Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2017 12:12 Trump og Sessions þegar allt lék í lyndi. Vísir/AFP Sögur um að Donald Trump Bandaríkjaforseti láti Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, taka poka sinn ganga enn fjöllunum hærra. Nú er forsetinn sagður íhuga að nýta sér þinghlé til að komast hjá því að þurfa samþykki þingheims fyrir skipan eftirmanns Sessions. Trump hefur verið bálreiður Sessions undanfarið. Hann er sagður kenna dómsmálaráðherranum um að sérstakur rannsakandi hafi verið settur yfir rannsókn á meintum tengslum bandamanna hans við Rússa. Sessions sagði sig frá rannsókn þeirra mála. Forsetinn hefur keppst við að gagnrýna Sessions í viðtölum og á Twitter. Hefur hann gagnrýnt ráðherrann fyrir að rannsaka ekki meinta glæpi Hillary Clinton, keppinautar hans í forsetakosningunum í fyrra.Hugsar upphátt um leiðir til að losna við SessionsNú hefur Washington Post eftir ónafngreindum heimildamönnum í Hvíta húsinu að Trump hafi rætt við nánustu ráðgjafa sína um möguleikann á að setja nýjan dómsmálaráðherra í embætti á meðan Bandaríkjaþing fer í sumarfrí ef Sessions lætur af embætti. Heimildamennirnir lýsa umræðunum þó þannig að Trump sé að hugsa upphátt frekar en að hann hafi nokkra mótaða stefnu um framtíð dómsmálaráðherrans. Trump er jafnframt sagður kjósa heldur að Sessions fari sjálfviljugur en að hann neyðist til að reka hann sjálfur. Ráðgjafar forsetans hafa varað hann sterklega við því að reka dómsmálaráðherrann vegna pólitískra afleiðinga þess.Stephen Bannon (t.v.) og Reince Priebus (t.h.) hafa varað yfirmann sinn við því að reka sérstakan rannsakanda á Rússatengslum framboðs Trump.Vísir/AFPRepúblikanar komu í veg fyrir að Obama nýtti þinghléBandaríkjaforseti hefur lagaheimild til að fylla lausar stöður í ríkisstjórninni tímabundið á meðan þingheimur er fjarri góðu gamni. Ef Trump myndi skipa nýjan dómsmálaráðherra þegar þingið fer í frí í ágúst þá gæti eftirmaður Sessions setið til áramóta án þess að þingmenn þyrftu að staðfesta skipan hans áður. Þegar Barack Obama, fyrrverandi forseti, hugðist nýta sér lagaákvæðið til að fylla stöður sem repúblikanar höfðu neitað að staðfesta tilnefningar hans í hélt Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, þinginu starfandi formlega, jafnvel þó að þingmenn væru farnir heim í frí. Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti síðar að skipan Obama á embættismönnum í þinghléinu hefði ekki staðist lög. Demókratar hafa þegar lýst því yfir að þeir muni tefja mál í þinginu til þess að koma í veg fyrir að þingi verði formlega slitið þegar til stendur að það fari í frí í næsta mánuði. Hluti af ástæðunni er að koma í veg fyrir að Trump geti neytt þeirrar leiðar til að skipa nýjan dómsmálaráðherra. Vangaveltur hafa verið uppi um að brotthvarf Sessions úr stól dómsmálaráðherra yrði fyrsta skrefið í átt að því að Trump reki Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á Rússatengslunum. Ráðgjafar Trump, þar á meðal Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, og Stephen Bannon, aðalráðgjafi Trump, eru sagðir leggjast eindregið gegn því að forsetinn reki Mueller. Pólitískar afleiðingar þess yrðu hræðilegar að þeirra mati, að sögn Washington Post. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Sögur um að Donald Trump Bandaríkjaforseti láti Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, taka poka sinn ganga enn fjöllunum hærra. Nú er forsetinn sagður íhuga að nýta sér þinghlé til að komast hjá því að þurfa samþykki þingheims fyrir skipan eftirmanns Sessions. Trump hefur verið bálreiður Sessions undanfarið. Hann er sagður kenna dómsmálaráðherranum um að sérstakur rannsakandi hafi verið settur yfir rannsókn á meintum tengslum bandamanna hans við Rússa. Sessions sagði sig frá rannsókn þeirra mála. Forsetinn hefur keppst við að gagnrýna Sessions í viðtölum og á Twitter. Hefur hann gagnrýnt ráðherrann fyrir að rannsaka ekki meinta glæpi Hillary Clinton, keppinautar hans í forsetakosningunum í fyrra.Hugsar upphátt um leiðir til að losna við SessionsNú hefur Washington Post eftir ónafngreindum heimildamönnum í Hvíta húsinu að Trump hafi rætt við nánustu ráðgjafa sína um möguleikann á að setja nýjan dómsmálaráðherra í embætti á meðan Bandaríkjaþing fer í sumarfrí ef Sessions lætur af embætti. Heimildamennirnir lýsa umræðunum þó þannig að Trump sé að hugsa upphátt frekar en að hann hafi nokkra mótaða stefnu um framtíð dómsmálaráðherrans. Trump er jafnframt sagður kjósa heldur að Sessions fari sjálfviljugur en að hann neyðist til að reka hann sjálfur. Ráðgjafar forsetans hafa varað hann sterklega við því að reka dómsmálaráðherrann vegna pólitískra afleiðinga þess.Stephen Bannon (t.v.) og Reince Priebus (t.h.) hafa varað yfirmann sinn við því að reka sérstakan rannsakanda á Rússatengslum framboðs Trump.Vísir/AFPRepúblikanar komu í veg fyrir að Obama nýtti þinghléBandaríkjaforseti hefur lagaheimild til að fylla lausar stöður í ríkisstjórninni tímabundið á meðan þingheimur er fjarri góðu gamni. Ef Trump myndi skipa nýjan dómsmálaráðherra þegar þingið fer í frí í ágúst þá gæti eftirmaður Sessions setið til áramóta án þess að þingmenn þyrftu að staðfesta skipan hans áður. Þegar Barack Obama, fyrrverandi forseti, hugðist nýta sér lagaákvæðið til að fylla stöður sem repúblikanar höfðu neitað að staðfesta tilnefningar hans í hélt Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, þinginu starfandi formlega, jafnvel þó að þingmenn væru farnir heim í frí. Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti síðar að skipan Obama á embættismönnum í þinghléinu hefði ekki staðist lög. Demókratar hafa þegar lýst því yfir að þeir muni tefja mál í þinginu til þess að koma í veg fyrir að þingi verði formlega slitið þegar til stendur að það fari í frí í næsta mánuði. Hluti af ástæðunni er að koma í veg fyrir að Trump geti neytt þeirrar leiðar til að skipa nýjan dómsmálaráðherra. Vangaveltur hafa verið uppi um að brotthvarf Sessions úr stól dómsmálaráðherra yrði fyrsta skrefið í átt að því að Trump reki Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á Rússatengslunum. Ráðgjafar Trump, þar á meðal Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, og Stephen Bannon, aðalráðgjafi Trump, eru sagðir leggjast eindregið gegn því að forsetinn reki Mueller. Pólitískar afleiðingar þess yrðu hræðilegar að þeirra mati, að sögn Washington Post.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00 Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Væringar í Washington Fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta hefur sagt af sér. Hann var ósáttur við skipan nýs samskiptastjóra. Tveir lögfræðingar Bandaríkjaforseta eru einnig hættir. 22. júlí 2017 07:00
Trump reiður dómsmálaráðherra sínum Segist sjá eftir því að hafa skipað Jeff Sessions í embætti eftir að hann sagði sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 20. júlí 2017 09:00
Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18
Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent