Íslenska fyrir útlendinga orðin ein vinsælasta greinin innan HÍ Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. júní 2017 06:00 Nærri 7.300 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust Háskóla Íslands fyrir skólaárið 2017-2018. vísir/gva Vaxandi áhugi er á íslenskunámi fyrir útlendinga í Háskóla Íslands, segir Margrét Jónsdóttir, greinarformaður íslenskunámsins í Hugvísindadeild HÍ. Íslenska sem annað tungumál er vinsælasta námsleiðin innan skólans. Samtals bárust tæplega 439 umsóknir um BA-nám eða styttra hagnýtt nám á þessari námsleið fyrir næsta haust. Það eru rúmlega 40 prósent af öllum þeim umsóknum sem bárust Hugvísindasviði.Jakobína Hólmfríður Árnadóttir„Það er vaxandi áhugi og hefur verið undanfarin ár,“ segir Margrét og bætir við að áhuginn sé orðinn mjög mikill. Tvær námsleiðir eru í íslensku sem öðru tungumáli. Annars vegar er það hefðbundið BA-nám. Síðan er það hagnýt íslenska sem er grunndiplómanám og tekur eitt ár. Til þess að fara í BA-námið þarf viðkomandi að hafa grunnþekkingu á íslensku en hagnýta leiðin er fyrir algjöra byrjendur í náminu. Umsækjendur um BA-námið fyrir næsta haust eru 237 en umsækjendur um grunndiplómað eru 202. Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, framkvæmdastjóri ráðninga hjá Capacent, segir íslenskukunnáttu mjög oft hafa áhrif á möguleika fólks til að fá vinnu. „Auðvitað fer það aðeins eftir störfum en yfirleitt vilja fyrirtæki einhverja íslenskukunnáttu, nánast í hvaða störf sem er,“ segir hún. Jakobína segir marga erlenda starfsmenn hér koma í gegnum starfsmannaleigur. Ingi Örn Gíslason, framkvæmdastjóri Íslenskrar verkmiðlunar, segist hvetja alla sem hingað koma til starfa á vegum fyrirtækisins til að sækja sér íslenskukennslu. Hann segir það misjafnt hverjir hafi áhuga á náminu. „Þeir sem koma hingað til að setjast að hafa, eðli málsins samkvæmt, meiri áhuga á íslenskukennslu,“ segir Ingi Örn. Samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar fjölgaði landsmönnum um 1,8 prósent eða 5.820 manns árið 2016. Þar munar mest um að aðfluttir umfram brottflutta voru 4.069. Erlendir ríkisborgarar voru 30.275 hinn 1. janúar. Ingi Örn segist merkja mikinn áhuga útlendinga á störfum hérlendis. „Það er gríðarleg aukning í því á síðustu tveimur, þremur árum. Gengið er aðlaðandi og það er stór þáttur,“ segir hann. Efnahagslífið hér sé þannig að nóg sé af störfum í boði. Allt það fólk sem kemur hingað í gegnum Íslenska verkmiðlun er frá Evrópska efnahagssvæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Vaxandi áhugi er á íslenskunámi fyrir útlendinga í Háskóla Íslands, segir Margrét Jónsdóttir, greinarformaður íslenskunámsins í Hugvísindadeild HÍ. Íslenska sem annað tungumál er vinsælasta námsleiðin innan skólans. Samtals bárust tæplega 439 umsóknir um BA-nám eða styttra hagnýtt nám á þessari námsleið fyrir næsta haust. Það eru rúmlega 40 prósent af öllum þeim umsóknum sem bárust Hugvísindasviði.Jakobína Hólmfríður Árnadóttir„Það er vaxandi áhugi og hefur verið undanfarin ár,“ segir Margrét og bætir við að áhuginn sé orðinn mjög mikill. Tvær námsleiðir eru í íslensku sem öðru tungumáli. Annars vegar er það hefðbundið BA-nám. Síðan er það hagnýt íslenska sem er grunndiplómanám og tekur eitt ár. Til þess að fara í BA-námið þarf viðkomandi að hafa grunnþekkingu á íslensku en hagnýta leiðin er fyrir algjöra byrjendur í náminu. Umsækjendur um BA-námið fyrir næsta haust eru 237 en umsækjendur um grunndiplómað eru 202. Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, framkvæmdastjóri ráðninga hjá Capacent, segir íslenskukunnáttu mjög oft hafa áhrif á möguleika fólks til að fá vinnu. „Auðvitað fer það aðeins eftir störfum en yfirleitt vilja fyrirtæki einhverja íslenskukunnáttu, nánast í hvaða störf sem er,“ segir hún. Jakobína segir marga erlenda starfsmenn hér koma í gegnum starfsmannaleigur. Ingi Örn Gíslason, framkvæmdastjóri Íslenskrar verkmiðlunar, segist hvetja alla sem hingað koma til starfa á vegum fyrirtækisins til að sækja sér íslenskukennslu. Hann segir það misjafnt hverjir hafi áhuga á náminu. „Þeir sem koma hingað til að setjast að hafa, eðli málsins samkvæmt, meiri áhuga á íslenskukennslu,“ segir Ingi Örn. Samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar fjölgaði landsmönnum um 1,8 prósent eða 5.820 manns árið 2016. Þar munar mest um að aðfluttir umfram brottflutta voru 4.069. Erlendir ríkisborgarar voru 30.275 hinn 1. janúar. Ingi Örn segist merkja mikinn áhuga útlendinga á störfum hérlendis. „Það er gríðarleg aukning í því á síðustu tveimur, þremur árum. Gengið er aðlaðandi og það er stór þáttur,“ segir hann. Efnahagslífið hér sé þannig að nóg sé af störfum í boði. Allt það fólk sem kemur hingað í gegnum Íslenska verkmiðlun er frá Evrópska efnahagssvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira