Íslensk verslun í alþjóðlegu umhverfi Andrés Magnússon skrifar 13. júlí 2017 12:29 Verslun á Íslandi hefur óumdeilanlega búið við mikla erlenda samkeppni í gegn um tíðina, enda þekkt að stór hluti af ferðum Íslendinga til útlanda eru gagngert farnar til þess að kaupa ýmis konar varning. Þessa mánuðina er landinn einmitt að slá metið í ferðalögum en á fyrri hluta þessa árs innrituðu 290 þúsund Íslendingar sig í flug út í heim frá Keflavíkurflugvelli.Nýjar áskoranirBurtséð frá þessu horfist íslensk verslun nú í augu við nýjar og meiri áskoranir en áður þekkist. Annars vegar hlýtur koma tveggja alþjóðlegra stórfyrirtækja, sem þegar hafa tekið ákvörðun um að halda innreið sína inn á hinn litla íslenska smásölumarkað, óhjákvæmilega breyta því starfsumhverfi sem greinin hefur búið við. Hins vegar er eðli verslunar sem slíkrar að breytast með þeim hætti að stærri og stærri hluti hennar fer fram á netinu, þar sem neytendur hafa val um að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja hvar sem er í heiminum. Þróun þessi er mjög hröð um þessar mundir og allt eins líklegt að verslun eins og við þekkjum hana í dag muni ganga í gegn um meiri breytingar á næstu fimm árum en nokkru sinni fyrr.Starfsumhverfið hefur breyst til batnaðar, en...Stór skref hafa verið stigin á undanförnum árum til að gera starfsumhverfi íslenskrar verslunar sem líkast því sem það er í samanburðarlöndunum. Þar stóð síðasta ríkisstjórn vel að verki. Þar vegur þyngst afnám almennra vörugjalda og afnám tolla á öðrum vörum en ýmsum tegundum landbúnaðarvara. Og þar liggur einmitt hundurinn grafinn. Niðurfelling tolla hefur ekki náð til þeirra landbúnaðarvara sem mestu skipta og verða íslenskir neytendur því að óbreyttu áfram að sætta sig við að kaupa þessa nauðsynjavöru á mun hærra verði en neytendur í flestum nágrannalöndum okkar. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta einmitt sá stóri munur sem enn er á starfsumhverfi íslenskrar verslunar og verslunar í samanburðarlöndunum.Ávinningurinn skili sér til neytendaAllt bendir til þess að núverandi stjórnvöld hafi vilja til að jafna þann aðstöðumun sem íslensk verslun býr enn við að þessu leyti, neytendum til hagsbóta. Fyrri hluta næsta árs kemur til framkvæmda nýr samningur íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins, sem m.a. fjallar um aukinn tollfrjálsan innflutning landbúnaðarvara til landsins. Það skiptir öllu máli að neytendur fái notið ábatans af þeim samningi til hins ýtrasta. Rangar og villandi fullyrðingarÞví miður er það svo að ýmsir stjórnmálamenn sjá sér enn hag í því að tortryggja verslunina og sumir þeirra hafa haldið því blákalt fram að skattkerfisbreytingar síðustu ára hafi ekki skilað sér til neytenda. Slíkt er firra eins og ítrekað hefur verið sýnt fram á undanförnum mánuðum og misserum. Verra er þó þegar þessir sömu stjórnmálamenn halda því fram að felldir hafi verið niður tollar af landbúnaðarvörum, án þess að innistæða sé fyrir slíkum fullyrðingum. Það hlýtur að vera hægt að gera kröfu um að ekki sé farið rangt með staðreyndir, ekki síst hjá þeim sem besta þekkinguna eiga að hafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Verslun á Íslandi hefur óumdeilanlega búið við mikla erlenda samkeppni í gegn um tíðina, enda þekkt að stór hluti af ferðum Íslendinga til útlanda eru gagngert farnar til þess að kaupa ýmis konar varning. Þessa mánuðina er landinn einmitt að slá metið í ferðalögum en á fyrri hluta þessa árs innrituðu 290 þúsund Íslendingar sig í flug út í heim frá Keflavíkurflugvelli.Nýjar áskoranirBurtséð frá þessu horfist íslensk verslun nú í augu við nýjar og meiri áskoranir en áður þekkist. Annars vegar hlýtur koma tveggja alþjóðlegra stórfyrirtækja, sem þegar hafa tekið ákvörðun um að halda innreið sína inn á hinn litla íslenska smásölumarkað, óhjákvæmilega breyta því starfsumhverfi sem greinin hefur búið við. Hins vegar er eðli verslunar sem slíkrar að breytast með þeim hætti að stærri og stærri hluti hennar fer fram á netinu, þar sem neytendur hafa val um að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja hvar sem er í heiminum. Þróun þessi er mjög hröð um þessar mundir og allt eins líklegt að verslun eins og við þekkjum hana í dag muni ganga í gegn um meiri breytingar á næstu fimm árum en nokkru sinni fyrr.Starfsumhverfið hefur breyst til batnaðar, en...Stór skref hafa verið stigin á undanförnum árum til að gera starfsumhverfi íslenskrar verslunar sem líkast því sem það er í samanburðarlöndunum. Þar stóð síðasta ríkisstjórn vel að verki. Þar vegur þyngst afnám almennra vörugjalda og afnám tolla á öðrum vörum en ýmsum tegundum landbúnaðarvara. Og þar liggur einmitt hundurinn grafinn. Niðurfelling tolla hefur ekki náð til þeirra landbúnaðarvara sem mestu skipta og verða íslenskir neytendur því að óbreyttu áfram að sætta sig við að kaupa þessa nauðsynjavöru á mun hærra verði en neytendur í flestum nágrannalöndum okkar. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta einmitt sá stóri munur sem enn er á starfsumhverfi íslenskrar verslunar og verslunar í samanburðarlöndunum.Ávinningurinn skili sér til neytendaAllt bendir til þess að núverandi stjórnvöld hafi vilja til að jafna þann aðstöðumun sem íslensk verslun býr enn við að þessu leyti, neytendum til hagsbóta. Fyrri hluta næsta árs kemur til framkvæmda nýr samningur íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins, sem m.a. fjallar um aukinn tollfrjálsan innflutning landbúnaðarvara til landsins. Það skiptir öllu máli að neytendur fái notið ábatans af þeim samningi til hins ýtrasta. Rangar og villandi fullyrðingarÞví miður er það svo að ýmsir stjórnmálamenn sjá sér enn hag í því að tortryggja verslunina og sumir þeirra hafa haldið því blákalt fram að skattkerfisbreytingar síðustu ára hafi ekki skilað sér til neytenda. Slíkt er firra eins og ítrekað hefur verið sýnt fram á undanförnum mánuðum og misserum. Verra er þó þegar þessir sömu stjórnmálamenn halda því fram að felldir hafi verið niður tollar af landbúnaðarvörum, án þess að innistæða sé fyrir slíkum fullyrðingum. Það hlýtur að vera hægt að gera kröfu um að ekki sé farið rangt með staðreyndir, ekki síst hjá þeim sem besta þekkinguna eiga að hafa.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun