Erlent

Eyðileggingin í grænlenska þorpinu í myndum

Kjartan Kjartansson skrifar
Hús marar í hálfu kafi í sjónum fyrir utan Nuugaatsiaq eftir flóðbylgjuna sem gekk yfir þorpið á laugardagskvöld.
Hús marar í hálfu kafi í sjónum fyrir utan Nuugaatsiaq eftir flóðbylgjuna sem gekk yfir þorpið á laugardagskvöld. Arktisk Kommando/Palle Lauritsen
Þorpið Nuugaatsiaq á Vestur-Grænlandi stendur enn autt eftir flóðbylgjuna sem gekk yfir það á laugardag. Tveir eru alvarlega slasaðir og fjögurra er enn saknað. Danska herliðið á Grænlandi hefur nú birt myndir af eyðileggingunni í Nuugaatsiaq þar sem ellefu húsum skolaði meðal annars á haf út.

Grænlenska útvarpið KNR segir að enginn nema fulltrúar yfirvalda hafi komið til þorpsins eftir að flóðbylgjan gekk þar á land skömmu fyrir klukkan tíu á laugardagskvöld og þorpið var rýmt.

Sveit frá danska herliðinu á Grænlandi gekk á land í þorpinu í nótt en þurfti að fara þaðan aftur í morgun

„Við sigldum aftur út þegar ísstaðan var orðin virkilega slæm. Þá var þungur straumur og ís svo við sigldum niður í Illorsuit-sund,“ hefur KNR eftir Søren Kjeldsen, skipstjóra á varðskipinu Vædderen.

Ljósmyndari herliðsins tók myndir af eyðileggingunni og má skoða þær með því að fletta í myndasyrpunni hér fyrir neðan.

 

Húsum skolaði út á sjó þegar flóðbylgjan gekk yfir Nuugaatsiaq.Arktisk Kommando/Palle Lauritsen
Mikil skriða fell úr hlíð um 30 kílómetrum frá þorpinu.Arktisk Kommando
Arktisk Kommando/Palle Lauritsen
Flóðbylgjan olli skemmdum á húsum í Nuugaatsiaq.Arktisk Kommando/Palle Lauritsen
Flóðbylgjan skall á þorpinu á sunnudag eftir það sem var í fyrstu talinn jarðskjálfti upp á fjóra.Arktisk Kommando/Palle Lauritsen
Eyðilegging í þorpinu.Arktisk Kommando/Palle Lauritsen
Um hundrað manns búa í bænum Nuugaatsiaq á vesturströnd Grænlands.Arktisk Kommando/Palle Lauritsen
Ísjökum skolaði upp á land með flóðbylgjunni sem velti einnig öllu lauslegu um koll.Arktisk Kommando/Palle Lauritsen
Hús úr þorpinu marar í hálfu kafi úti í sjó.Arktisk Kommando/Palle Lauritsen
Arktisk Kommando/Palle Lauritsen
Arktisk Kommando/Palle Lauritsen

Tengdar fréttir

Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi

Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi.

Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta

Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq sem staðsett er stutt frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×