 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Ítarlega er fjallað um Tryggva Snæ Hlinason á heimasíðu ESPN í dag og hann sagður spennandi kostur fyrir NBA-lið. Tryggvi sló nýlega í gegn á EM U-20 í körfubolta þar sem hann var valinn í úrvalslið mótsins. Eins og áður hefur verið fjallað um byrjuðu NBA-spekingar að tjá sig um Tryggva á samfélagsmiðlum en greinilegt er að hann hefur fangað athygli vestanhafs með frammistöðu sinni. Sjá einnig: NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Í viðtalinu, sem má sjá hér, er Tryggvi spurður um bakgrunn sinn en eins og frægt er orðið ólst Tryggvi upp á bóndabænum Svartárkoti í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Í greininni er mikið gert úr því að Tryggvi ólst ekki upp við að leika eftir takta Michael Jordan eða LeBron James, raunar kynntist Tryggvi ekki körfubolta fyrr en hann fluttist til Akureyrar fyrir hálfu fjórða ári síðan. Í dag sé hann framtíð íslensks körfubolta. „Þetta eru aðstæður sem er ekki hægt að útskýra fyrir fólki sem ekki býr á Íslandi eða í þessum landshluta,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem einnig er rætt við í greininni. „Þegar veður er slæmt er í raun ekki hægt að komast þangað eða frá því. Maður er bara fastur þarna. Þetta er einstök saga.“ Tryggvi Snær samdi nýlega við Valencia, gamla félag Jóns Arnórs, en það er spurning hvort að frammistaða hans á EM hafi gert það að verkum að stórlið í Bandaríkjunum muni koma kallandi. „Hann er óslípaður demantur. Honum eru engin takmörk sett,“ sagði Jón Arnór. Fram kemur í greininni að Tryggvi Snær hafi skilað tölum á mótinu sem sjaldan hafi sést hjá miðherja á EM U-20 í körfubolta. Tryggvi Snær var með 14 fráköst, þrjú varin skot og tvær stoðsendingar í leik. Aðrir miðherjar sem hafa skilað álíka tölum eru Andris Biedrins og Anzejs Pasecniks sem báðir hafa spilað í NBA-deildinni.Smelltu hér til að lesa ítarlega umfjöllun um Tryggva Snæ á vefsíðu ESPN.
Íslenski körfuboltinn NBA Tengdar fréttir Tryggvi í úrvalsliði EM Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta. 23. júlí 2017 21:03 Evrópuævintýri drengjanna á enda Eftir magnaða frammistöðu á EM U-20 ára liða kom því miður að því að okkar drengir mættu ofjarli sínum. 20. júlí 2017 13:15 NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum. 19. júlí 2017 16:00 Tap á móti Serbum á Evrópumóti U20 liða í körfubolta Íslenska U20 ára landsliðið í körfubolta tapaði gegn Serbíu 71-89 í Grikklandi í kvöld. 22. júlí 2017 20:30 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Tryggvi í úrvalsliði EM Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta. 23. júlí 2017 21:03
Evrópuævintýri drengjanna á enda Eftir magnaða frammistöðu á EM U-20 ára liða kom því miður að því að okkar drengir mættu ofjarli sínum. 20. júlí 2017 13:15
NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum. 19. júlí 2017 16:00
Tap á móti Serbum á Evrópumóti U20 liða í körfubolta Íslenska U20 ára landsliðið í körfubolta tapaði gegn Serbíu 71-89 í Grikklandi í kvöld. 22. júlí 2017 20:30