Handbolti

Þráinn Orri til norsku meistarana og mun spila í Meistaradeildinni næsta vetur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þráinn Orri í leik með Gróttu.
Þráinn Orri í leik með Gróttu. vísir/ernir
Línumaðurinn stóri og sterki, Þráinn Orri Jónsson, er genginn í raðir norsku meistarana í Elverum.

Þráinn, sem er nýorðinn 24 ára, skrifaði undir tveggja ára samning við Elverum.

„Þráinn er stór og sterkur línumaður sem getur bætt sig mikið,“ sagði Michael Apelgren, þjálfari Elverum, um nýja liðsmanninn á heimasíðu félagsins.

Þráinn er uppalinn hjá Gróttu og hefur leikið með liðinu allan sinn feril. Hann er öflugur varnarmaður en fékk að spila meira í sókninni á síðasta tímabili. Alls skoraði Þráinn 84 mörk í 27 leikjum í Olís-deildinni í vetur.

Hjá Elverum fær Þráinn tækifæri til að spila í Meistaradeild Evrópu. Elverum verður í C-riðli með Skjern, Gorenje Velenje, Ademar Léon, Kadetten Schaffhausen og Dinamo Búkarest í riðli á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×