Hlutur ORK metinn á rúma sjö milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Magma Energy verður áfram stærsti hluthafi HS Orku, með 53,9% hlut. vísir/andri marinó Virði 12,7 prósenta hlutarins sem fagfjárfestasjóðurinn ORK mun eignast í HS Orku er rúmir sjö milljarðar króna samkvæmt verðmati á félaginu sem gert var í lok síðasta árs. Virði eignarhlutar íslenskra lífeyrissjóða í félaginu gæti þannig samtals orðið um 25,3 milljarðar króna. Kanadíska orkufélagið Alterra greindi frá því í síðustu viku að dótturfélag sitt, Magma Energy, ætti í viðræðum við íslenska fagfjárfestasjóðinn ORK, sem er að mestu leyti í eigu lífeyrissjóða, um uppgjör á skuldabréfi sem Magma gaf út við kaup á hlut sínum í HS Orku. Af tilkynningu Alterra má ráða að Magma hyggst ekki endurfjármagna lánið, heldur er gert ráð fyrir að ORK gangi að veði þess og yfirtaki þannig 12,7 prósenta hlut í HS Orku af Magma. Hlutur Magma mun því minnka úr 66,6 prósentum í 53,9 prósent, en fyrir eiga fjórtán lífeyrissjóðir 33,4 prósenta hlut í HS Orku í gegnum félagið Jarðvarmi. Íslenskir lífeyrissjóðir munu því samtals eiga 46,1 prósent hlut í orkufélaginu að virði rúmlega 25 milljarða króna. Eignarhlutur Jarðvarma var metinn á 18,3 milljarða króna í bókum félagsins í lok árs 2016, en samkvæmt því er markaðsvirði HS Orku 54,8 milljarðar króna. Hefur það hækkað um 31 prósent á undanförnum fimm árum. Skuldabréfið, sem var á lokagjalddaga í gær, 16. júlí, var metið á tæpa 7,4 milljarða króna í lok júnímánaðar. ORK keypti bréfið af Reykjanesbæ í ágúst 2012 en þá nam kaupverðið tæpum 6,3 milljörðum króna. Eins og Markaðurinn hefur greint frá var þrjátíu prósenta hlutur HS Orku í Bláa lóninu settur í söluferli um miðjan maí. Bárust tilboð í hlutinn frá nokkrum erlendum fjárfestingarsjóðum, en þau gefa til kynna að HS Orka geti fengið í kringum tíu milljarða króna fyrir söluna. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Virði 12,7 prósenta hlutarins sem fagfjárfestasjóðurinn ORK mun eignast í HS Orku er rúmir sjö milljarðar króna samkvæmt verðmati á félaginu sem gert var í lok síðasta árs. Virði eignarhlutar íslenskra lífeyrissjóða í félaginu gæti þannig samtals orðið um 25,3 milljarðar króna. Kanadíska orkufélagið Alterra greindi frá því í síðustu viku að dótturfélag sitt, Magma Energy, ætti í viðræðum við íslenska fagfjárfestasjóðinn ORK, sem er að mestu leyti í eigu lífeyrissjóða, um uppgjör á skuldabréfi sem Magma gaf út við kaup á hlut sínum í HS Orku. Af tilkynningu Alterra má ráða að Magma hyggst ekki endurfjármagna lánið, heldur er gert ráð fyrir að ORK gangi að veði þess og yfirtaki þannig 12,7 prósenta hlut í HS Orku af Magma. Hlutur Magma mun því minnka úr 66,6 prósentum í 53,9 prósent, en fyrir eiga fjórtán lífeyrissjóðir 33,4 prósenta hlut í HS Orku í gegnum félagið Jarðvarmi. Íslenskir lífeyrissjóðir munu því samtals eiga 46,1 prósent hlut í orkufélaginu að virði rúmlega 25 milljarða króna. Eignarhlutur Jarðvarma var metinn á 18,3 milljarða króna í bókum félagsins í lok árs 2016, en samkvæmt því er markaðsvirði HS Orku 54,8 milljarðar króna. Hefur það hækkað um 31 prósent á undanförnum fimm árum. Skuldabréfið, sem var á lokagjalddaga í gær, 16. júlí, var metið á tæpa 7,4 milljarða króna í lok júnímánaðar. ORK keypti bréfið af Reykjanesbæ í ágúst 2012 en þá nam kaupverðið tæpum 6,3 milljörðum króna. Eins og Markaðurinn hefur greint frá var þrjátíu prósenta hlutur HS Orku í Bláa lóninu settur í söluferli um miðjan maí. Bárust tilboð í hlutinn frá nokkrum erlendum fjárfestingarsjóðum, en þau gefa til kynna að HS Orka geti fengið í kringum tíu milljarða króna fyrir söluna.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira