Handbolti

Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snorri Steinn var í íslenska landsliðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM tveimur árum síðar.
Snorri Steinn var í íslenska landsliðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM tveimur árum síðar. vísir/daníel
Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson verður kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals.

Heimkoma hins 35 ára gamla Snorra Steins hefur legið lengi í loftinu en hann hefur gengið frá starflokum við franska liðið Nimes sem hann hefur leikið með undanfarin tvö ár.

Snorri Steinn er uppalinn hjá Val og lék með liðinu til ársins 2003 þegar hann gekk í raðir Grosswallstadt í Þýskalandi. Snorri Steinn lék 257 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði 846 mörk.

Á fundinum var örvhenta skyttan Árni Þór Sigtryggsson einnig kynntur sem nýr leikmaður Vals. Hann hefur leikið sem atvinnumaður í Þýskalandi undanfarin ár.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku og textalýsingu Vísis af fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×