Federer kallar á breytingar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. júlí 2017 13:00 Roger Federer er í fimmta sæti heimslistans í tennis. Vísir/Getty SVisslendingurinn Roger Federer kallar eftir breytingum í reglum risamóta í tennis. Federer komst áfram í aðra umferð Wimledon-mótsins í gær eftir að andstæðingur hans þurfti að hætta leik eftir rúmar 40 mínútur. Sömu sögu var að segja um viðureign Serbans Novak Djokovic sem var fyrr um daginn. Þessar tvær viðureignir fóru fram á aðal velli mótsins og borguðu aðdáendur tæpar átta þúsund krónur fyrir að sjá tvo af bestu mönnum heims spila. Dagskrá sem hefði átt að bjóða upp á hágæða tennis í fjóra, fimm tíma lauk eftir 80 mínútur. Á blaðamannafundi eftir leikinn benti Federer á að alþjóðatennissambandið sé að þróa nýja reglugerð sem gæti komið í veg fyrir álíka vonbrigði í framtíðinni. Alþjóðatennissambandið heldur öll tennismót, fyrir utan risamótin fjögur. Þessar breytingar fela það í sér að í stað þess að tennisleikari þurfi að hefja leik til þess að fá verðlaunaféð fyrir viðureignina, þá geti sá hinn sami afboðað sig vegna meiðsla og samt fengið verðlaunaféð. Þá sé plássi hans í viðureigninni úthlutað til næsta manns inn á mótið og viðureignin getur verið leikin til fulls. „Ég vorkenni áhorfendunum. Þeir komu hingað til að horfa á gott tennis, alvöru viðureign. Leikmaður á ekki að labba inn á völlinn ef hann veit að hann mun ekki geta klárað,“ sagði Federer. „Spurningin er hvort þeir hafi virkilega trúað því að þeir gætu klárað? Ef þeir gerðu það er ekkert að því að þeir hafi þurft að hætta. Annars hefðu þeir átt að gefa upp plássið sitt“Novak Djokovic vann sína viðureign einnig með því að andstæingurinn hætti keppni.Vísir/GettyVerðlaunaféð fyrir að detta út í fyrstu umferð Wimledon-mótsins er 35 þúsund pund, eða rúmar fjórar og hálf milljón, svo að eins og reglurnar eru í dag þá furðar engan að leikmenn skuli vilja byrja sínar viðureignir þó þeir séu ekki í fullkomnu ástandi. Alþjóðatennissambandið hefur haft nýju regluna í gildi í nokkrum mótum það sem af er árs og hefur hún skilað sér í mun færri viðureignum sem enda ókláraðar því annar leikmaðurinn þarf að hætta leik. Heimildarmenn breska blaðsins Telegraph hjá Wimbledon sögðu að forráðamenn mótsins hefðu verið að fylgjast náið með þróuninni hjá alþjóðatennissambandinu, en ekki viljað efna til breytinga þar sem öll risamótin fjögur vilji vera sameinuð í öllum sínum aðgerðum og ekki sé samhljómur um breytingar eins og komið er. Andstæðingar nýju reglurnar telja það siðferðislega rangt að borga leikmanni sem keppir ekki á mótinu. Þeir leggja til að í staðinn sé hægt að veita þeim sárabætur sem þurfa að draga sig úr keppni vegna meiðsla í stað þess að borga þeim verðlaunaféð. Eftir tvo keppnisdaga á Wimbledon hafa átta manns dregið sig úr keppni nú þegar. Tennis Tengdar fréttir Venus brotnaði niður á blaðamannafundi | Myndband Venus Williams hefur verið kærð af fjölskyldu manns sem lést í kjölfar umferðarslyss á Flórída. 3. júlí 2017 17:18 Spáð sigri á Wimbledon hálfu ári eftir að verjast hnífaárás á heimili sínu | Myndband Petra Kvitova hefur náð ótrúlegum bata líkamlega og andlega eftir skelfilegan atburð undir lok síðasta árs. 3. júlí 2017 14:30 Federer og Djokovic áfram í aðra umferð Wimbledon Roger Federer og Novak Djokovic sigruðu báðir andstæðinga sína á Wimbledon-mótinu í tennis og eru komnir áfram í aðra umferð. 4. júlí 2017 19:15 Andy Murray hóf titilvörnina á sigri Skotinn Andy Murray vann í dag Alexander Bublik á Wimbledon mótinu í tennis 3. júlí 2017 17:15 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira
SVisslendingurinn Roger Federer kallar eftir breytingum í reglum risamóta í tennis. Federer komst áfram í aðra umferð Wimledon-mótsins í gær eftir að andstæðingur hans þurfti að hætta leik eftir rúmar 40 mínútur. Sömu sögu var að segja um viðureign Serbans Novak Djokovic sem var fyrr um daginn. Þessar tvær viðureignir fóru fram á aðal velli mótsins og borguðu aðdáendur tæpar átta þúsund krónur fyrir að sjá tvo af bestu mönnum heims spila. Dagskrá sem hefði átt að bjóða upp á hágæða tennis í fjóra, fimm tíma lauk eftir 80 mínútur. Á blaðamannafundi eftir leikinn benti Federer á að alþjóðatennissambandið sé að þróa nýja reglugerð sem gæti komið í veg fyrir álíka vonbrigði í framtíðinni. Alþjóðatennissambandið heldur öll tennismót, fyrir utan risamótin fjögur. Þessar breytingar fela það í sér að í stað þess að tennisleikari þurfi að hefja leik til þess að fá verðlaunaféð fyrir viðureignina, þá geti sá hinn sami afboðað sig vegna meiðsla og samt fengið verðlaunaféð. Þá sé plássi hans í viðureigninni úthlutað til næsta manns inn á mótið og viðureignin getur verið leikin til fulls. „Ég vorkenni áhorfendunum. Þeir komu hingað til að horfa á gott tennis, alvöru viðureign. Leikmaður á ekki að labba inn á völlinn ef hann veit að hann mun ekki geta klárað,“ sagði Federer. „Spurningin er hvort þeir hafi virkilega trúað því að þeir gætu klárað? Ef þeir gerðu það er ekkert að því að þeir hafi þurft að hætta. Annars hefðu þeir átt að gefa upp plássið sitt“Novak Djokovic vann sína viðureign einnig með því að andstæingurinn hætti keppni.Vísir/GettyVerðlaunaféð fyrir að detta út í fyrstu umferð Wimledon-mótsins er 35 þúsund pund, eða rúmar fjórar og hálf milljón, svo að eins og reglurnar eru í dag þá furðar engan að leikmenn skuli vilja byrja sínar viðureignir þó þeir séu ekki í fullkomnu ástandi. Alþjóðatennissambandið hefur haft nýju regluna í gildi í nokkrum mótum það sem af er árs og hefur hún skilað sér í mun færri viðureignum sem enda ókláraðar því annar leikmaðurinn þarf að hætta leik. Heimildarmenn breska blaðsins Telegraph hjá Wimbledon sögðu að forráðamenn mótsins hefðu verið að fylgjast náið með þróuninni hjá alþjóðatennissambandinu, en ekki viljað efna til breytinga þar sem öll risamótin fjögur vilji vera sameinuð í öllum sínum aðgerðum og ekki sé samhljómur um breytingar eins og komið er. Andstæðingar nýju reglurnar telja það siðferðislega rangt að borga leikmanni sem keppir ekki á mótinu. Þeir leggja til að í staðinn sé hægt að veita þeim sárabætur sem þurfa að draga sig úr keppni vegna meiðsla í stað þess að borga þeim verðlaunaféð. Eftir tvo keppnisdaga á Wimbledon hafa átta manns dregið sig úr keppni nú þegar.
Tennis Tengdar fréttir Venus brotnaði niður á blaðamannafundi | Myndband Venus Williams hefur verið kærð af fjölskyldu manns sem lést í kjölfar umferðarslyss á Flórída. 3. júlí 2017 17:18 Spáð sigri á Wimbledon hálfu ári eftir að verjast hnífaárás á heimili sínu | Myndband Petra Kvitova hefur náð ótrúlegum bata líkamlega og andlega eftir skelfilegan atburð undir lok síðasta árs. 3. júlí 2017 14:30 Federer og Djokovic áfram í aðra umferð Wimbledon Roger Federer og Novak Djokovic sigruðu báðir andstæðinga sína á Wimbledon-mótinu í tennis og eru komnir áfram í aðra umferð. 4. júlí 2017 19:15 Andy Murray hóf titilvörnina á sigri Skotinn Andy Murray vann í dag Alexander Bublik á Wimbledon mótinu í tennis 3. júlí 2017 17:15 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira
Venus brotnaði niður á blaðamannafundi | Myndband Venus Williams hefur verið kærð af fjölskyldu manns sem lést í kjölfar umferðarslyss á Flórída. 3. júlí 2017 17:18
Spáð sigri á Wimbledon hálfu ári eftir að verjast hnífaárás á heimili sínu | Myndband Petra Kvitova hefur náð ótrúlegum bata líkamlega og andlega eftir skelfilegan atburð undir lok síðasta árs. 3. júlí 2017 14:30
Federer og Djokovic áfram í aðra umferð Wimbledon Roger Federer og Novak Djokovic sigruðu báðir andstæðinga sína á Wimbledon-mótinu í tennis og eru komnir áfram í aðra umferð. 4. júlí 2017 19:15
Andy Murray hóf titilvörnina á sigri Skotinn Andy Murray vann í dag Alexander Bublik á Wimbledon mótinu í tennis 3. júlí 2017 17:15