Íslenski boltinn

Kristinn um mark Stjörnunnar: Upphafsspyrnan var ólögleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Markið umdeilda sem Stjarnan skoraði gegn KR á upphafsmínútu bikarleiks liðanna í gærkvöldi hefði ekki átt að standa samkvæmt Kristni Jakobssyni.

„Það hefði ekki átt að standa því að upphafsspyrnan var ólögleg,“ sagði Kristinn sem er yfirmaður dómaranefndar KSÍ.

„Þrír leikmenn Stjörnunnar voru komnir inn á vallarhelming KR og því átti spyrnan að vera endurtekin. Síðan veit maður aldrei hvað gerist eftir það en í þessu tilviki var það mark - því miður.“

KR fékk svo vítaspyrnu á 19. mínútu en Kristinn er ekki sammála því að Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, hafi verið að bæta upp fyrir fyrra atvikið með þeim dómi.

„Af fenginni reynslu er það alls ekki svo. Menn horfa á þetta einstaka atvik með þeim hætti sem menn sjá það og dæma eftir sinni bestu vitind. Svo er margra að dæma um hvort það hafi verið rétt eða ekki.“

„En að bæta upp ein mistök með öðrum er bara ávísun á vandamál.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×