Afturhaldssinninn sem ásælist olíuna við Íslandsstrendur Sverrir Norland skrifar 18. júlí 2017 13:58 Líkt og margir vita – og eru uggandi yfir – þá hyggst fjárfestirinn Heiðar Guðjónsson, í ráðamakki með norsku og kínversku klappliði, bora eftir olíu á Drekasvæðinu. Þetta eru öllu framsýnu fólki afar óþægileg tíðindi. Áformin eru pínleg tímaskekkja fyrir okkur Íslendinga, þjóð sem hefur það orðspor að vera framsækin, heilbrigð og framarlega á merinni í ýmsum samfélagsmálum; og þau skjóta skökku við nú þegar allt viti borið fólk, sem umhugað er um afdrif næstu kynslóða og framtíð lífs á plánetunni okkar, vinnur hörðum höndum að því að endurhugsa lifnaðarhætti sína og þróa nýjar lausnir í orkumálum. Fjárfestum ber siðferðileg skylda til að setja gott fordæmi og styðja við vistvænni eldsneytisgjafa, til að mynda með því að fjárfesta í grænni orku frekar en olíugreftri. Heiðar hefur, skiljanlega, verið gagnrýndur harðlega, meðal annars af rithöfundinum Hildi Knútsdóttur, í vönduðum, og vel rökstuddum, pistli sem hún birti á Vísi. Í kjölfarið greip Heiðar einnig til pennans og setti fram eindregin, en afar lítt ígrunduð, andsvör. Í viðtali, sem birtist áður í Viðskiptablaðinu, fullyrti Heiðar, að sjá virtist yfirkominn af Gandhi-legum kærleika og samkennd, að olíufundur myndi gera okkur Íslendingum kleift „að hjálpa umheiminum“. Ekki skildi ég nú hvað hann átti við, nákvæmlega. En í andsvörum sínum gagnvart Hildi er fjárfestirinn ekki jafn hógvær og bljúgur. Þar tínir hann, á yfirlætisfullan hátt, til „Staðreyndir fyrir Hildi“; lífsreyndur karlmaður veitir ungri konu afdráttarlausa lexíu. Ekki virðist hann spenntur fyrir því að ræða málin á jafningjanótum; nei, hann leggur línurnar. Það sem er þó óþægilegast við „staðreyndir“ Heiðars, er að þar er alls ekki um neinar staðreyndir að ræða, heldur bara hálfgert bull. Við skulum hreinlega bara skoða það sem hann skrifar, lið fyrir lið, af stakri þolinmæði og spakt. Staðreyndir verðandi olíubaróns þjóðarinnar Heiðar skrifar: 1) Lífskjör almennings hafa aldrei batnað jafn hratt og eftir að olíuöldin hófst eftir miðja 19. öld. Í sland er sk ý rasta d æ mið í þeim efnum. Vegna samgöngubyltingar alfarið í krafti olíu hafa lífsskilyrði þar f æ rst frá að vera ein lökustu í Evrópu í fremstu röð . Notkun Íslendinga á olíu mun aukast með tíðari flug- og skipaferðum. Þeir flutningar eru hagkv æ mir, stytta núverandi leiðir og minnka þannig mengun á heildina litið.Lesandinn heggur sennilega fyrst eftir þeirri frumlegu sýn að Ísland, þessi litla eyja úti á hjara veraldar, sé af einhverjum ástæðum „skýrasta dæmið“ um bættar samgöngur á olíuöldinni. Það er athyglisverð söguskoðun, sem ég hef aldrei rekist á í bókum annarra þjóða. Verra er þó að hér kemur einnig fram stórkostleg rökvilla. Auðvitað vefengir enginn þá fullyrðingu að olíu- og kolabrennsla hafi stórbætt kjör (vestræns) almennings á seinni hluta nítjándu aldar og þeirri tuttugustu (og gert hina fáu, útvöldu ofurauðuga). En það sem svínvirkaði í fortíðinni, er ekki endilega alltaf snjallræði í samtímanum. Vill Heiðar halda áfram að brenna olíu þangað til hver einasti olíudropi á jörðinni er uppurinn? Og hvernig verður ástandið þá? Bætir áframhaldandi olíunotkun lífskjör fólks, til að mynda barnanna okkar eftir tuttugu og fimm, þrjátíu ár? Um þetta snýst vandinn; ekki gagnsemi olíubruna í fortíðinni, heldur skaðsemi hans núna og í framtíðinni – og knýjandi þörf á nýjum lausnum. Og þetta þarf að ræða, daglega. Staðan er í rauninni mjög einföld: Um aldamótin 1900 voru uppi á jörðinni um það 1,6 milljarðar manna. Nú, árið 2017, erum við um það bil 7,6 milljarðar. Fyrir þá sem eru stirðir í reikningi, þá er fljótlegt að nota Online Calculator: fjöldi okkar hefur nærri því FIMMFALDAST. Hér má sjá íbúatölu jarðar hækka með svimandi hraða: https://www.worldometers.info/world-population/. Ekki er þó öll von úti enn: Heiðar bendir nefnilega á að fyrirhuguð olíuvinnsla hans í ísköldum, ólgandi norðursjó verði af einhverjum ástæðum „farsælli“ en olíuvinnsla á öðrum stöðum í heiminum. Olíuvinnsla Heiðars muni, að mati Heiðars, einhvern veginn menga minna en olíuvinnsla annars fólks (sem ekki heitir Heiðar). Sem sagt: Heiðari er því, rétt eins og okkur Hildi, í mun að minnka mengun, ekki auka hana. Jæja, það er þó huggun harmi gegn. Við erum öll í sama liðinu og getum því ekki annað en gert ráð fyrir því að Heiðar, sem forkólfur og leiðandi afl í þessum efnum, hjóli ætíð ferða sinna um malbikaðar slóðir, kolefnisjafni hverja einustu flugferð, borði lítið sem ekkert kjöt, forðist plastnotkun, endurvinni allt sitt sorp af allt að því móðursýkislegri þráhyggju og hyggist láta af hendi rakna allan ágóða af olíuvinnslunni; auðvitað, Heiðar er Gandhi; hann vill „hjálpa umheiminum“. Þetta er allt saman fyrir mannkynið gert: olían, bisnessbröltið. Olíuvinnslan er Heiðari hugsjónamál og allur hugsanlegur peningagróði hlýtur því að renna til ýmissa umhverfismála og þeirra sem minna mega sín og ég þykist vita að ef Heiðar tekur aftur til svara, þá muni hann staðfesta þennan grun minn. Hitt er svo annað mál, að við erum engir græningjar. Það heldur því ekki nokkur sála fram að við raunhæft sé að hætta að nota olíu strax í dag, slíkt væri ógerningur. En hvernig viljum við að ástandið í heiminum verið árið 2050, þegar Heiðar hyggst gæða sér á olíubrákuðum plastfiski? Það er mjög stutt þangað til árið 2050 rennur upp. 2) Olía og gas hafa komið í stað brennslu á viði, kolum, taði og öðru og þannig dregið stórkostlega úr mengun, slysum og sjúkdómum.Þráhyggjukennd og allt að því heiftarleg olíunotkun okkar mannanna hefur, að mati Heiðars, „dregið úr“ mengun, slysum og sjúkdómum. Þetta er auðvitað ekki rétt; í sögu mannkyns hefur ástandið aldrei verið jafn svart. Þá fæ ég ekki beinlínis séð að olíunotkun, sem slík, hafi afstýrt olíulekanum hræðilega sem varð í Mexíkóflóa árið 2010, með katastrófískum afleiðingum; ekki er hægt að útiloka að slíkt slys endurtaki sig á Íslandsmiðum. Sjórinn er raunar á góðri leið með að breytast úr forðabúri í ruslatunnu: Sumir telja að árið 2050 verði í hafinu meira plast en æti. (Það verður fróðlegt að sjá hvernig Íslendingar, sú rótgróna fiskveiðiþjóð, mun bregðast við áframhaldandi hnignun sjávarlífs, meðal annars af völdum olíumengunnar.) Loks kem ég ekki auga á vitsmunastarfið að baki þeirri fullyrðingu Heiðars að gegndarlaus neysla og olíubruni okkar hér á Vesturlöndum hafi dregið úr mengun, slysum og sjúkdómum í til dæmis Bangladesh, landi sem er nú svo illa leikið vegna loftslagsbreytinga og hlýnunar jarðar að hún er að breytast í helvíti á jörðu. En ég býst við að Heiðar undirriti samninga sína ekki glær af sulti og seyru á þeirri breiddargráðu. Sannleikurinn er sá að mengun hefur aldrei verið meira en nú, í kjölfar hinnar miklu olíualdar, þeirrar tuttugustu. Loftslagið á jörðinni er að hitna mun hraðar en jafnvel svartsýnustu vísindamenn spáðu fyrir um. Rétt eins og Heiðar bendir réttilega á, þá fóru forverar okkar frá því að nota við, kol og tað og skiptu að mestu yfir í olíu og gas. Og núna er sem sagt komið að því að við nýtum stærstu auðlind mannkyns – ímyndunaraflið – og tökum næsta skref, burt frá olíu og gasi og að grænni, og lífvænlegri, orkugjöfum. 3) Parísarsáttmálinn segir ekki að láta beri olíu- og gaslindir óhreyfðar. Hann hvetur hins vegar til þess að mest mengandi kolefnin (lesist: kol) skuli ekki unnin heldur þ au ska ðminni (olía og gas).Hér væri ekki úr vegi að benda á að Parísarsáttmálinn hvetur nú ekki beinlínis heldur til þess að fjárfestar á borð við Heiðar bori nótt sem nýtan dag eftir olíu á Drekasvæðinu. Ég þykist vita að meiri spenningur væri fyrir því að hann smellti aurum sínum heldur í aðrar fjárfestingar. Að því sögðu, þá langar mig einnig að vitna til orða eins eftirlætishöfunda minna, Henris David Thoreau. (Þýðingin er mín.) „Manneskjan er rík í réttu hlutfalli við fjölda þeirra fyrirbæra sem hún hefur efni á að láta í friði.“ 4) Olíu- og gasnotkun hefur tryggt afskekktum svæðum samgöngur, rafmagn og aðra innviði og stórb æ tt l ífskjör almennings alls staðar. Þessi fullyrðing er sett fram af svo hrokafullri sigurvissu að mér fallast hendur. Auðvitað hefur olíu- og gasnotkun ekki stórbætt lífskjör almennings ALLS STAÐAR; misskiptingin í heiminum hefur aldrei verið meiri en einmitt í dag. Heiðar virðist trúa á sömu bábilju og margir ofverndaðir peningamenn hafa gert á síðustu áratugum; nefnilega mýtuna um línulegar framfarir. En á síðustu áratugum hefur orðið deginum ljósara að þróunin – þ.e. einkum fimmföld fjölgun okkar mannkyns – á meira skylt við línulegar hamfarir. Mannmiðuð sagnfræði hermir að ofbeldi hafi minnkað á síðustu áratugum og lífsgæði aukist. En það er einfaldlega ekki rétt nema í afar þröngum skilningi: Ef eitthvað er, þá hefur ofbeldið í heiminum aukist, það beinist bara í aðrar áttir en hér áður fyrr. Við erum komin langleiðina með að þurrka út aðrar dýrategundir en þær sem við setjum á pylsubrauð eða föðmum uppi í sjónvarpssófa og ef þú telur að það séu ýkjur, þá skal ég glaður benda þér á les- og myndefni. Villt og óspjölluð náttúra verður jafnframt eitthvað sem dóttir mín mun aðeins lesa sér til um í sögubókum. Og fyrirmyndir allra tuskudýranna, sem vinir og vandamenn keppast nú við að gefa henni – gíraffar, fílar og ljón af holdi og blóði, – verða ekki lengur til. Ef þú ert að lesa þetta á snjallsíma, þá er rétt að minnast þess að górillur í Kongó hafa verið stráfelldar svo að hægt sé að vinna þar úr jörðu svokallað „koltan“ sem notað er til að búa til snjallsíma. Ekkert í heiminum er einfalt: Í hvert skipti sem þægindi þín og hægindi eflast, aukast þjáningar annarra. Þegar einn dafnar og lifir, visnar annar og deyr. Og er þá ótalið andlega ofbeldið sem beinist gegn hugum okkar: Áherslan á samkeppni milli einstaklinga, fyrirtækja, þjóða, heimsálfa, sem kemur fram í þjösnaskap og tortímingarblæti. Það er stundum eins og við höfum aldrei opnað augun og séð að við búum á agnarlítilli plánetu – og ef auðlindir hennar, sem vissulega eru takmarkaðar, þrjóta, þá höfum við ekki upp á annað heimili að hlaupa. (Nei, enginn varapláneta á lager, því miður.) Samt er þetta að gerast, núna, beint fyrir augunum á okkur. Olían hefur bætt kjör margra – en einnig tryggt ósanngjörnustu skiptingu auðs í veraldarsögu mannkyns. Heiðar segir, í upphafi greinar sinnar til Hildar, að hún „sendi honum tóninn“ (sem er rangt; hún reynir að hefja umræðu) og að hún saki Heiðar, auk samstarfsmanna, um skort á siðferði í græðgi þeirra. Heiðar mótmælir í sjálfu sér ekki þeirri fullyrðingu, sem hann eignar Hildi, og það ætla ég ekki heldur að gera. 5) Auðveldara er að bregðast við breytingum á veðri en að reyna að stjó rna því. Lífskjarabatinn sem olíuvinnsla hefur f æ rt heiminum eykur líkurnar á uppg ötvun nýrra orkugjafa.Við skulum hafa sem fæst orð um þennan lið. Í fyrra lagi: Enginn er að reyna að „stjórna“ veðrinu. Í seinna lagi, og hér leyfi ég mér að umorða seinni málsgreinina: Til að hætta að nota olíu, þurfum við, að dómi Heiðars, að halda áfram að nota olíu. Upplýst bjartsýni frekar en tilhæfulausar falsstaðreyndir Ég viðurkenni að ég er enginn sérfræðingur um loftslagsmál, hvorki stimplaður vísindamaður né heimsvirtur vistfræðingur. En hlýnun jarðar, útrýming annarra dýrategund og spilling náttúrunnar eru málefni sem ekkert okkar getur hunsað. Loftslag jarðar hlýnar nú með fordæmalausum hætti. Það er raunar óskiljanlegt, miðað við öll sönnunargögnin, hversu sein við erum að bregðast við. Við þurfum öll að gerast sérfræðingar; vísindamenn. Við eigum engra kosta völ ef við viljum hlúa að framtíð lífs hér á jörðinni. Sumir telja raunar að „sjötta útrýmingin“ svokallaða beinist ekki aðeins að öðrum dýrategundum heldur einnig að okkur sjálfum. Fyrri tilfellin – í skæðustu útrýmingunni, fyrir um 252 milljónum ára, þurrkaðust út 97% lífs á jörðinni – stöfuðu einnig af loftslagsbreytingum. Lífið á jörðinni þurrkast sem sagt reglulega út; það er staðreynd. Að þessu sinni er það að gerast af okkar völdum og olíubruninn er þar stór áhrifavaldur; bruni kolefna hneppir hita inn í lofthjúp jarðar og stuðlar, óhjákvæmilega, að hlýnandi loftslagi. Og það hvílir á minni kynslóð, og þeim næstu, að reyna að afstýra hamförunum sem forverar okkar hafa leitt yfir okkur. Hamfarirnar munu dynja yfir; spurningin er ekki hvort, heldur hvenær, og hversu mannskæðar þær verða. (Þær hafa nú þegar kostað hundruð þúsunda manns lífið og ekki mun hægjast á þeirri þróun á næstunni.) Á íslensku eigum við fallegt orðasamband yfir það sem er að gerast: við fljótum sofandi að feigðarósi. Ég hvet alla til að láta í sér heyra, svara yfirlýsingum Heiðars og ræða málin, helst daglega, við hvern sem hlusta vill. Það sem við þörfnumst er upplýst bjartsýni; bjartsýnisleg upplýsing; ekki villandi falsstaðreyndir. Leit lukkuriddara að olíu í kringum landið okkar er ævintýri sem varðar okkur öll. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Staðreyndir fyrir Hildi Knútsdóttur Hildur Knútsdóttir sendir mér tóninn í Fréttablaðinu 6. júlí. Hún segir mig, samstarfsmenn mína, ásamt norsku og kínversku ríkisolíufélögunum skorta siðferði í græðgi okkar. 14. júlí 2017 07:00 „Olíufundur gæti gjörbreytt Íslandi“ Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, frá áformum Eykon Energy um að bora ekki eina heldur þrjár borholur á Drekasvæðinu til að freista þess að dæla upp olíu. Hann fullyrðir að ef olía finnist muni ríkið græða milljarða og enginn kostnaður muni falla á ríkissjóð. Við þetta er ýmislegt að athuga. 6. júlí 2017 07:00 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Líkt og margir vita – og eru uggandi yfir – þá hyggst fjárfestirinn Heiðar Guðjónsson, í ráðamakki með norsku og kínversku klappliði, bora eftir olíu á Drekasvæðinu. Þetta eru öllu framsýnu fólki afar óþægileg tíðindi. Áformin eru pínleg tímaskekkja fyrir okkur Íslendinga, þjóð sem hefur það orðspor að vera framsækin, heilbrigð og framarlega á merinni í ýmsum samfélagsmálum; og þau skjóta skökku við nú þegar allt viti borið fólk, sem umhugað er um afdrif næstu kynslóða og framtíð lífs á plánetunni okkar, vinnur hörðum höndum að því að endurhugsa lifnaðarhætti sína og þróa nýjar lausnir í orkumálum. Fjárfestum ber siðferðileg skylda til að setja gott fordæmi og styðja við vistvænni eldsneytisgjafa, til að mynda með því að fjárfesta í grænni orku frekar en olíugreftri. Heiðar hefur, skiljanlega, verið gagnrýndur harðlega, meðal annars af rithöfundinum Hildi Knútsdóttur, í vönduðum, og vel rökstuddum, pistli sem hún birti á Vísi. Í kjölfarið greip Heiðar einnig til pennans og setti fram eindregin, en afar lítt ígrunduð, andsvör. Í viðtali, sem birtist áður í Viðskiptablaðinu, fullyrti Heiðar, að sjá virtist yfirkominn af Gandhi-legum kærleika og samkennd, að olíufundur myndi gera okkur Íslendingum kleift „að hjálpa umheiminum“. Ekki skildi ég nú hvað hann átti við, nákvæmlega. En í andsvörum sínum gagnvart Hildi er fjárfestirinn ekki jafn hógvær og bljúgur. Þar tínir hann, á yfirlætisfullan hátt, til „Staðreyndir fyrir Hildi“; lífsreyndur karlmaður veitir ungri konu afdráttarlausa lexíu. Ekki virðist hann spenntur fyrir því að ræða málin á jafningjanótum; nei, hann leggur línurnar. Það sem er þó óþægilegast við „staðreyndir“ Heiðars, er að þar er alls ekki um neinar staðreyndir að ræða, heldur bara hálfgert bull. Við skulum hreinlega bara skoða það sem hann skrifar, lið fyrir lið, af stakri þolinmæði og spakt. Staðreyndir verðandi olíubaróns þjóðarinnar Heiðar skrifar: 1) Lífskjör almennings hafa aldrei batnað jafn hratt og eftir að olíuöldin hófst eftir miðja 19. öld. Í sland er sk ý rasta d æ mið í þeim efnum. Vegna samgöngubyltingar alfarið í krafti olíu hafa lífsskilyrði þar f æ rst frá að vera ein lökustu í Evrópu í fremstu röð . Notkun Íslendinga á olíu mun aukast með tíðari flug- og skipaferðum. Þeir flutningar eru hagkv æ mir, stytta núverandi leiðir og minnka þannig mengun á heildina litið.Lesandinn heggur sennilega fyrst eftir þeirri frumlegu sýn að Ísland, þessi litla eyja úti á hjara veraldar, sé af einhverjum ástæðum „skýrasta dæmið“ um bættar samgöngur á olíuöldinni. Það er athyglisverð söguskoðun, sem ég hef aldrei rekist á í bókum annarra þjóða. Verra er þó að hér kemur einnig fram stórkostleg rökvilla. Auðvitað vefengir enginn þá fullyrðingu að olíu- og kolabrennsla hafi stórbætt kjör (vestræns) almennings á seinni hluta nítjándu aldar og þeirri tuttugustu (og gert hina fáu, útvöldu ofurauðuga). En það sem svínvirkaði í fortíðinni, er ekki endilega alltaf snjallræði í samtímanum. Vill Heiðar halda áfram að brenna olíu þangað til hver einasti olíudropi á jörðinni er uppurinn? Og hvernig verður ástandið þá? Bætir áframhaldandi olíunotkun lífskjör fólks, til að mynda barnanna okkar eftir tuttugu og fimm, þrjátíu ár? Um þetta snýst vandinn; ekki gagnsemi olíubruna í fortíðinni, heldur skaðsemi hans núna og í framtíðinni – og knýjandi þörf á nýjum lausnum. Og þetta þarf að ræða, daglega. Staðan er í rauninni mjög einföld: Um aldamótin 1900 voru uppi á jörðinni um það 1,6 milljarðar manna. Nú, árið 2017, erum við um það bil 7,6 milljarðar. Fyrir þá sem eru stirðir í reikningi, þá er fljótlegt að nota Online Calculator: fjöldi okkar hefur nærri því FIMMFALDAST. Hér má sjá íbúatölu jarðar hækka með svimandi hraða: https://www.worldometers.info/world-population/. Ekki er þó öll von úti enn: Heiðar bendir nefnilega á að fyrirhuguð olíuvinnsla hans í ísköldum, ólgandi norðursjó verði af einhverjum ástæðum „farsælli“ en olíuvinnsla á öðrum stöðum í heiminum. Olíuvinnsla Heiðars muni, að mati Heiðars, einhvern veginn menga minna en olíuvinnsla annars fólks (sem ekki heitir Heiðar). Sem sagt: Heiðari er því, rétt eins og okkur Hildi, í mun að minnka mengun, ekki auka hana. Jæja, það er þó huggun harmi gegn. Við erum öll í sama liðinu og getum því ekki annað en gert ráð fyrir því að Heiðar, sem forkólfur og leiðandi afl í þessum efnum, hjóli ætíð ferða sinna um malbikaðar slóðir, kolefnisjafni hverja einustu flugferð, borði lítið sem ekkert kjöt, forðist plastnotkun, endurvinni allt sitt sorp af allt að því móðursýkislegri þráhyggju og hyggist láta af hendi rakna allan ágóða af olíuvinnslunni; auðvitað, Heiðar er Gandhi; hann vill „hjálpa umheiminum“. Þetta er allt saman fyrir mannkynið gert: olían, bisnessbröltið. Olíuvinnslan er Heiðari hugsjónamál og allur hugsanlegur peningagróði hlýtur því að renna til ýmissa umhverfismála og þeirra sem minna mega sín og ég þykist vita að ef Heiðar tekur aftur til svara, þá muni hann staðfesta þennan grun minn. Hitt er svo annað mál, að við erum engir græningjar. Það heldur því ekki nokkur sála fram að við raunhæft sé að hætta að nota olíu strax í dag, slíkt væri ógerningur. En hvernig viljum við að ástandið í heiminum verið árið 2050, þegar Heiðar hyggst gæða sér á olíubrákuðum plastfiski? Það er mjög stutt þangað til árið 2050 rennur upp. 2) Olía og gas hafa komið í stað brennslu á viði, kolum, taði og öðru og þannig dregið stórkostlega úr mengun, slysum og sjúkdómum.Þráhyggjukennd og allt að því heiftarleg olíunotkun okkar mannanna hefur, að mati Heiðars, „dregið úr“ mengun, slysum og sjúkdómum. Þetta er auðvitað ekki rétt; í sögu mannkyns hefur ástandið aldrei verið jafn svart. Þá fæ ég ekki beinlínis séð að olíunotkun, sem slík, hafi afstýrt olíulekanum hræðilega sem varð í Mexíkóflóa árið 2010, með katastrófískum afleiðingum; ekki er hægt að útiloka að slíkt slys endurtaki sig á Íslandsmiðum. Sjórinn er raunar á góðri leið með að breytast úr forðabúri í ruslatunnu: Sumir telja að árið 2050 verði í hafinu meira plast en æti. (Það verður fróðlegt að sjá hvernig Íslendingar, sú rótgróna fiskveiðiþjóð, mun bregðast við áframhaldandi hnignun sjávarlífs, meðal annars af völdum olíumengunnar.) Loks kem ég ekki auga á vitsmunastarfið að baki þeirri fullyrðingu Heiðars að gegndarlaus neysla og olíubruni okkar hér á Vesturlöndum hafi dregið úr mengun, slysum og sjúkdómum í til dæmis Bangladesh, landi sem er nú svo illa leikið vegna loftslagsbreytinga og hlýnunar jarðar að hún er að breytast í helvíti á jörðu. En ég býst við að Heiðar undirriti samninga sína ekki glær af sulti og seyru á þeirri breiddargráðu. Sannleikurinn er sá að mengun hefur aldrei verið meira en nú, í kjölfar hinnar miklu olíualdar, þeirrar tuttugustu. Loftslagið á jörðinni er að hitna mun hraðar en jafnvel svartsýnustu vísindamenn spáðu fyrir um. Rétt eins og Heiðar bendir réttilega á, þá fóru forverar okkar frá því að nota við, kol og tað og skiptu að mestu yfir í olíu og gas. Og núna er sem sagt komið að því að við nýtum stærstu auðlind mannkyns – ímyndunaraflið – og tökum næsta skref, burt frá olíu og gasi og að grænni, og lífvænlegri, orkugjöfum. 3) Parísarsáttmálinn segir ekki að láta beri olíu- og gaslindir óhreyfðar. Hann hvetur hins vegar til þess að mest mengandi kolefnin (lesist: kol) skuli ekki unnin heldur þ au ska ðminni (olía og gas).Hér væri ekki úr vegi að benda á að Parísarsáttmálinn hvetur nú ekki beinlínis heldur til þess að fjárfestar á borð við Heiðar bori nótt sem nýtan dag eftir olíu á Drekasvæðinu. Ég þykist vita að meiri spenningur væri fyrir því að hann smellti aurum sínum heldur í aðrar fjárfestingar. Að því sögðu, þá langar mig einnig að vitna til orða eins eftirlætishöfunda minna, Henris David Thoreau. (Þýðingin er mín.) „Manneskjan er rík í réttu hlutfalli við fjölda þeirra fyrirbæra sem hún hefur efni á að láta í friði.“ 4) Olíu- og gasnotkun hefur tryggt afskekktum svæðum samgöngur, rafmagn og aðra innviði og stórb æ tt l ífskjör almennings alls staðar. Þessi fullyrðing er sett fram af svo hrokafullri sigurvissu að mér fallast hendur. Auðvitað hefur olíu- og gasnotkun ekki stórbætt lífskjör almennings ALLS STAÐAR; misskiptingin í heiminum hefur aldrei verið meiri en einmitt í dag. Heiðar virðist trúa á sömu bábilju og margir ofverndaðir peningamenn hafa gert á síðustu áratugum; nefnilega mýtuna um línulegar framfarir. En á síðustu áratugum hefur orðið deginum ljósara að þróunin – þ.e. einkum fimmföld fjölgun okkar mannkyns – á meira skylt við línulegar hamfarir. Mannmiðuð sagnfræði hermir að ofbeldi hafi minnkað á síðustu áratugum og lífsgæði aukist. En það er einfaldlega ekki rétt nema í afar þröngum skilningi: Ef eitthvað er, þá hefur ofbeldið í heiminum aukist, það beinist bara í aðrar áttir en hér áður fyrr. Við erum komin langleiðina með að þurrka út aðrar dýrategundir en þær sem við setjum á pylsubrauð eða föðmum uppi í sjónvarpssófa og ef þú telur að það séu ýkjur, þá skal ég glaður benda þér á les- og myndefni. Villt og óspjölluð náttúra verður jafnframt eitthvað sem dóttir mín mun aðeins lesa sér til um í sögubókum. Og fyrirmyndir allra tuskudýranna, sem vinir og vandamenn keppast nú við að gefa henni – gíraffar, fílar og ljón af holdi og blóði, – verða ekki lengur til. Ef þú ert að lesa þetta á snjallsíma, þá er rétt að minnast þess að górillur í Kongó hafa verið stráfelldar svo að hægt sé að vinna þar úr jörðu svokallað „koltan“ sem notað er til að búa til snjallsíma. Ekkert í heiminum er einfalt: Í hvert skipti sem þægindi þín og hægindi eflast, aukast þjáningar annarra. Þegar einn dafnar og lifir, visnar annar og deyr. Og er þá ótalið andlega ofbeldið sem beinist gegn hugum okkar: Áherslan á samkeppni milli einstaklinga, fyrirtækja, þjóða, heimsálfa, sem kemur fram í þjösnaskap og tortímingarblæti. Það er stundum eins og við höfum aldrei opnað augun og séð að við búum á agnarlítilli plánetu – og ef auðlindir hennar, sem vissulega eru takmarkaðar, þrjóta, þá höfum við ekki upp á annað heimili að hlaupa. (Nei, enginn varapláneta á lager, því miður.) Samt er þetta að gerast, núna, beint fyrir augunum á okkur. Olían hefur bætt kjör margra – en einnig tryggt ósanngjörnustu skiptingu auðs í veraldarsögu mannkyns. Heiðar segir, í upphafi greinar sinnar til Hildar, að hún „sendi honum tóninn“ (sem er rangt; hún reynir að hefja umræðu) og að hún saki Heiðar, auk samstarfsmanna, um skort á siðferði í græðgi þeirra. Heiðar mótmælir í sjálfu sér ekki þeirri fullyrðingu, sem hann eignar Hildi, og það ætla ég ekki heldur að gera. 5) Auðveldara er að bregðast við breytingum á veðri en að reyna að stjó rna því. Lífskjarabatinn sem olíuvinnsla hefur f æ rt heiminum eykur líkurnar á uppg ötvun nýrra orkugjafa.Við skulum hafa sem fæst orð um þennan lið. Í fyrra lagi: Enginn er að reyna að „stjórna“ veðrinu. Í seinna lagi, og hér leyfi ég mér að umorða seinni málsgreinina: Til að hætta að nota olíu, þurfum við, að dómi Heiðars, að halda áfram að nota olíu. Upplýst bjartsýni frekar en tilhæfulausar falsstaðreyndir Ég viðurkenni að ég er enginn sérfræðingur um loftslagsmál, hvorki stimplaður vísindamaður né heimsvirtur vistfræðingur. En hlýnun jarðar, útrýming annarra dýrategund og spilling náttúrunnar eru málefni sem ekkert okkar getur hunsað. Loftslag jarðar hlýnar nú með fordæmalausum hætti. Það er raunar óskiljanlegt, miðað við öll sönnunargögnin, hversu sein við erum að bregðast við. Við þurfum öll að gerast sérfræðingar; vísindamenn. Við eigum engra kosta völ ef við viljum hlúa að framtíð lífs hér á jörðinni. Sumir telja raunar að „sjötta útrýmingin“ svokallaða beinist ekki aðeins að öðrum dýrategundum heldur einnig að okkur sjálfum. Fyrri tilfellin – í skæðustu útrýmingunni, fyrir um 252 milljónum ára, þurrkaðust út 97% lífs á jörðinni – stöfuðu einnig af loftslagsbreytingum. Lífið á jörðinni þurrkast sem sagt reglulega út; það er staðreynd. Að þessu sinni er það að gerast af okkar völdum og olíubruninn er þar stór áhrifavaldur; bruni kolefna hneppir hita inn í lofthjúp jarðar og stuðlar, óhjákvæmilega, að hlýnandi loftslagi. Og það hvílir á minni kynslóð, og þeim næstu, að reyna að afstýra hamförunum sem forverar okkar hafa leitt yfir okkur. Hamfarirnar munu dynja yfir; spurningin er ekki hvort, heldur hvenær, og hversu mannskæðar þær verða. (Þær hafa nú þegar kostað hundruð þúsunda manns lífið og ekki mun hægjast á þeirri þróun á næstunni.) Á íslensku eigum við fallegt orðasamband yfir það sem er að gerast: við fljótum sofandi að feigðarósi. Ég hvet alla til að láta í sér heyra, svara yfirlýsingum Heiðars og ræða málin, helst daglega, við hvern sem hlusta vill. Það sem við þörfnumst er upplýst bjartsýni; bjartsýnisleg upplýsing; ekki villandi falsstaðreyndir. Leit lukkuriddara að olíu í kringum landið okkar er ævintýri sem varðar okkur öll. Höfundur er rithöfundur.
Staðreyndir fyrir Hildi Knútsdóttur Hildur Knútsdóttir sendir mér tóninn í Fréttablaðinu 6. júlí. Hún segir mig, samstarfsmenn mína, ásamt norsku og kínversku ríkisolíufélögunum skorta siðferði í græðgi okkar. 14. júlí 2017 07:00
„Olíufundur gæti gjörbreytt Íslandi“ Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, frá áformum Eykon Energy um að bora ekki eina heldur þrjár borholur á Drekasvæðinu til að freista þess að dæla upp olíu. Hann fullyrðir að ef olía finnist muni ríkið græða milljarða og enginn kostnaður muni falla á ríkissjóð. Við þetta er ýmislegt að athuga. 6. júlí 2017 07:00
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar