Ejub: Höfum oft átt góða leiki gegn FH Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2017 21:58 Úr leiknum í kvöld. vísir/ernir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., var að vonum kampakátur eftir sigur hans manna á Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld. Þetta var þriðji leikur FH og Víkings í Krikanum í efstu deild og Ólsarar hafa ekki enn tapað á þessum sterka heimavelli meistaranna. „Við höfum oft átt góða leiki gegn FH hérna. Umgjörðin skapar kannski stemmningu. Þetta var frábær leikur. Við vorum vel skipulagðir og alltaf inni í leiknum,“ sagði Ejub eftir leik. „Það gekk nokkurn veginn allt upp. Við vorum agaðir, skipulagðir og lokuðum á það sem skapar hættu. Rosalega margir voru einbeittir allan tímann í kvöld. Á móti svona liði þarf meira og minna allt að ganga upp til að vinna,“ bætti Ejub við. Varnarleikur Ólsara var virkilega öflugur í leiknum í kvöld og FH-ingar fengu ekki mörg opin færi. „Við gerðum ráð fyrir því að FH yrði meira með boltann og það kom okkur ekki á óvart. En við náðum að loka á þá og gáfum þeim lítinn tíma þegar þeir komu inn á okkar vallarhelming. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi,“ sagði Ejub. Allir þrír sigrar Víkings í sumar hafa komið gegn liðum í efstu fjórum sætum Pepsi-deildarinnar. Kann Ejub einhverja skýringu á þessu góða gengi gegn sterkustu liðum deildarinnar? „Þú reynir alltaf að skipuleggja liðið en svo eru hlutir sem þú ræður ekki við. Síðasti leikur gegn Víkingi R. var nákvæmlega eins skipulagður og þessi en svo gerðum við mistök. Vissulega skipulegg ég leikina gegn sterkustu liðunum aðeins öðruvísi en það er ekki mikill munur,“ sagði Ejub að endingu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Víkingur Ó. 0-2 | Ólsarar lyftu sér upp úr fallsæti með fræknum sigri í Krikanum Víkingur Ó. er kominn upp úr fallsæti eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum FH. 7. júlí 2017 22:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., var að vonum kampakátur eftir sigur hans manna á Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld. Þetta var þriðji leikur FH og Víkings í Krikanum í efstu deild og Ólsarar hafa ekki enn tapað á þessum sterka heimavelli meistaranna. „Við höfum oft átt góða leiki gegn FH hérna. Umgjörðin skapar kannski stemmningu. Þetta var frábær leikur. Við vorum vel skipulagðir og alltaf inni í leiknum,“ sagði Ejub eftir leik. „Það gekk nokkurn veginn allt upp. Við vorum agaðir, skipulagðir og lokuðum á það sem skapar hættu. Rosalega margir voru einbeittir allan tímann í kvöld. Á móti svona liði þarf meira og minna allt að ganga upp til að vinna,“ bætti Ejub við. Varnarleikur Ólsara var virkilega öflugur í leiknum í kvöld og FH-ingar fengu ekki mörg opin færi. „Við gerðum ráð fyrir því að FH yrði meira með boltann og það kom okkur ekki á óvart. En við náðum að loka á þá og gáfum þeim lítinn tíma þegar þeir komu inn á okkar vallarhelming. Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi,“ sagði Ejub. Allir þrír sigrar Víkings í sumar hafa komið gegn liðum í efstu fjórum sætum Pepsi-deildarinnar. Kann Ejub einhverja skýringu á þessu góða gengi gegn sterkustu liðum deildarinnar? „Þú reynir alltaf að skipuleggja liðið en svo eru hlutir sem þú ræður ekki við. Síðasti leikur gegn Víkingi R. var nákvæmlega eins skipulagður og þessi en svo gerðum við mistök. Vissulega skipulegg ég leikina gegn sterkustu liðunum aðeins öðruvísi en það er ekki mikill munur,“ sagði Ejub að endingu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Víkingur Ó. 0-2 | Ólsarar lyftu sér upp úr fallsæti með fræknum sigri í Krikanum Víkingur Ó. er kominn upp úr fallsæti eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum FH. 7. júlí 2017 22:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Umfjöllun: FH - Víkingur Ó. 0-2 | Ólsarar lyftu sér upp úr fallsæti með fræknum sigri í Krikanum Víkingur Ó. er kominn upp úr fallsæti eftir frækinn sigur á Íslandsmeisturum FH. 7. júlí 2017 22:00