Tíu ár frá marki Bjarna gegn Keflavík: Stríðsástand á Skaganum | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2017 14:45 Í dag, 4. júlí, eru nákvæmlega 10 ár síðan Bjarni Guðjónsson skoraði eitt frægasta, en jafnframt umdeildasta, mark íslenskrar fótboltasögu. Markið fræga kom í 2-1 sigri ÍA á Keflavík í 9. umferð Landsbankadeildarinnar 2007. Bjarni kom Skagamönnum í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 32. mínútu og þannig var staðan allt þar til 11 mínútur voru til leiksloka. Keflvíkingar spörkuðu þá boltanum út af til hægt væri að huga að Vjekoslav Svaðumovic, framherja ÍA.Það sauð allt upp úr eftir annað mark Bjarna.vísir/eiríkurSkagamenn tóku innkastið og boltinn barst á Bjarna sem skaut honum frá miðju, í boga yfir Ómar Jóhannsson, markvörð Keflvíkinga, og í netið. Og þá varð fjandinn laus. Keflvíkingar urðu æfir og hópuðust að Bjarna sem hélt höndunum uppi eins og til að sanna sakleysi sitt. Dagskránni lauk ekki þarna og tveir leikmenn fengu skömmu síðar rautt spjald. Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, fékk reisupassann fyrir stympingar og Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur, sá rautt fyrir gróft brot á Bjarna. Þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiksloka tók Bjarni á sprett til búningsherbergja með Keflvíkinga á hælunum. Skömmu fyrir lokaflautið sagði Kristinn honum að hlaupa til búningsherbergja. „Eftir því sem sjá mátti úr blaðamannastúkunni voru hendur látnar skipta við innganginn í búningsklefana og Guð má vita hvað gekk á þar fyrir innan. Þar var allt í hers höndum og í raun stríðsástand á Akranesi,“ skrifaði Henry Birgir Gunnarsson í grein sinni um leikinn í Fréttablaðinu daginn eftir.Kristján Guðmundsson var harðorður í garð Bjarna og ÍA eftir leikinn.vísir/eiríkurÞjálfarar liðanna voru á öndverðum meiði þegar þeir ræddu við Þorstein Gunnarsson, sem lýsti leiknum ásamt Loga Ólafssyni á Sýn, eftir leikinn. „Boltanum er sparkað út af til að gefa leikmanni Skagans aðhlynningu. Það er ljóst að Bjarni kallar á boltann, það er greinilega að hann lítur upp og sér hvar Ómar stendur og tekur skot á markið. Þetta er Bjarna Guðjónssyni til skammar, enn eina ferðina, og þetta er Skaganum líka til háborinnar skammar,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. „Bjarni skammaðist sín svo mikið að hann ákveður að hlaupa þarna inn. Þvílík er skömm hans. Hvað gerðist svo veit ég ekki.“ Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA og faðir Bjarna, hafði aðra sýn á markið umdeilda. „Þeir henda boltanum inn og Bjarni ætlar að spila honum til baka. Það kemur maður í öxlina á honum að pressa og hann hreinlega kinksar boltann. Það er nokkuð ljóst hvað gerist í því atviki. Hann ætlaði aldrei að gera þetta,“ sagði Guðjón. Mikið var rætt og ritað um þetta mark dagana á eftir og ásakanir gengu á víxl. Fulltrúar félaganna mættu í Kastljós, Keflavík sendi frá sér harðorða yfirlýsingu og svo mætti áfram telja. Markið umdeilda og atburðarrásina í kjölfar þess má sjá í spilaranum hér að ofan.Umfjöllun Fréttablaðsins um leikinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Í dag, 4. júlí, eru nákvæmlega 10 ár síðan Bjarni Guðjónsson skoraði eitt frægasta, en jafnframt umdeildasta, mark íslenskrar fótboltasögu. Markið fræga kom í 2-1 sigri ÍA á Keflavík í 9. umferð Landsbankadeildarinnar 2007. Bjarni kom Skagamönnum í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 32. mínútu og þannig var staðan allt þar til 11 mínútur voru til leiksloka. Keflvíkingar spörkuðu þá boltanum út af til hægt væri að huga að Vjekoslav Svaðumovic, framherja ÍA.Það sauð allt upp úr eftir annað mark Bjarna.vísir/eiríkurSkagamenn tóku innkastið og boltinn barst á Bjarna sem skaut honum frá miðju, í boga yfir Ómar Jóhannsson, markvörð Keflvíkinga, og í netið. Og þá varð fjandinn laus. Keflvíkingar urðu æfir og hópuðust að Bjarna sem hélt höndunum uppi eins og til að sanna sakleysi sitt. Dagskránni lauk ekki þarna og tveir leikmenn fengu skömmu síðar rautt spjald. Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, fékk reisupassann fyrir stympingar og Einar Orri Einarsson, leikmaður Keflavíkur, sá rautt fyrir gróft brot á Bjarna. Þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiksloka tók Bjarni á sprett til búningsherbergja með Keflvíkinga á hælunum. Skömmu fyrir lokaflautið sagði Kristinn honum að hlaupa til búningsherbergja. „Eftir því sem sjá mátti úr blaðamannastúkunni voru hendur látnar skipta við innganginn í búningsklefana og Guð má vita hvað gekk á þar fyrir innan. Þar var allt í hers höndum og í raun stríðsástand á Akranesi,“ skrifaði Henry Birgir Gunnarsson í grein sinni um leikinn í Fréttablaðinu daginn eftir.Kristján Guðmundsson var harðorður í garð Bjarna og ÍA eftir leikinn.vísir/eiríkurÞjálfarar liðanna voru á öndverðum meiði þegar þeir ræddu við Þorstein Gunnarsson, sem lýsti leiknum ásamt Loga Ólafssyni á Sýn, eftir leikinn. „Boltanum er sparkað út af til að gefa leikmanni Skagans aðhlynningu. Það er ljóst að Bjarni kallar á boltann, það er greinilega að hann lítur upp og sér hvar Ómar stendur og tekur skot á markið. Þetta er Bjarna Guðjónssyni til skammar, enn eina ferðina, og þetta er Skaganum líka til háborinnar skammar,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur. „Bjarni skammaðist sín svo mikið að hann ákveður að hlaupa þarna inn. Þvílík er skömm hans. Hvað gerðist svo veit ég ekki.“ Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA og faðir Bjarna, hafði aðra sýn á markið umdeilda. „Þeir henda boltanum inn og Bjarni ætlar að spila honum til baka. Það kemur maður í öxlina á honum að pressa og hann hreinlega kinksar boltann. Það er nokkuð ljóst hvað gerist í því atviki. Hann ætlaði aldrei að gera þetta,“ sagði Guðjón. Mikið var rætt og ritað um þetta mark dagana á eftir og ásakanir gengu á víxl. Fulltrúar félaganna mættu í Kastljós, Keflavík sendi frá sér harðorða yfirlýsingu og svo mætti áfram telja. Markið umdeilda og atburðarrásina í kjölfar þess má sjá í spilaranum hér að ofan.Umfjöllun Fréttablaðsins um leikinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira