Lést Amelia Earhart í haldi Japana? Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2017 10:45 Amelia Earhart hvarf þann 2. júlí 1937 á flugi yfir Marshall-eyjum í Kyrrahafinu. Vísir/Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna/Getty Gömul mynd sem fannst nýlega í Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna er sögð gefa í skyn að frægasti kvenkyns flugmaður sögunnar, Amelia Earhart, hafi ekki dáið í flugslysi í Kyrrahafinu. Þess í stað hafi hún verið handsömuð af Japönum og dáið í haldi þeirra. Earhart hvarf árið 1937 þegar hún reyndi að fljúga hringinn í kringum jörðina.NBC birti myndina í gær og er um að ræða kynningu fyrir nýjan þátt á History Channel sem sýna á á sunnudaginn. Þátturinn heitir Amelia Earhart: The Lost Evidence. Síðast heyrðist til Earhart þann 2. júlí 1937 þegar hún var að reyna að fljúga hringinn í kringum heiminn ásamt Fred Noonan. Þau voru þá á flugi yfir Kyrrahafinu og er talið að þau hafi brotlent. Árið 1939 voru þau svo úrskurðuð látin, en líkamsleifar þeirra hafa þó aldrei fundist né flugvélin. Earhart var rétt tæplega 40 ára gömul þegar hún hvarf. Þegar hún hvarf hafði Earhart látið til sín kveða í sögu flugsins og meðal annars varð hún fyrsta konan til að fljúga ein yfir Atlantshafið. Þá varð hún fyrst allra til að fljúga tvisvar sinnum ein yfir sama úthaf.Fjölmargar kenningar Margar kenningar um örlög Earhart og Noonan hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina. Sú sem þykir líklegust er að á leið til Howlandeyju hafi þau villst, orðið eldsneytislaus og brotlent í Kyrrahafi. Önnur kenning er að þau hafi brotlent á Nikumaroro-rifi og dáið þar. Beinagrind fannst á rifinu árið 1940, en læknar sögðu að um karlmann hefði verið að ræða. Þá mun einnig hafa fundist kassi með förðunarbúnaði á rifinu. Kenningin um að Earhart og Noonan hafi verið handsömuð af Japönum er ekki ný af nálinni og þessi nýja mynd þykir ekki líkleg til að varpa frekari ljósi á örlög þeirra. Myndin sem um ræðir var tekin á Jaluit-rifi í Marshall-eyjaklasanum og er hún sögð hafa verið tekin árið 1937.Á myndinni, sem mun hafa verið tekin af njósnara Bandaríkjanna, má sjá hóp fólks standa á bryggju og er því haldið fram að Earhart sitji á bryggjunni og að Noonan standi henni nærri. Þá má sjá japanskt skip, sem nefnist Koshu draga pramma lengst til hægri á myndinni og á flugvél Earhart að vera á prammanum.Maðurinn í fyrsta hringnum á að vera Noonan. Earhart er sögð sitja á bryggjunni og flugvélin á pramma lengst til hægri.Yfirvöld í Japan segja að engin gögn séu til um að Earhart hafi nokkurn tímann verið í haldi þeirra. BBC segir hins vegar að vitað sé til þess að stór hluti skjala japanska yfirvalda frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafi horfið og það afsanni kenninguna ekki. Sérfræðingar sem History Channel ræddi við segja að á myndinni sjáist að konan sé með stutt hár, eins og Earhart, og að hún sé í buxum. Þá er maðurinn á myndinni sagður líkjast Noonan verulega. Það má þó velta því upp hve raunhæft sé að bera kennsl á manneskjur á mynd frá fjórða áratugi síðustu aldar. Japan Marshall-eyjar Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Gömul mynd sem fannst nýlega í Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna er sögð gefa í skyn að frægasti kvenkyns flugmaður sögunnar, Amelia Earhart, hafi ekki dáið í flugslysi í Kyrrahafinu. Þess í stað hafi hún verið handsömuð af Japönum og dáið í haldi þeirra. Earhart hvarf árið 1937 þegar hún reyndi að fljúga hringinn í kringum jörðina.NBC birti myndina í gær og er um að ræða kynningu fyrir nýjan þátt á History Channel sem sýna á á sunnudaginn. Þátturinn heitir Amelia Earhart: The Lost Evidence. Síðast heyrðist til Earhart þann 2. júlí 1937 þegar hún var að reyna að fljúga hringinn í kringum heiminn ásamt Fred Noonan. Þau voru þá á flugi yfir Kyrrahafinu og er talið að þau hafi brotlent. Árið 1939 voru þau svo úrskurðuð látin, en líkamsleifar þeirra hafa þó aldrei fundist né flugvélin. Earhart var rétt tæplega 40 ára gömul þegar hún hvarf. Þegar hún hvarf hafði Earhart látið til sín kveða í sögu flugsins og meðal annars varð hún fyrsta konan til að fljúga ein yfir Atlantshafið. Þá varð hún fyrst allra til að fljúga tvisvar sinnum ein yfir sama úthaf.Fjölmargar kenningar Margar kenningar um örlög Earhart og Noonan hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina. Sú sem þykir líklegust er að á leið til Howlandeyju hafi þau villst, orðið eldsneytislaus og brotlent í Kyrrahafi. Önnur kenning er að þau hafi brotlent á Nikumaroro-rifi og dáið þar. Beinagrind fannst á rifinu árið 1940, en læknar sögðu að um karlmann hefði verið að ræða. Þá mun einnig hafa fundist kassi með förðunarbúnaði á rifinu. Kenningin um að Earhart og Noonan hafi verið handsömuð af Japönum er ekki ný af nálinni og þessi nýja mynd þykir ekki líkleg til að varpa frekari ljósi á örlög þeirra. Myndin sem um ræðir var tekin á Jaluit-rifi í Marshall-eyjaklasanum og er hún sögð hafa verið tekin árið 1937.Á myndinni, sem mun hafa verið tekin af njósnara Bandaríkjanna, má sjá hóp fólks standa á bryggju og er því haldið fram að Earhart sitji á bryggjunni og að Noonan standi henni nærri. Þá má sjá japanskt skip, sem nefnist Koshu draga pramma lengst til hægri á myndinni og á flugvél Earhart að vera á prammanum.Maðurinn í fyrsta hringnum á að vera Noonan. Earhart er sögð sitja á bryggjunni og flugvélin á pramma lengst til hægri.Yfirvöld í Japan segja að engin gögn séu til um að Earhart hafi nokkurn tímann verið í haldi þeirra. BBC segir hins vegar að vitað sé til þess að stór hluti skjala japanska yfirvalda frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafi horfið og það afsanni kenninguna ekki. Sérfræðingar sem History Channel ræddi við segja að á myndinni sjáist að konan sé með stutt hár, eins og Earhart, og að hún sé í buxum. Þá er maðurinn á myndinni sagður líkjast Noonan verulega. Það má þó velta því upp hve raunhæft sé að bera kennsl á manneskjur á mynd frá fjórða áratugi síðustu aldar.
Japan Marshall-eyjar Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira