Svaraðu nú Benedikt Bjarnheiður Hallsdóttir og Pétur Óskarsson skrifar 13. júlí 2017 07:00 Opið bréf til Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra. Hæstvirtur ráðherra. Við sem þessi orð ritum rekum ferðaheildsölufyrirtæki í Þýskalandi sem sérhæfir sig í ferðum til Íslands og ferðaskrifstofu á Íslandi, sem skipuleggur bæði hóp- og einstaklingsferðir fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Þessa dagana sitjum við við það verkefni að verðleggja þjónustu okkar fyrir árið 2018. Við erum frekar seint á ferðinni með þetta, höfum dregið þetta verkefni á langinn. Enda er það óvenju flókið og þó höfum við séð ýmislegt á þeim aldarfjórðungi sem við höfum starfað við þetta. Ástæðan fyrir því eru óvissuþættir í rekstrarumhverfinu sem við störfum í. Einkum og sér í lagi er þar um að ræða ofursterkt gengi krónunnar, sem þvingar okkur til að hækka verð á milli ára um tugi prósenta. En eins og það væri ekki nóg, þá hanga fyrirætlanir þínar og ríkisstjórnarinnar um að færa ferðaþjónustuna upp í efsta þrep virðisaukaskattsins þann 1. júlí 2018 eins og fallöxi yfir greininni. Hvað sem mönnum kann að finnast um þessa fyrirhuguðu hækkun, þá er það auðvitað óásættanlegt með öllu að ekki sé búið að útkljá þetta mál, nú þegar ferðaþjónustan þarf að ganga frá sínum samningum fyrir næsta ár. Við vitum ekki hvað þú þekkir vel til starfsumhverfis alþjóðlegrar ferðaþjónustu – en kaupin gerast þannig á eyrinni, að það þarf að fastsetja verð langt fram í tímann. Verðhækkunum vegna skattahækkana á einstökum áfangastöðum er samkvæmt evrópskum neytendaverndarlögum EKKI hægt að velta út í verðlag á alferðum eftir á. Enginn þingmaður eða ráðherra í ríkisstjórninni hefur tekið undir þessa hugmynd þína að hækka virðisaukaskattinn á miðju árinu 2018, þú ert einn eftir sem ekki hefur dregið í land í þessu máli. Nú þarft þú að svara okkur, svara okkur skýrt og þannig að við getum treyst orðum þínum.Höfundar eru eigendur Katla Travel og Katla DMI. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Opið bréf til Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra. Hæstvirtur ráðherra. Við sem þessi orð ritum rekum ferðaheildsölufyrirtæki í Þýskalandi sem sérhæfir sig í ferðum til Íslands og ferðaskrifstofu á Íslandi, sem skipuleggur bæði hóp- og einstaklingsferðir fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Þessa dagana sitjum við við það verkefni að verðleggja þjónustu okkar fyrir árið 2018. Við erum frekar seint á ferðinni með þetta, höfum dregið þetta verkefni á langinn. Enda er það óvenju flókið og þó höfum við séð ýmislegt á þeim aldarfjórðungi sem við höfum starfað við þetta. Ástæðan fyrir því eru óvissuþættir í rekstrarumhverfinu sem við störfum í. Einkum og sér í lagi er þar um að ræða ofursterkt gengi krónunnar, sem þvingar okkur til að hækka verð á milli ára um tugi prósenta. En eins og það væri ekki nóg, þá hanga fyrirætlanir þínar og ríkisstjórnarinnar um að færa ferðaþjónustuna upp í efsta þrep virðisaukaskattsins þann 1. júlí 2018 eins og fallöxi yfir greininni. Hvað sem mönnum kann að finnast um þessa fyrirhuguðu hækkun, þá er það auðvitað óásættanlegt með öllu að ekki sé búið að útkljá þetta mál, nú þegar ferðaþjónustan þarf að ganga frá sínum samningum fyrir næsta ár. Við vitum ekki hvað þú þekkir vel til starfsumhverfis alþjóðlegrar ferðaþjónustu – en kaupin gerast þannig á eyrinni, að það þarf að fastsetja verð langt fram í tímann. Verðhækkunum vegna skattahækkana á einstökum áfangastöðum er samkvæmt evrópskum neytendaverndarlögum EKKI hægt að velta út í verðlag á alferðum eftir á. Enginn þingmaður eða ráðherra í ríkisstjórninni hefur tekið undir þessa hugmynd þína að hækka virðisaukaskattinn á miðju árinu 2018, þú ert einn eftir sem ekki hefur dregið í land í þessu máli. Nú þarft þú að svara okkur, svara okkur skýrt og þannig að við getum treyst orðum þínum.Höfundar eru eigendur Katla Travel og Katla DMI.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun