Tvö sprotafyrirtæki auðvelda leigjendum íbúða að auka tekjurnar Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2017 14:00 Tvö ung sprotafyrirtæki hafa tekið höndum saman um að bjóða fólki sem leigir tímabundið út íbúðir sínar upp á að setja upp þjónustusíður við auglýsingar þeirra á leigusíðum. Þannig geti leigjendur vakið athygli á fjölbreyttri þjónustu og afþreyingu og jafnframt drýgt tekjur sínar af húsnæðinu. Sprotafyrirtækin Travelade og TotalHost voru bæði stofnuð á síðasta ári. Þau hafa nú skrifað undir samstarfssamning sem ætlað er að gera leigusölum, sem leigja íbúðir sínar út í skammtímaleigu til ferðafólks, kleift að verða enn betri gestgjafar og næla sér um leið í aukatekjur. Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Travelade segir ferðamenn vera að leita að upplifun þegar þeir komi til Íslands. „Og þeir leita oft til þessara gestgjafa. Ef ég er með AirBnB íbúð leita gestirnir oft til mín, biðja mig um meðmæli; hvað á ég að gera á íslandi, hvað á ég að skoða, hvað á ég að sjá Þannig að við erum í raun að gera þessum gestgjöfum kleift að að búa til persónulegar síður með upplýsingum og meðmælum fyrir ferðamenn til að auðvelda þeim lífið,“ segir Andri Heiðar. Bæði fyrirtækin eru sprotafyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustu. Travelade er vefur sem auðveldar ferðafólki að skipuleggja ferðalagið sitt og finna ferðir, ráðleggingar og afþreyingu við sitt hæfi. En TotalHost gerir hins vegar leigusölum sem leigja íbúðir sínar ferðafólki, t.d. í gegnum AirBnB, kleift að fá greidda ákveðna þóknun frá bílaleigum og öðrum ferðaþjónustuaðilum fyrir að benda ferðafólki á þjónustu þeirra.Ganga ekki eftir skráningu íbúða Andri Heiðar segir fyrirtækin hins vegar ekki ganga eftir því að þeir sem þeir sem leigi íbúðirnar séu skráðir hjá sýslumanni og ekki sé eingöngu verið að miða á þá sem eru með íbúðir sínar skráðar hjá AirBnB. Það sé á ábyrgð hvers og eins leigusala að skrá starfsemi sína. En margir sem leigi út íbúðir séu nú þegar að veita viðskiptavinum sínum alls kyns upplýsingar um afþreyingu og þjónustu og Travelade og TotalHost ætli í samstarfi að auðvelda leigusölum þetta. „Á móti þá getur gestgjafinn fengið auknar tekjur, þóknunartekjur, með því að hjálpa þessum aðila. Með því að hjálpa þessum aðila að bóka hvort sem það eru bílaleigubílar eða ferðir og fleira,“ segir Andri Heiðar. Þá telur hann að með því að leigusalar veki athygli á ýmsu því sem hægt sé að skoða á Íslandi og taka sér fyrir hendur, muni þetta hjálpa til við að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Vegna þess að ef við erum með fjöldann allan af fólki sem er að búa til meðmæli eða hálfgerðar ferðahandbækur á Netinu fyrir sína ferðamenn, þá sjáum við að það gerist sjálfkrafa að mælt er með fleiri stöðum. Það er ekki bara verið að mæla með gullna hringnum og Blá lóninu, heldur verið að segja frá gönguleiðum hér og þar og ferðum víðar um landið. Þannig að við erum að vonast til að þetta hjálpi líka til við að dreifa ferðamönnum aðeins betur um landið,“ segir Andri Heiðar Kristinsson. Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Tvö ung sprotafyrirtæki hafa tekið höndum saman um að bjóða fólki sem leigir tímabundið út íbúðir sínar upp á að setja upp þjónustusíður við auglýsingar þeirra á leigusíðum. Þannig geti leigjendur vakið athygli á fjölbreyttri þjónustu og afþreyingu og jafnframt drýgt tekjur sínar af húsnæðinu. Sprotafyrirtækin Travelade og TotalHost voru bæði stofnuð á síðasta ári. Þau hafa nú skrifað undir samstarfssamning sem ætlað er að gera leigusölum, sem leigja íbúðir sínar út í skammtímaleigu til ferðafólks, kleift að verða enn betri gestgjafar og næla sér um leið í aukatekjur. Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Travelade segir ferðamenn vera að leita að upplifun þegar þeir komi til Íslands. „Og þeir leita oft til þessara gestgjafa. Ef ég er með AirBnB íbúð leita gestirnir oft til mín, biðja mig um meðmæli; hvað á ég að gera á íslandi, hvað á ég að skoða, hvað á ég að sjá Þannig að við erum í raun að gera þessum gestgjöfum kleift að að búa til persónulegar síður með upplýsingum og meðmælum fyrir ferðamenn til að auðvelda þeim lífið,“ segir Andri Heiðar. Bæði fyrirtækin eru sprotafyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustu. Travelade er vefur sem auðveldar ferðafólki að skipuleggja ferðalagið sitt og finna ferðir, ráðleggingar og afþreyingu við sitt hæfi. En TotalHost gerir hins vegar leigusölum sem leigja íbúðir sínar ferðafólki, t.d. í gegnum AirBnB, kleift að fá greidda ákveðna þóknun frá bílaleigum og öðrum ferðaþjónustuaðilum fyrir að benda ferðafólki á þjónustu þeirra.Ganga ekki eftir skráningu íbúða Andri Heiðar segir fyrirtækin hins vegar ekki ganga eftir því að þeir sem þeir sem leigi íbúðirnar séu skráðir hjá sýslumanni og ekki sé eingöngu verið að miða á þá sem eru með íbúðir sínar skráðar hjá AirBnB. Það sé á ábyrgð hvers og eins leigusala að skrá starfsemi sína. En margir sem leigi út íbúðir séu nú þegar að veita viðskiptavinum sínum alls kyns upplýsingar um afþreyingu og þjónustu og Travelade og TotalHost ætli í samstarfi að auðvelda leigusölum þetta. „Á móti þá getur gestgjafinn fengið auknar tekjur, þóknunartekjur, með því að hjálpa þessum aðila. Með því að hjálpa þessum aðila að bóka hvort sem það eru bílaleigubílar eða ferðir og fleira,“ segir Andri Heiðar. Þá telur hann að með því að leigusalar veki athygli á ýmsu því sem hægt sé að skoða á Íslandi og taka sér fyrir hendur, muni þetta hjálpa til við að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Vegna þess að ef við erum með fjöldann allan af fólki sem er að búa til meðmæli eða hálfgerðar ferðahandbækur á Netinu fyrir sína ferðamenn, þá sjáum við að það gerist sjálfkrafa að mælt er með fleiri stöðum. Það er ekki bara verið að mæla með gullna hringnum og Blá lóninu, heldur verið að segja frá gönguleiðum hér og þar og ferðum víðar um landið. Þannig að við erum að vonast til að þetta hjálpi líka til við að dreifa ferðamönnum aðeins betur um landið,“ segir Andri Heiðar Kristinsson.
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira