Körfubolti

Annar sigur Íslands í röð á Evrópumóti U18 ára í körfubolta

Elías Orri Njarðarson skrifar
Lið Íslands sem keppir á Evrópumóti U18 í körfubolta
Lið Íslands sem keppir á Evrópumóti U18 í körfubolta mynd/heimasíða kkí
Drengjalandslið Íslands í körfubolta, skipað leikmönnum yngri en 18 ára, sigruðu Ungverjaland 72-74, á Evrópumóti U18 ára liða í körfubolta í dag.

Ísland leikur í B-riðli á mótinu og er með Búlgaríu, Georgíu, Hvíta-Rússlandi, Króatíu og Ungverjalandi í riðli.

Ísland byrjaði leikinn á móti Ungverjalandi af miklum krafti og þegar að fyrsta leikhluta var lokið var staðan 9-15 Íslandi í vil.

Ungverjar bitu frá sér í öðrum leikhlutanum og var staðan í hálfleik 34-35 Íslandi í vil.

Leikurinn hélt áfram að vera mjög spennandi en þegar að þriðja leikhluta lauk var staðan 55-56 fyrir Ísland.

Fjórði leikhluti var eins spennandi og hinir en leikurinn endaði með tveggja stiga sigri Íslands, 72-74.

Sigvaldi Eggertsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 18 stig en hann tók einnig 4 fráköst. Hilmar Henningsson og Arnór Sveinsson skoruðu báðir 10 stig fyrir Ísland í leiknum.

Hjá Ungverjum var það A. Dancsecs stigahæstur með 20 stig.

Ísland vann Georgíu örugglega í gær 92-79 en Ísland hefur unnið báða leiki sína á mótinu og sitja í 3.sæti riðilsins með 4 stig ásamt Hvít-Rússum og Króötum.

Næsti leikur Íslands er á morgun á móti Hvíta-Rússlandi og hefst hann klukkan 17:30.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×