Gjaldþrot geðheilbrigðismála Sævar Þór Jónsson skrifar 14. júlí 2017 11:07 Í stöfum mínum sem lögmaður, og þá einkum sem lögráðamaður einstaklinga sem eiga við andleg veikindi að stríða, hef ég ítrekað rekið mig á algjört úrræðaleysi heilbrigðisyfirvalda sérstaklega í þeim tilvikum þegar þessir einstaklingar eru í neyslu. Oftar en ekki hafa þessir sömu einstaklingar brennt allar brýr að baki sér vegna neyslu og geðrænna kvilla sem oft er fylgikvilli ofneyslu vímuefna. Þá eru þessi sömu einstaklingar komnir á götuna og engin úrræði fyrir þá hvað t.d. húsnæðismál varðar. Það eru jú til ýmis vistunarúrræði en engin eða fá langtímaúrræði t.d. í húsnæðismálum. Þá eru fáu meðferðarúrræði sem eru á boðstólum ekki nægileg hnitmiðuð hvað varðar sérþarfir þessara einstaklinga en oftar en ekki þurfa bæði meðferðarúrræðin og vistunarúrræðin að haldast í hendur sérstaklega þegar um ræðir einstaklinga sem eiga bæði við alvarlega geðræna kvilla að stríða og langa neyslusögu.Fjársvelti virðist ráða ferðinni Eins og svo margt í okkar kerfum og þá sérstaklega í heilbrigðismálum virðist fjársvelti ráða ferðinni og úrræði og úrlausnir taka mið af því þrátt fyrir að vandinn sé mikill. Svo virðist sem kerfið gangi út á það að fjölskylda eða góðgerðasamtök taki að sér bæði að vista þessa einstaklinga og að finna þeim einhver úrræði. Getuleysið er algjört og dæmi um þetta eru mál sem hafa komið inn á borð hjá mér þar sem einstaklingar hafa verið vistaðir á geðdeildum tímabundið eftir t.d. sjálfsvígstilraunir meðan þeir voru í langvarandi neyslu og sleppt út án nokkurrar eftirfylgni. Þetta hefur sett mikið álag á aðstandendur sem oftar en ekki eru orðnir sjúklingar sjálfir og úrræðalausir. Þá hafa komið upp tilvik þar sem umræddir einstaklingar hafa komið út úr skammvinnu innígripi þessa ráðþrota kerfis og innan fárra daga svipt sig lífi. Það kann að vera að þessi málaflokkur er sé ekki tískumálaflokkur hjá stjórnmálamönnum en það er orðið mikilvægt að koma umræðunni af stað og fara að taka á þessum málum með öðrum hætti en að skera niður í kerfinu. Þá þarf félagslega kerfið einnig að vinna í að finna nýjar lausnir innan geðheilbrigðiskerfisins.Endurskoða þarf úrræði hjá borginni Einnig eru úrræði hjá borginni hvað varðar húsnæðismál sem þarf að endurskoða en borgin hefur t.d. rekið húsnæði fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista sem eru á götunni. Þar er þeim gefið færi á að leita sér húsaskjóls eða sækja sér önnur úrræði í húsnæðismálum, þeir fá svo bætur greiddar en í þessu kerfi er að finna einstaklinga sem frekar ætti að ýta í meðferðarúrræði sem taka meira mið að því að hjálpa þeim í að ná bata í sinni fíkn. Nærtækara væri að tengja vistunarúrræði og greiðslur við það að þeir væru í meðferð hjá viðeigandi stofnun og þá væru fyrir hendi úrræði sem tækju mið af því að þessi einstaklingar væru með fjölþættan vanda í sinni neyslu.Úrræði og greiðslur án skilyrða fásinna Það að útbúa vistunarúrræði og greiðslur úr félagslega kerfinu án skilyrða um að þessir sömu einstaklingar séu í meðferðarúrræðum er að mínum mati fásinna og eitt dæmi um getuleysi kerfisins í þessum málaflokki. Þá eru langvarandi fjársvelti í geðheilbrigðismálum og meðferðamálum ekki vísir að góðri framtíð í þessum málaflokki sérstaklega þegar neyslu vímuefna er að aukast, t.d. á svokölluðum harðari efnum. Þá má einnig segja að réttarvörslukerfið þurfum einnig að taka breytingum þar sem einstaklingar sem brjóta af sér í neyslu sé frekar settir í úrræði sem taka mið að því að hjálpa þeim að hætta neyslu en ekki að refsa þeim eingöngu. Það er viða pottur brotin þegar kemur að þessum málaflokki en þetta hangir jú allt saman og einstaklingar með fjölþættan vanda þurfa fjölþætt úrræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sævar Þór Jónsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í stöfum mínum sem lögmaður, og þá einkum sem lögráðamaður einstaklinga sem eiga við andleg veikindi að stríða, hef ég ítrekað rekið mig á algjört úrræðaleysi heilbrigðisyfirvalda sérstaklega í þeim tilvikum þegar þessir einstaklingar eru í neyslu. Oftar en ekki hafa þessir sömu einstaklingar brennt allar brýr að baki sér vegna neyslu og geðrænna kvilla sem oft er fylgikvilli ofneyslu vímuefna. Þá eru þessi sömu einstaklingar komnir á götuna og engin úrræði fyrir þá hvað t.d. húsnæðismál varðar. Það eru jú til ýmis vistunarúrræði en engin eða fá langtímaúrræði t.d. í húsnæðismálum. Þá eru fáu meðferðarúrræði sem eru á boðstólum ekki nægileg hnitmiðuð hvað varðar sérþarfir þessara einstaklinga en oftar en ekki þurfa bæði meðferðarúrræðin og vistunarúrræðin að haldast í hendur sérstaklega þegar um ræðir einstaklinga sem eiga bæði við alvarlega geðræna kvilla að stríða og langa neyslusögu.Fjársvelti virðist ráða ferðinni Eins og svo margt í okkar kerfum og þá sérstaklega í heilbrigðismálum virðist fjársvelti ráða ferðinni og úrræði og úrlausnir taka mið af því þrátt fyrir að vandinn sé mikill. Svo virðist sem kerfið gangi út á það að fjölskylda eða góðgerðasamtök taki að sér bæði að vista þessa einstaklinga og að finna þeim einhver úrræði. Getuleysið er algjört og dæmi um þetta eru mál sem hafa komið inn á borð hjá mér þar sem einstaklingar hafa verið vistaðir á geðdeildum tímabundið eftir t.d. sjálfsvígstilraunir meðan þeir voru í langvarandi neyslu og sleppt út án nokkurrar eftirfylgni. Þetta hefur sett mikið álag á aðstandendur sem oftar en ekki eru orðnir sjúklingar sjálfir og úrræðalausir. Þá hafa komið upp tilvik þar sem umræddir einstaklingar hafa komið út úr skammvinnu innígripi þessa ráðþrota kerfis og innan fárra daga svipt sig lífi. Það kann að vera að þessi málaflokkur er sé ekki tískumálaflokkur hjá stjórnmálamönnum en það er orðið mikilvægt að koma umræðunni af stað og fara að taka á þessum málum með öðrum hætti en að skera niður í kerfinu. Þá þarf félagslega kerfið einnig að vinna í að finna nýjar lausnir innan geðheilbrigðiskerfisins.Endurskoða þarf úrræði hjá borginni Einnig eru úrræði hjá borginni hvað varðar húsnæðismál sem þarf að endurskoða en borgin hefur t.d. rekið húsnæði fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista sem eru á götunni. Þar er þeim gefið færi á að leita sér húsaskjóls eða sækja sér önnur úrræði í húsnæðismálum, þeir fá svo bætur greiddar en í þessu kerfi er að finna einstaklinga sem frekar ætti að ýta í meðferðarúrræði sem taka meira mið að því að hjálpa þeim í að ná bata í sinni fíkn. Nærtækara væri að tengja vistunarúrræði og greiðslur við það að þeir væru í meðferð hjá viðeigandi stofnun og þá væru fyrir hendi úrræði sem tækju mið af því að þessi einstaklingar væru með fjölþættan vanda í sinni neyslu.Úrræði og greiðslur án skilyrða fásinna Það að útbúa vistunarúrræði og greiðslur úr félagslega kerfinu án skilyrða um að þessir sömu einstaklingar séu í meðferðarúrræðum er að mínum mati fásinna og eitt dæmi um getuleysi kerfisins í þessum málaflokki. Þá eru langvarandi fjársvelti í geðheilbrigðismálum og meðferðamálum ekki vísir að góðri framtíð í þessum málaflokki sérstaklega þegar neyslu vímuefna er að aukast, t.d. á svokölluðum harðari efnum. Þá má einnig segja að réttarvörslukerfið þurfum einnig að taka breytingum þar sem einstaklingar sem brjóta af sér í neyslu sé frekar settir í úrræði sem taka mið að því að hjálpa þeim að hætta neyslu en ekki að refsa þeim eingöngu. Það er viða pottur brotin þegar kemur að þessum málaflokki en þetta hangir jú allt saman og einstaklingar með fjölþættan vanda þurfa fjölþætt úrræði.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun