Skotin til bana á náttfötunum eftir að hafa hringt á lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2017 11:16 Frá minningarathöfn við heimili Justine og Don Damond. Vísir/EPA Mikil reiði ríkir í Ástralíu eftir að áströlsk kona var skotin til bana af lögregluþjóni í Bandaríkjunum. Skömmu fyrir miðnætti hringdi Justine Damond í Neyðarlínuna í Minneapolis þar sem hún bjó ásamt unnusta sínum. Hún sagðist telja að nauðgun væri að eiga sér stað í húsasundi nærri heimili hennar. Þegar lögregluþjóna bar að garði skömmu seinna var Damond í húsasundinu, klædd náttfötum, þegar hún var skotin margsinnis af lögregluþjóninum Mohamed Noor. Samkvæmt héraðsmiðlinum Star Tribune skaut Noor út um glugga á lögreglubíl sem hann var í ásamt öðrum lögregluþjóni. Hvorugur þeirra hafði kveikt á myndavélunum í vestum þeirra og myndavélin í mælaborðinu fangaði atvikið ekki. Ekkert vopn fannst á vettvangi en sími Damond er sagður hafa legið nærri líki hennar.Hafa engar upplýsingar fengiðLögreglan hefur ekki tjáð sig um málið. Engin önnur vitni voru að skothríðinni en blaðamenn ABC í Ástralíu hafa hlustað á upptökur úr talstöðvum lögregluþjónanna. Unnusti konunnar, Don Damond, segist sömuleiðis engar upplýsingar hafa fengið. Justine hafði þegar tekið nafn hans, en þau ætluðu að gifta sig í næsta mánuði.AP fréttaveitan hefur reynt að fanga andrúmsloftið í Ástralíu þar sem dauða Damond hefur verið lýst sem martröð. Fjölmiðlar í Ástralíu hafa tengt atvikið við gífurlegan fjölda ofbeldisglæpa í Bandaríkjunum þar sem skotvopn koma að sögu. „Það eru mögulega fleiri byssur en fólk í landinu. Við sjáum Bandaríkin sem hættulegan stað varðandi byssuglæpi,“ segir prófessorinn Philip Alpers. Í Bandaríkjunum er enginn sem heldur utan um hve marga lögreglan skýtur til bana á ári. Hins vegar er ljóst að um mörg hundruð tilvik er að ræða, samkvæmt AP.Faðir Justine Damond ræddi við blaðamenn. Unnusti Justine Damond ræddi einnig við blaðamenn. Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Mikil reiði ríkir í Ástralíu eftir að áströlsk kona var skotin til bana af lögregluþjóni í Bandaríkjunum. Skömmu fyrir miðnætti hringdi Justine Damond í Neyðarlínuna í Minneapolis þar sem hún bjó ásamt unnusta sínum. Hún sagðist telja að nauðgun væri að eiga sér stað í húsasundi nærri heimili hennar. Þegar lögregluþjóna bar að garði skömmu seinna var Damond í húsasundinu, klædd náttfötum, þegar hún var skotin margsinnis af lögregluþjóninum Mohamed Noor. Samkvæmt héraðsmiðlinum Star Tribune skaut Noor út um glugga á lögreglubíl sem hann var í ásamt öðrum lögregluþjóni. Hvorugur þeirra hafði kveikt á myndavélunum í vestum þeirra og myndavélin í mælaborðinu fangaði atvikið ekki. Ekkert vopn fannst á vettvangi en sími Damond er sagður hafa legið nærri líki hennar.Hafa engar upplýsingar fengiðLögreglan hefur ekki tjáð sig um málið. Engin önnur vitni voru að skothríðinni en blaðamenn ABC í Ástralíu hafa hlustað á upptökur úr talstöðvum lögregluþjónanna. Unnusti konunnar, Don Damond, segist sömuleiðis engar upplýsingar hafa fengið. Justine hafði þegar tekið nafn hans, en þau ætluðu að gifta sig í næsta mánuði.AP fréttaveitan hefur reynt að fanga andrúmsloftið í Ástralíu þar sem dauða Damond hefur verið lýst sem martröð. Fjölmiðlar í Ástralíu hafa tengt atvikið við gífurlegan fjölda ofbeldisglæpa í Bandaríkjunum þar sem skotvopn koma að sögu. „Það eru mögulega fleiri byssur en fólk í landinu. Við sjáum Bandaríkin sem hættulegan stað varðandi byssuglæpi,“ segir prófessorinn Philip Alpers. Í Bandaríkjunum er enginn sem heldur utan um hve marga lögreglan skýtur til bana á ári. Hins vegar er ljóst að um mörg hundruð tilvik er að ræða, samkvæmt AP.Faðir Justine Damond ræddi við blaðamenn. Unnusti Justine Damond ræddi einnig við blaðamenn.
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira