Innlent

Sameiningaferli á Snæfellsnesi að komast á fullan skrið

Gissur Sigurðsson skrifar
Samameiningaferli þriggja sveitarfélaga á norðanverðu Snæfellsnesi er að komast á fullan skrið og er stefnt að íbúakosningu í desember. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Stykkishólmur, Helgafellssveit og Grundarfjörður, með samtals liðlega tvö þúsund íbúa.

Nýverið var gerð netkönnun meðal íbúa þar sem meirihluti reyndist fyrir sameiningu. Hilmar Hallvarðsson formaður sameiningarnefndar, segir að nú taki við íbúafundir um sameninguna í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Þar verður farið yfir málaflokkanna og hvernig stjórnsýslan muni koma til með að verða.

Blásið verður til fyrstu fundanna eftir sumarfrí bæjarbúa sem Hilmar gerir ráð fyrir að verði í ágúst.

Síðan munu sveitarstjórnir fjalla um málið, hver fyrir sig og í framhaldi af því má búast við því að ákvörðun verði tekin um hvort boða skuli til kosninga um sameiningu. Hilmar áætlar að hún geti farið fram í fyrstu vikunni í desember.

Hann segir ávinninginn af sameiningu vera margvíslegan, þá ekki hvað síst í stjórnsýslunni.

„Við erum í sameiningu að vinna að ýmsum málum og til að stytta boðleiðirnar og einfalda hlutina þá er heppilegast að þetta sé undir einni stjórnsýslu,“ segir Hilmar Hallvarðsson formaðurn sameiningarnefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×