Nýr þjálfari Fram fékk meðmæli frá aðstoðarmanni Mourinhos Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júlí 2017 13:23 Rui Faria gaf nýjum þjálfara Fram meðmæli sín. vísir/getty Fram hefur staðfest ráðninguna á Portúgalanum Pedro Hipólito sem næsta þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta. Hipólito tekur formlega við þjálfarastarfinu hjá Fram í dag og stýrir sinni fyrstu æfingu í kvöld. Hipólito tekur við Fram af Ásmundi Arnarssyni sem var óvænt sagt upp störfum á dögunum. „Hipólito er með UEFA PRO réttindi og talinn einn allra efnilegasta þjálfari Portúgala. Hann er 39 ára gamall og lék á sínum tíma 52 leiki með unglingalandsliðum Portúgal og sem leikmaður Sport Lisboa e Benfica, Academica og Farense. Hipólito hefur þjálfað í Portúgal undanfarin ár, nú síðast sem aðalþjálfari Atlético,“ segir í frétt á heimasíðu Fram. Þar einnig haft eftir Hermanni Guðmundssyni, formanni knattspyrnudeildar Fram, að Hipólito hafi fengið meðmæli frá Rui Faria, aðstoðarmanni José Mourinho hjá Manchester United. „Við væntum mikils af Hipólito, enda fær hann afar góð meðmæli, til dæmis frá Rui Faria, aðstoðarþjálfara José Mourinho hjá Manchester United, sem sagði við okkur að hann væri einn efnilegasti þjálfari Portúgals og miklar vonir væru bundnar við hann. Það verður því spennandi að sjá handbragð hans á afar efnilegu liði Fram,“ segir Hermann í fréttatilkynningunni. „Það var ekki auðvelt að fara í þjálfaraskipti nýverið en með þann gríðarlega efnivið sem Fram býr yfir núna fannst okkur rétt að breyta til og efla þjálfun ungu leikmannanna með því að fá þjálfara í fullt starf og Hipólito passaði við allt það sem við vildum sjá í framtíð Fram. Eftir að hafa sest niður með honum og rætt við hann var ákvörðunin um að ráða hann einföld. Hann er frábær kostur fyrir liðið og við hlökkum mikið til að sjá liðið taka framförum undir hans stjórn. Það eru skemmtilegir tímar framundan.“ Hipólito stýrir Fram í fyrsta sinn á fimmtudaginn þegar liðið fær Keflavík í heimsókn. Fram situr í 4. sæti Inkasso-deildarinnar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Portúgali tekur við Fram Portúgalinn Pedro Hipólito verður næsti þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta. 3. júlí 2017 10:56 Hvorki leikmenn Fram né aðstoðarþjálfarinn skilja hvers vegna Ásmundur var rekinn Fram vann fyrsta leikinn eftir brottrekstur Ásmundar Arnarssonar í gærkvöldi. 23. júní 2017 07:30 Ásmundur hættur hjá Fram Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram. 19. júní 2017 17:50 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Fram hefur staðfest ráðninguna á Portúgalanum Pedro Hipólito sem næsta þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta. Hipólito tekur formlega við þjálfarastarfinu hjá Fram í dag og stýrir sinni fyrstu æfingu í kvöld. Hipólito tekur við Fram af Ásmundi Arnarssyni sem var óvænt sagt upp störfum á dögunum. „Hipólito er með UEFA PRO réttindi og talinn einn allra efnilegasta þjálfari Portúgala. Hann er 39 ára gamall og lék á sínum tíma 52 leiki með unglingalandsliðum Portúgal og sem leikmaður Sport Lisboa e Benfica, Academica og Farense. Hipólito hefur þjálfað í Portúgal undanfarin ár, nú síðast sem aðalþjálfari Atlético,“ segir í frétt á heimasíðu Fram. Þar einnig haft eftir Hermanni Guðmundssyni, formanni knattspyrnudeildar Fram, að Hipólito hafi fengið meðmæli frá Rui Faria, aðstoðarmanni José Mourinho hjá Manchester United. „Við væntum mikils af Hipólito, enda fær hann afar góð meðmæli, til dæmis frá Rui Faria, aðstoðarþjálfara José Mourinho hjá Manchester United, sem sagði við okkur að hann væri einn efnilegasti þjálfari Portúgals og miklar vonir væru bundnar við hann. Það verður því spennandi að sjá handbragð hans á afar efnilegu liði Fram,“ segir Hermann í fréttatilkynningunni. „Það var ekki auðvelt að fara í þjálfaraskipti nýverið en með þann gríðarlega efnivið sem Fram býr yfir núna fannst okkur rétt að breyta til og efla þjálfun ungu leikmannanna með því að fá þjálfara í fullt starf og Hipólito passaði við allt það sem við vildum sjá í framtíð Fram. Eftir að hafa sest niður með honum og rætt við hann var ákvörðunin um að ráða hann einföld. Hann er frábær kostur fyrir liðið og við hlökkum mikið til að sjá liðið taka framförum undir hans stjórn. Það eru skemmtilegir tímar framundan.“ Hipólito stýrir Fram í fyrsta sinn á fimmtudaginn þegar liðið fær Keflavík í heimsókn. Fram situr í 4. sæti Inkasso-deildarinnar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Portúgali tekur við Fram Portúgalinn Pedro Hipólito verður næsti þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta. 3. júlí 2017 10:56 Hvorki leikmenn Fram né aðstoðarþjálfarinn skilja hvers vegna Ásmundur var rekinn Fram vann fyrsta leikinn eftir brottrekstur Ásmundar Arnarssonar í gærkvöldi. 23. júní 2017 07:30 Ásmundur hættur hjá Fram Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram. 19. júní 2017 17:50 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Portúgali tekur við Fram Portúgalinn Pedro Hipólito verður næsti þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta. 3. júlí 2017 10:56
Hvorki leikmenn Fram né aðstoðarþjálfarinn skilja hvers vegna Ásmundur var rekinn Fram vann fyrsta leikinn eftir brottrekstur Ásmundar Arnarssonar í gærkvöldi. 23. júní 2017 07:30
Ásmundur hættur hjá Fram Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Fram. 19. júní 2017 17:50
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann