Logi Ólafs: Það var byrði á herðum þessara pilta sem þeir áttu erfitt með að bera Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júlí 2017 22:00 Víkingar í Reykjavík hafa verið á fljúgandi siglingu í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir að Logi Ólafsson tók við liðinu þegar Milos Milojevic yfirgaf Fossvoginn og tók við Breiðablik. Víkingar eru búnir að vinna þrjá leiki og gera tvö jafntefli í fyrstu fimm leikjunum undir stjórn Loga og eru í heildina besta lið deildinnar í síðustu fimm umferðum. Logi kom óvænt aftur inn í deildina en hann stýrði síðast Stjörnunni árið 2013 og gerði góða hluti í Garðabænum. „Ég hef nú ekki verið með stórar yfirlýsingar en þó sagt að þetta sé orðið gott og svona. Ég get alveg upplýst það að ég hugsaði mér að taka tvö ár með Stjörnunni á sínum tíma og ljúka mínum ferli þar en það var fremur snubbóttur endir þar. Samt sem áður leið mér ekkert illa með að vera hættur þá,“ segir Logi Ólafsson í 1á1 sem sýndur var á Stöð 2 Sport HD í kvöld. „Alkinn byrjar stundum að drekka aftur ef hann er hættur á annað borð. Það þarf kannski ekki mikið til að kveikja í manni. Eftir að hafa hitt Víkingana hér og skoðað mannskapinn fannst mér þetta spennandi.“ Logi segist ekki hafa sett nein skýr markmið með Víkingsliðið á þessu tímabili heldur vildi hann bara fá það besta út úr leikmannahópnum. „Ég setti engin markmið um hvar við ætluðum að enda eða neitt slíkt. Ég setti bara þá vinnu í gang að reyna að breyta andrúmsloftinu og hugarástandinu og öðru slíku,“ segir hann. „Það var byrði á herðum þessara pilta sem þeir áttu erfitt með að bera og því fannst mér tilvalið að reyna að nálgast þetta með þeim hætti að létta aðeins á stemningunni og reyna að fá menn til að vera jákvæðir og trúa á sína eigin getu.Fótboltaleikur er fullur af mistökum en það verður enginn hengdur fyrir slíkt,“ segir Logi Ólafsson. Brot úr 1á1 má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira
Víkingar í Reykjavík hafa verið á fljúgandi siglingu í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir að Logi Ólafsson tók við liðinu þegar Milos Milojevic yfirgaf Fossvoginn og tók við Breiðablik. Víkingar eru búnir að vinna þrjá leiki og gera tvö jafntefli í fyrstu fimm leikjunum undir stjórn Loga og eru í heildina besta lið deildinnar í síðustu fimm umferðum. Logi kom óvænt aftur inn í deildina en hann stýrði síðast Stjörnunni árið 2013 og gerði góða hluti í Garðabænum. „Ég hef nú ekki verið með stórar yfirlýsingar en þó sagt að þetta sé orðið gott og svona. Ég get alveg upplýst það að ég hugsaði mér að taka tvö ár með Stjörnunni á sínum tíma og ljúka mínum ferli þar en það var fremur snubbóttur endir þar. Samt sem áður leið mér ekkert illa með að vera hættur þá,“ segir Logi Ólafsson í 1á1 sem sýndur var á Stöð 2 Sport HD í kvöld. „Alkinn byrjar stundum að drekka aftur ef hann er hættur á annað borð. Það þarf kannski ekki mikið til að kveikja í manni. Eftir að hafa hitt Víkingana hér og skoðað mannskapinn fannst mér þetta spennandi.“ Logi segist ekki hafa sett nein skýr markmið með Víkingsliðið á þessu tímabili heldur vildi hann bara fá það besta út úr leikmannahópnum. „Ég setti engin markmið um hvar við ætluðum að enda eða neitt slíkt. Ég setti bara þá vinnu í gang að reyna að breyta andrúmsloftinu og hugarástandinu og öðru slíku,“ segir hann. „Það var byrði á herðum þessara pilta sem þeir áttu erfitt með að bera og því fannst mér tilvalið að reyna að nálgast þetta með þeim hætti að létta aðeins á stemningunni og reyna að fá menn til að vera jákvæðir og trúa á sína eigin getu.Fótboltaleikur er fullur af mistökum en það verður enginn hengdur fyrir slíkt,“ segir Logi Ólafsson. Brot úr 1á1 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira