Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2017 08:30 Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði refsiaðgerðirnar herða á skrúfunum gegn á helstu andstæðingum Bandaríkjanna. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml segja að hertar refsiaðgerðir Bandaríkjamanna geri út um möguleikann á að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf og torvelda samstarf í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bandarískir þingmenn samþykktu hertar refsiaðgerðir vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í gær. Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn hans sé kominn á fremsta hlunn með að svara refsiaðgerðunum í sömu mynt. Kremlverjar telji refsiaðgerðirnar fjandsamlegar og þeir séu þreyttir á að sýna yfirvegun, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Þá segir Franz Klintsevitsj, áhrifamikill öldungadeildarþingmaður í Rússlandi, að samstarf Bandaríkjamanna og Rússa í baráttunni gegn hryðjuverkum verði flóknara og jafnvel ómögulegt.Trump þarf samþykki þingsins til að afnema refsiaðgerðirnarYfirgnæfandi meirihluti bandarískra fulltrúadeildarþingmanna samþykkti að herða refsiaðgerðirnar í gær. Þær voru upphaflega settar á til að refsa rússneskum stjórnvöldum vegna innlimunar þeirra á Krímskaga í Úkraínu og síðar fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Refsiaðgerðirnar beinast að háttsettum rússneskum embættismönnum og setja skilyrði og takmarkanir á viðskipti við rússnesk fyrirtæki.Sjá einnig:Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Donald Trump forseti, sem hefur sagst vilja bæta samskipti við Rússland, er sagður sérlega ósáttur við að frumvarpið sem þingmennirnir samþykktu kveði á um að hann þurfi samþykki þingsins til að nema refsiaðgerðirnar úr gildi. Öldungadeild Bandaríkjaþings á enn eftir að samþykkja refsiaðgerðirnar áður en þær verða sendar Trump til undirskriftar. Óvíst er hvort að Trump muni beita neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögunm, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Frumvarpið felur einnig í sért hertar aðgerðir gegn Írönum og Norður-Kóreumönnum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml segja að hertar refsiaðgerðir Bandaríkjamanna geri út um möguleikann á að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf og torvelda samstarf í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bandarískir þingmenn samþykktu hertar refsiaðgerðir vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í gær. Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn hans sé kominn á fremsta hlunn með að svara refsiaðgerðunum í sömu mynt. Kremlverjar telji refsiaðgerðirnar fjandsamlegar og þeir séu þreyttir á að sýna yfirvegun, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Þá segir Franz Klintsevitsj, áhrifamikill öldungadeildarþingmaður í Rússlandi, að samstarf Bandaríkjamanna og Rússa í baráttunni gegn hryðjuverkum verði flóknara og jafnvel ómögulegt.Trump þarf samþykki þingsins til að afnema refsiaðgerðirnarYfirgnæfandi meirihluti bandarískra fulltrúadeildarþingmanna samþykkti að herða refsiaðgerðirnar í gær. Þær voru upphaflega settar á til að refsa rússneskum stjórnvöldum vegna innlimunar þeirra á Krímskaga í Úkraínu og síðar fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Refsiaðgerðirnar beinast að háttsettum rússneskum embættismönnum og setja skilyrði og takmarkanir á viðskipti við rússnesk fyrirtæki.Sjá einnig:Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Donald Trump forseti, sem hefur sagst vilja bæta samskipti við Rússland, er sagður sérlega ósáttur við að frumvarpið sem þingmennirnir samþykktu kveði á um að hann þurfi samþykki þingsins til að nema refsiaðgerðirnar úr gildi. Öldungadeild Bandaríkjaþings á enn eftir að samþykkja refsiaðgerðirnar áður en þær verða sendar Trump til undirskriftar. Óvíst er hvort að Trump muni beita neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögunm, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Frumvarpið felur einnig í sért hertar aðgerðir gegn Írönum og Norður-Kóreumönnum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira