Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2017 13:22 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipti fjórum af lista þeirra hæfustu að mati hæfisnefndar út fyrir aðra umsækjendur sem þóttu síður hæfir. vísir/anton brink Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfum þeirra Jóhannesar Rúnars Jóhannessonar og Ástráðs Haraldssonar um að ógilt verði með dómi sú ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra að leggja ekki til að þeir verði skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt. Skaðabótakröfu þeirra var einnig vísað frá dómi. Báðir fóru fram á viðurkenningu skaðabóta frá íslenska ríkinu en þeir voru á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að skipaðir yrðu dómarar við réttinn. Ástráður Haraldsson var ósáttur við að dómsmálaráðherra hefði virt niðurstöðu dómnefndar um hæfni landsréttardómara að vettugi.vísir/anton brink Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á listanum sem urðu til þess að Ástráður og Jóhannes Rúnar féllu af listanum. Þeir stefndu íslenska ríkinu í framhaldinu.Krafan andstæð meginreglum réttarfars Dómurinn taldi ógildingarkröfu Ástráðs og Jóhannesar svo andstæða meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur. Af þeim sökum verði ekki komist hjá því að vísa henni frá dómi. Dómurinn sagði ógildingu ákvörðunar almennt hafa í för með sér að réttaráhrif ákvörðunar falli á brott, án þess að nokkuð komi í staðinn. Þannig verði ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu um sakarefni málsins. Jóhannes Rúnar Jóhannesson hæstaréttarlögmaður.vísir/gva „Þannig myndu ákvarðanir ráðherra, bæði hvað varðar tillögu hans til Alþingis og forseta Íslands, svo og ákvörðun Alþingis um staðfestingu tillögu ráðherra um skipun 15 dómara Landsréttar, allar halda áfram gildi sínu svo lengi sem dómstólar fella þær ekki úr gildi,“ segir í niðurstöðu dómsins.Vanreifuð skaðabótakrafa Hvað skaðabótakröfuna varðar taldi dómurinn þá Ástráð og Jóhannes hvorki hafa sýnt fram á líkur þess að hafa orðið fyrir tjóni né umfang tjónsins, og að sú krafa hafi verið svo vanreifuð að ekki sé hægt að komast hjá því að vísa henni frá dómi. Ekki sé hægt að viðurkenna bótaábyrgð íslenska ríkisins vegna ákvarðana dómsmálaráðherra þar sem ekki sé að finna viðunandi umfjöllun um grundvöll skaðabótakröfunnar. Þá hafi Ástráður og Jóhannes ekki lagt fram nein gögn um tekjur sínar undanfarin ár, auk þess þess Kjararáð hafi ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt. „Meðan slíkrar ákvörðunar Kjararáðs nýtur ekki við hefur dómarinn engar forsendur til að taka afstöðu til þess hvort stefnandi hafi leitt nægar líkur að tjóni eða í hverju tjón hans kunni að felast,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ástráður og Jóhannes fóru einnig fram á eina milljón króna í miskabætur og að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða allan málskostnað. Ríkið fór fram á að verða sýknað af þeim kröfum og verða þær því teknar til efnislegrar meðferðar fyrir dómi. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02 Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00 Varpar ábyrgð á skipan dómara við Landsrétt á Alþingi og forseta Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins. 3. júlí 2017 22:50 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfum þeirra Jóhannesar Rúnars Jóhannessonar og Ástráðs Haraldssonar um að ógilt verði með dómi sú ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra að leggja ekki til að þeir verði skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt. Skaðabótakröfu þeirra var einnig vísað frá dómi. Báðir fóru fram á viðurkenningu skaðabóta frá íslenska ríkinu en þeir voru á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd lagði til að skipaðir yrðu dómarar við réttinn. Ástráður Haraldsson var ósáttur við að dómsmálaráðherra hefði virt niðurstöðu dómnefndar um hæfni landsréttardómara að vettugi.vísir/anton brink Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á listanum sem urðu til þess að Ástráður og Jóhannes Rúnar féllu af listanum. Þeir stefndu íslenska ríkinu í framhaldinu.Krafan andstæð meginreglum réttarfars Dómurinn taldi ógildingarkröfu Ástráðs og Jóhannesar svo andstæða meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur. Af þeim sökum verði ekki komist hjá því að vísa henni frá dómi. Dómurinn sagði ógildingu ákvörðunar almennt hafa í för með sér að réttaráhrif ákvörðunar falli á brott, án þess að nokkuð komi í staðinn. Þannig verði ekki séð að það myndi leiða til skýrrar og afgerandi niðurstöðu um sakarefni málsins. Jóhannes Rúnar Jóhannesson hæstaréttarlögmaður.vísir/gva „Þannig myndu ákvarðanir ráðherra, bæði hvað varðar tillögu hans til Alþingis og forseta Íslands, svo og ákvörðun Alþingis um staðfestingu tillögu ráðherra um skipun 15 dómara Landsréttar, allar halda áfram gildi sínu svo lengi sem dómstólar fella þær ekki úr gildi,“ segir í niðurstöðu dómsins.Vanreifuð skaðabótakrafa Hvað skaðabótakröfuna varðar taldi dómurinn þá Ástráð og Jóhannes hvorki hafa sýnt fram á líkur þess að hafa orðið fyrir tjóni né umfang tjónsins, og að sú krafa hafi verið svo vanreifuð að ekki sé hægt að komast hjá því að vísa henni frá dómi. Ekki sé hægt að viðurkenna bótaábyrgð íslenska ríkisins vegna ákvarðana dómsmálaráðherra þar sem ekki sé að finna viðunandi umfjöllun um grundvöll skaðabótakröfunnar. Þá hafi Ástráður og Jóhannes ekki lagt fram nein gögn um tekjur sínar undanfarin ár, auk þess þess Kjararáð hafi ekki ákveðið laun og önnur starfskjör dómara við Landsrétt. „Meðan slíkrar ákvörðunar Kjararáðs nýtur ekki við hefur dómarinn engar forsendur til að taka afstöðu til þess hvort stefnandi hafi leitt nægar líkur að tjóni eða í hverju tjón hans kunni að felast,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ástráður og Jóhannes fóru einnig fram á eina milljón króna í miskabætur og að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða allan málskostnað. Ríkið fór fram á að verða sýknað af þeim kröfum og verða þær því teknar til efnislegrar meðferðar fyrir dómi.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02 Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00 Varpar ábyrgð á skipan dómara við Landsrétt á Alþingi og forseta Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins. 3. júlí 2017 22:50 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Aðalmeðferð í Landsréttarmáli Ástráðs haldin um miðjan ágúst Jóhannes segir jafnframt að málið hafi fengið þá flýtimeðferð sem óskað var eftir. 3. júlí 2017 11:02
Ráðherra felur LEX málið Sigríður starfaði hjá lögmannsstofunni LEX sem héraðsdómslögmaður árin 2007 til 2015. 19. júní 2017 07:00
Varpar ábyrgð á skipan dómara við Landsrétt á Alþingi og forseta Vísa á máli Ástráðs Haraldssonar gegn íslenska ríkinu frá vegna þess að ekki gangi upp að höfða mál gegn dómsmálaráðherra. Þetta er mat lögfræðings íslenska ríkisins. 3. júlí 2017 22:50