Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2017 13:22 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipti fjórum af lista þeirra hæfustu að mati hæfisnefndar út fyrir aðra umsækjendur sem þóttu síður hæfir. vísir/anton brink Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfum þeirra Jóhannesar Rúnars Jóhannessonar og Ástráðs Haraldssonar um að ógilt verði með dómi sú ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra að leggja ekki til að þeir verði skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt. Skaðabótakröfu þeirra var einnig vísað frá dómi. Báðir fóru fram á viðurkenningu skaðabóta frá íslenska ríkinu en þeir voru á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að skipaðir yrðu dómarar við réttinn. Ástráður Haraldsson var ósáttur við að dómsmálaráðherra hefði virt niðurstöðu dómnefndar um hæfni landsréttardómara að vettugi.vísir/anton brink Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á listanum sem urðu til þess að Ástráður og Jóhannes Rúnar féllu af listanum. Þeir stefndu íslenska ríkinu í framhaldinu.Krafan andstæð meginreglum réttarfars Dómurinn taldi ógildingarkröfu Ástráðs og Jóhannesar svo andstæða meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur. Af þeim sökum verði ekki komist hjá því að vísa henni frá dómi. Dómurinn sagði ógildingu ákvörðunar almennt hafa í för með sér að réttaráhrif ákvörðunar falli á brott, án þess að nokkuð komi í staðinn. Þannig verði ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu um sakarefni málsins. Jóhannes Rúnar Jóhannesson hæstaréttarlögmaður.vísir/gva „Þannig myndu ákvarðanir ráðherra, bæði hvað varðar tillögu hans til Alþingis og forseta Íslands, svo og ákvörðun Alþingis um staðfestingu tillögu ráðherra um skipun 15 dómara Landsréttar, allar halda áfram gildi sínu svo lengi sem dómstólar fella þær ekki úr gildi,“ segir í niðurstöðu dómsins.Vanreifuð skaðabótakrafa Hvað skaðabótakröfuna varðar taldi dómurinn þá Ástráð og Jóhannes hvorki hafa sýnt fram á líkur þess að hafa orðið fyrir tjóni né umfang tjónsins, og að sú krafa hafi verið svo vanreifuð að ekki sé hægt að komast hjá því að vísa henni frá dómi. Ekki sé hægt að viðurkenna bótaábyrgð íslenska ríkisins vegna ákvarðana dómsmálaráðherra þar sem ekki sé að finna viðunandi umfjöllun um grundvöll skaðabótakröfunnar. Þá hafi Ástráður og Jóhannes ekki lagt fram nein gögn um tekjur sínar undanfarin ár, auk þess þess Kjararáð hafi ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt. „Meðan slíkrar ákvörðunar Kjararáðs nýtur ekki við hefur dómarinn engar forsendur til að taka afstöðu til þess hvort stefnandi hafi leitt nægar líkur að tjóni eða í hverju tjón hans kunni að felast,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ástráður og Jóhannes fóru einnig fram á eina milljón króna í miskabætur og að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða allan málskostnað. Ríkið fór fram á að verða sýknað af þeim kröfum og verða þær því teknar til efnislegrar meðferðar fyrir dómi. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02 Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00 Varpar ábyrgð á skipan dómara við Landsrétt á Alþingi og forseta Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins. 3. júlí 2017 22:50 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfum þeirra Jóhannesar Rúnars Jóhannessonar og Ástráðs Haraldssonar um að ógilt verði með dómi sú ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra að leggja ekki til að þeir verði skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt. Skaðabótakröfu þeirra var einnig vísað frá dómi. Báðir fóru fram á viðurkenningu skaðabóta frá íslenska ríkinu en þeir voru á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að skipaðir yrðu dómarar við réttinn. Ástráður Haraldsson var ósáttur við að dómsmálaráðherra hefði virt niðurstöðu dómnefndar um hæfni landsréttardómara að vettugi.vísir/anton brink Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á listanum sem urðu til þess að Ástráður og Jóhannes Rúnar féllu af listanum. Þeir stefndu íslenska ríkinu í framhaldinu.Krafan andstæð meginreglum réttarfars Dómurinn taldi ógildingarkröfu Ástráðs og Jóhannesar svo andstæða meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur. Af þeim sökum verði ekki komist hjá því að vísa henni frá dómi. Dómurinn sagði ógildingu ákvörðunar almennt hafa í för með sér að réttaráhrif ákvörðunar falli á brott, án þess að nokkuð komi í staðinn. Þannig verði ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu um sakarefni málsins. Jóhannes Rúnar Jóhannesson hæstaréttarlögmaður.vísir/gva „Þannig myndu ákvarðanir ráðherra, bæði hvað varðar tillögu hans til Alþingis og forseta Íslands, svo og ákvörðun Alþingis um staðfestingu tillögu ráðherra um skipun 15 dómara Landsréttar, allar halda áfram gildi sínu svo lengi sem dómstólar fella þær ekki úr gildi,“ segir í niðurstöðu dómsins.Vanreifuð skaðabótakrafa Hvað skaðabótakröfuna varðar taldi dómurinn þá Ástráð og Jóhannes hvorki hafa sýnt fram á líkur þess að hafa orðið fyrir tjóni né umfang tjónsins, og að sú krafa hafi verið svo vanreifuð að ekki sé hægt að komast hjá því að vísa henni frá dómi. Ekki sé hægt að viðurkenna bótaábyrgð íslenska ríkisins vegna ákvarðana dómsmálaráðherra þar sem ekki sé að finna viðunandi umfjöllun um grundvöll skaðabótakröfunnar. Þá hafi Ástráður og Jóhannes ekki lagt fram nein gögn um tekjur sínar undanfarin ár, auk þess þess Kjararáð hafi ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt. „Meðan slíkrar ákvörðunar Kjararáðs nýtur ekki við hefur dómarinn engar forsendur til að taka afstöðu til þess hvort stefnandi hafi leitt nægar líkur að tjóni eða í hverju tjón hans kunni að felast,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ástráður og Jóhannes fóru einnig fram á eina milljón króna í miskabætur og að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða allan málskostnað. Ríkið fór fram á að verða sýknað af þeim kröfum og verða þær því teknar til efnislegrar meðferðar fyrir dómi.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02 Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00 Varpar ábyrgð á skipan dómara við Landsrétt á Alþingi og forseta Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins. 3. júlí 2017 22:50 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02
Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00
Varpar ábyrgð á skipan dómara við Landsrétt á Alþingi og forseta Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins. 3. júlí 2017 22:50