Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2017 10:00 Rink-skriðjökullinn á Grænlandi skríður jökla hraðast fram. ljósmynd/NASA Berghlaupið sem olli flóðbylgju á Vestur-Grænlandi um helgina er afleiðing hops jökla af völdum hnattrænnar hlýnunar. Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur, segir þörf á að vakta umhverfi jökla á Íslandi vegna hættu á flóðbylgjum úr jökullónum. Lögreglan á Grænlandi telur að þrír fullorðnir og eitt barn hafi farist í flóðbylgjunni sem gekk á land í þorpinu Nuugaatsiaq á vesturströnd Grænlands á sunnudag. Í fyrstu var talið að jarðskjálfti af stærðinni fjórir hefði valdið flóðbylgjunni en nú virðist liggja fyrir að gríðarlegt berghlaup hafi fallið í fjörð austan við þorpið með þessum afleiðingum. Þorsteinn segir að berghlaupið hafi fallið úr snarbrattri hlíð í Karrat Isfjorden, um þrjátíu kílómetra innan og austan við Nuugaatsiaq. Innar í firðinum er Rink-skriðjökullinn en hann skríður hvað hraðast fram af öllum jöklum Grænlands.Svipuð atburðarás og í Öskjuvatni fyrir þremur árumErfitt er að segja hversu stórt berghlaupið var að svo stöddu. Þorsteinn segir að áætlað sé að brotsárið sé um 1.100 metrar að breidd og 300 metrar á hæð. Ljóst sé að milljónir, jafnvel tugir milljóna, rúmmetra af efni hafi steypst ofan í fjörðinn. Þorsteinn segir að um svipaða atburðarás og í skriðunni í Öskjuvatni árið 2014 hafi verið að ræða. Berghlaup sem féll út í vatnið olli þá flóðbylgju sem gekk allt að 120 metra upp fyrir yfirborð vatnsins og náði inn í Víti, eins og Vísir greindi frá. Í myndasyrpu neðst í fréttinni má sjá eyðilegginguna sem flóðbylgjan olli í Nuugaatsiaq. Yfirvöld telja að ellefu húsum hafi skolað á haf út.Skyggða svæðið sýnir hvar talið er að berghlaupið hafi fallið. Flóðbylgjan ferðaðist um þrjátíu kílómetra að Nuugaatsiaq.ljósmynd/NASALíklega tíðari viðburður þegar jöklar hopa áfram Þekkt er að þegar jöklar eins og Rink-skriðjökullinn hopa skilja þeir eftir sig hlíðar sem geta veikst og runnið af stað, meðal annars vegna rigninga, leysinga, jarðskjálfta eða einfaldlega eigin óstöðugleika. „Þetta er náttúrulega bara afsprengi þess að þú ert með berggrunn sem hefur verið sorfinn af jökli og svo færðu þessar bröttu og óstöðugu hlíðar. Berghlaup eru algeng á þessu svæði. Það er náttúrulega afleiðing loftslagshlýnunar,“ segir Þorsteinn um flóðbylgjuna á Grænlandi.Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur, ætlar að kortleggja hlíðar við jökullón á Íslandi.Jöklar á Grænlandi bráðna nú hratt vegna áframhaldandi hnattrænnar hlýnunar af völdum losunnar manna á gróðurhúsalofttegundum. Þorsteinn segir að búast megi við að berghlaup af þessu tagi verði tíðari. „Þegar jöklar hörfa úr fjörðum eða dölum þá standa eftir þessar bröttu hlíðar. Ef það er veikleiki í berggrunninum þá eru miklar líkur á að þær gefi undan,“ segir hann.Ekki spurning um hvort heldur hvenær það gerist á ÍslandiÍsland fer ekki varhluta af hopi jökla. Þó að jöklar gangi hér ekki fram í sjó segir Þorsteinn að huga þurfi af hættunni sem skapist þegar þeir hörfa. Jöklarnir hafa hopað og þynnst hratt þannig að veikar hlíðar standa eftir líkt og hefur gerst á Grænlandi. Samfara því hafa vatnsmikil lón myndast við sporða margra þeirra sem berghlaup geta fallið í og valdið flóðbylgjum. Eitt slíkt flóð átti sér stað í Steinsholtsdal þegar berghlaup féll að hluta til ofan í lón fyrir framan Steinsholtsjökul árið 1967. Merki þess má sjá í sethólum og stórgrýti í dalnum. Önnur stór skriða féll á Morsárjökul fyrir tíu árum.Flóðbylgjan sem óð niður Steinsholtsdal árið 1967 skildi eftir sig hóla úr seti og stórgrýti sem enn sést í dag.ljósmynd/Þorsteinn Sæmundsson„Það er ekki spurning hvort heldur hvenær annað stórt berghlaup fellur á skriðjökla og hugsanlega í jökullón á Íslandi. Við því getum við lítið gert en við getum aukið rannsóknir á myndun og þróun jökullóna og stöðugleika hlíða ofan við þau og komið upp vöktun á þeim stöðum þar sem hætta getur skapast af slíkum atburðum,” segir Þorsteinn. Hann mun vinna við rannsóknir á hlíðum við Sólheimajökul og aðra skriðjökla í sunnanverðum Vatnajökli í sumar. Einnig sótti hann um styrk til að geta hafið kortlagningu á hættulegum hlíðum næsta sumar. „Þetta er að gerast og við erum með allan þennan fjölda ferðamanna í þessum umhverfi. Þetta er bara eins og að vakta eldfjöll eða jarðskjálfta. Við þurfum að skoða líka þessi umhverfi varðandi hættu,” segir Þorsteinn.Húsum skolaði út á sjó þegar flóðbylgjan gekk yfir Nuugaatsiaq.Arktisk Kommando/Palle LauritsenMikil skriða fell úr hlíð um 30 kílómetrum frá þorpinu.Arktisk KommandoArktisk Kommando/Palle LauritsenFlóðbylgjan olli skemmdum á húsum í Nuugaatsiaq.Arktisk Kommando/Palle LauritsenFlóðbylgjan skall á þorpinu á sunnudag eftir það sem var í fyrstu talinn jarðskjálfti upp á fjóra.Arktisk Kommando/Palle LauritsenEyðilegging í þorpinu.Arktisk Kommando/Palle LauritsenUm hundrað manns búa í bænum Nuugaatsiaq á vesturströnd Grænlands.Arktisk Kommando/Palle LauritsenÍsjökum skolaði upp á land með flóðbylgjunni sem velti einnig öllu lauslegu um koll.Arktisk Kommando/Palle LauritsenHús úr þorpinu marar í hálfu kafi úti í sjó.Arktisk Kommando/Palle LauritsenArktisk Kommando/Palle LauritsenArktisk Kommando/Palle Lauritsen Flóðbylgja á Grænlandi Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld hafa boðið Grænlendingum aðstoð Ekki liggur fyrir hvort að grænlensk stjórnvöld ætli að þekkjast boð íslenskra stjórnvalda um aðstoð eftir flóðbylgjuna sem gekk yfir þorp í fjörðum á Vestur-Grænlandi í dag. 18. júní 2017 15:17 Fjögurra saknað eftir flóðbylgjuna á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi segir að fjögurra sé saknað eftir flóðbylgjuna sem gekk á land í þorpum á Vestur-Grænlandi eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi. 18. júní 2017 12:08 Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21 Önnur flóðbylgjuviðvörun gefin út á Grænlandi Hætta er á flóðbylgju í kringum Ummannaq á vesturströndinni og er fólk hvatt til að yfirgefa ströndina og leita hærra, inn til landsins. 18. júní 2017 22:32 Illt í hjartanu og vill hjálpa Landssöfnun er hafin fyrir þá sem misstu allt sitt í flóðbylgjunni í Grænlandi. Tvö þorp hafa verið rýmd af ótta við aðra flóðbylgju og íbúar fjögurra annarra eiga að vera á varðbergi. 19. júní 2017 21:15 Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq sem staðsett er stutt frá. 19. júní 2017 10:33 Ríkisstjórn Íslands samþykkir 40 milljóna króna framlag til stuðnings Grænlendingum Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga 20. júní 2017 12:34 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Berghlaupið sem olli flóðbylgju á Vestur-Grænlandi um helgina er afleiðing hops jökla af völdum hnattrænnar hlýnunar. Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur, segir þörf á að vakta umhverfi jökla á Íslandi vegna hættu á flóðbylgjum úr jökullónum. Lögreglan á Grænlandi telur að þrír fullorðnir og eitt barn hafi farist í flóðbylgjunni sem gekk á land í þorpinu Nuugaatsiaq á vesturströnd Grænlands á sunnudag. Í fyrstu var talið að jarðskjálfti af stærðinni fjórir hefði valdið flóðbylgjunni en nú virðist liggja fyrir að gríðarlegt berghlaup hafi fallið í fjörð austan við þorpið með þessum afleiðingum. Þorsteinn segir að berghlaupið hafi fallið úr snarbrattri hlíð í Karrat Isfjorden, um þrjátíu kílómetra innan og austan við Nuugaatsiaq. Innar í firðinum er Rink-skriðjökullinn en hann skríður hvað hraðast fram af öllum jöklum Grænlands.Svipuð atburðarás og í Öskjuvatni fyrir þremur árumErfitt er að segja hversu stórt berghlaupið var að svo stöddu. Þorsteinn segir að áætlað sé að brotsárið sé um 1.100 metrar að breidd og 300 metrar á hæð. Ljóst sé að milljónir, jafnvel tugir milljóna, rúmmetra af efni hafi steypst ofan í fjörðinn. Þorsteinn segir að um svipaða atburðarás og í skriðunni í Öskjuvatni árið 2014 hafi verið að ræða. Berghlaup sem féll út í vatnið olli þá flóðbylgju sem gekk allt að 120 metra upp fyrir yfirborð vatnsins og náði inn í Víti, eins og Vísir greindi frá. Í myndasyrpu neðst í fréttinni má sjá eyðilegginguna sem flóðbylgjan olli í Nuugaatsiaq. Yfirvöld telja að ellefu húsum hafi skolað á haf út.Skyggða svæðið sýnir hvar talið er að berghlaupið hafi fallið. Flóðbylgjan ferðaðist um þrjátíu kílómetra að Nuugaatsiaq.ljósmynd/NASALíklega tíðari viðburður þegar jöklar hopa áfram Þekkt er að þegar jöklar eins og Rink-skriðjökullinn hopa skilja þeir eftir sig hlíðar sem geta veikst og runnið af stað, meðal annars vegna rigninga, leysinga, jarðskjálfta eða einfaldlega eigin óstöðugleika. „Þetta er náttúrulega bara afsprengi þess að þú ert með berggrunn sem hefur verið sorfinn af jökli og svo færðu þessar bröttu og óstöðugu hlíðar. Berghlaup eru algeng á þessu svæði. Það er náttúrulega afleiðing loftslagshlýnunar,“ segir Þorsteinn um flóðbylgjuna á Grænlandi.Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur, ætlar að kortleggja hlíðar við jökullón á Íslandi.Jöklar á Grænlandi bráðna nú hratt vegna áframhaldandi hnattrænnar hlýnunar af völdum losunnar manna á gróðurhúsalofttegundum. Þorsteinn segir að búast megi við að berghlaup af þessu tagi verði tíðari. „Þegar jöklar hörfa úr fjörðum eða dölum þá standa eftir þessar bröttu hlíðar. Ef það er veikleiki í berggrunninum þá eru miklar líkur á að þær gefi undan,“ segir hann.Ekki spurning um hvort heldur hvenær það gerist á ÍslandiÍsland fer ekki varhluta af hopi jökla. Þó að jöklar gangi hér ekki fram í sjó segir Þorsteinn að huga þurfi af hættunni sem skapist þegar þeir hörfa. Jöklarnir hafa hopað og þynnst hratt þannig að veikar hlíðar standa eftir líkt og hefur gerst á Grænlandi. Samfara því hafa vatnsmikil lón myndast við sporða margra þeirra sem berghlaup geta fallið í og valdið flóðbylgjum. Eitt slíkt flóð átti sér stað í Steinsholtsdal þegar berghlaup féll að hluta til ofan í lón fyrir framan Steinsholtsjökul árið 1967. Merki þess má sjá í sethólum og stórgrýti í dalnum. Önnur stór skriða féll á Morsárjökul fyrir tíu árum.Flóðbylgjan sem óð niður Steinsholtsdal árið 1967 skildi eftir sig hóla úr seti og stórgrýti sem enn sést í dag.ljósmynd/Þorsteinn Sæmundsson„Það er ekki spurning hvort heldur hvenær annað stórt berghlaup fellur á skriðjökla og hugsanlega í jökullón á Íslandi. Við því getum við lítið gert en við getum aukið rannsóknir á myndun og þróun jökullóna og stöðugleika hlíða ofan við þau og komið upp vöktun á þeim stöðum þar sem hætta getur skapast af slíkum atburðum,” segir Þorsteinn. Hann mun vinna við rannsóknir á hlíðum við Sólheimajökul og aðra skriðjökla í sunnanverðum Vatnajökli í sumar. Einnig sótti hann um styrk til að geta hafið kortlagningu á hættulegum hlíðum næsta sumar. „Þetta er að gerast og við erum með allan þennan fjölda ferðamanna í þessum umhverfi. Þetta er bara eins og að vakta eldfjöll eða jarðskjálfta. Við þurfum að skoða líka þessi umhverfi varðandi hættu,” segir Þorsteinn.Húsum skolaði út á sjó þegar flóðbylgjan gekk yfir Nuugaatsiaq.Arktisk Kommando/Palle LauritsenMikil skriða fell úr hlíð um 30 kílómetrum frá þorpinu.Arktisk KommandoArktisk Kommando/Palle LauritsenFlóðbylgjan olli skemmdum á húsum í Nuugaatsiaq.Arktisk Kommando/Palle LauritsenFlóðbylgjan skall á þorpinu á sunnudag eftir það sem var í fyrstu talinn jarðskjálfti upp á fjóra.Arktisk Kommando/Palle LauritsenEyðilegging í þorpinu.Arktisk Kommando/Palle LauritsenUm hundrað manns búa í bænum Nuugaatsiaq á vesturströnd Grænlands.Arktisk Kommando/Palle LauritsenÍsjökum skolaði upp á land með flóðbylgjunni sem velti einnig öllu lauslegu um koll.Arktisk Kommando/Palle LauritsenHús úr þorpinu marar í hálfu kafi úti í sjó.Arktisk Kommando/Palle LauritsenArktisk Kommando/Palle LauritsenArktisk Kommando/Palle Lauritsen
Flóðbylgja á Grænlandi Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld hafa boðið Grænlendingum aðstoð Ekki liggur fyrir hvort að grænlensk stjórnvöld ætli að þekkjast boð íslenskra stjórnvalda um aðstoð eftir flóðbylgjuna sem gekk yfir þorp í fjörðum á Vestur-Grænlandi í dag. 18. júní 2017 15:17 Fjögurra saknað eftir flóðbylgjuna á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi segir að fjögurra sé saknað eftir flóðbylgjuna sem gekk á land í þorpum á Vestur-Grænlandi eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi. 18. júní 2017 12:08 Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21 Önnur flóðbylgjuviðvörun gefin út á Grænlandi Hætta er á flóðbylgju í kringum Ummannaq á vesturströndinni og er fólk hvatt til að yfirgefa ströndina og leita hærra, inn til landsins. 18. júní 2017 22:32 Illt í hjartanu og vill hjálpa Landssöfnun er hafin fyrir þá sem misstu allt sitt í flóðbylgjunni í Grænlandi. Tvö þorp hafa verið rýmd af ótta við aðra flóðbylgju og íbúar fjögurra annarra eiga að vera á varðbergi. 19. júní 2017 21:15 Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq sem staðsett er stutt frá. 19. júní 2017 10:33 Ríkisstjórn Íslands samþykkir 40 milljóna króna framlag til stuðnings Grænlendingum Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga 20. júní 2017 12:34 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa boðið Grænlendingum aðstoð Ekki liggur fyrir hvort að grænlensk stjórnvöld ætli að þekkjast boð íslenskra stjórnvalda um aðstoð eftir flóðbylgjuna sem gekk yfir þorp í fjörðum á Vestur-Grænlandi í dag. 18. júní 2017 15:17
Fjögurra saknað eftir flóðbylgjuna á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi segir að fjögurra sé saknað eftir flóðbylgjuna sem gekk á land í þorpum á Vestur-Grænlandi eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi. 18. júní 2017 12:08
Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21
Önnur flóðbylgjuviðvörun gefin út á Grænlandi Hætta er á flóðbylgju í kringum Ummannaq á vesturströndinni og er fólk hvatt til að yfirgefa ströndina og leita hærra, inn til landsins. 18. júní 2017 22:32
Illt í hjartanu og vill hjálpa Landssöfnun er hafin fyrir þá sem misstu allt sitt í flóðbylgjunni í Grænlandi. Tvö þorp hafa verið rýmd af ótta við aðra flóðbylgju og íbúar fjögurra annarra eiga að vera á varðbergi. 19. júní 2017 21:15
Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq sem staðsett er stutt frá. 19. júní 2017 10:33
Ríkisstjórn Íslands samþykkir 40 milljóna króna framlag til stuðnings Grænlendingum Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga 20. júní 2017 12:34