Þota Bandaríkjahers skaut niður íranskan dróna Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2017 18:30 Orrustuþotan sem skaut niður íranska drónann var af gerðinni F-15E Strike Eagle. Tvær slíkar þotur sjást hér á mynd. Vísir/AFP Bandarísk herþota skaut niður dróna, sem framleiddur var í Íran, í suðurhluta Sýrlands. Drónanum var stýrt af hersveitum hliðhollum sýrlensku ríkisstjórninni. BBC greinir frá. Í tilkynningu frá Bandaríkjaher segir að dróninn sem skotinn var niður hafi borið vopn. Þá er hann einnig sagður hafa ógnað hersveitum bandamanna Bandaríkjahers á jörðu niðri. Dróninn var skotinn niður norðaustan við al-Tanf, útvarðarstöð Bandaríkjahers við landamæri Sýrlands, Íraks og Jórdaníu, skömmu eftir miðnætti í nótt að staðartíma. Þetta er annar dróninn í þessum mánuði sem Bandaríkjaher skýtur niður i í sýrlenskri lofthelgi. Þá skaut herinn niður sýrlenska herþotu á sunnudag. Bandaríkjaher staðfesti einnig nýlega að sveitir bandamanna hersins hefðu ráðið niðurlögum eins af helstu klerkum hryðjuverkasamtakanna ISIS, Turki al-Binali, í loftárás í Sýrlandi í síðasta mánuði. Einstaklingar tengdir ISIS hafa einnig staðfest dauða al-Binali. Talið er að íranski dróninn sem skotinn var niður hafi verið af gerðinni Shahed 129 en fyrsta eintak af tegundinni var kynnt til sögunnar árið 2012. Hann er talinn hafa drægi upp á um 2000 kílómetra og geta borið bæði sprengjur og eldflaugar. Á vef Guardian kemur fram að aðgerðir Bandaríkjahers við al-Tanf hafi grundvallast alfarið á sjálfsvörn. Bandaríkin og bandamenn þeirra á svæðinu hafa jafnframt einbeitt sér að baráttunni við ISIS og reynt að forðast átök við Rússa og Írani, bandamenn sýrlensku ríkisstjórnarinnar. Með minnkandi íhlutun ISIS á svæðinu hafa þó líkur aukist á átökum milli afla sem berjast um yfirráð á þessum slóðum í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Bandarísk herþota skaut niður dróna, sem framleiddur var í Íran, í suðurhluta Sýrlands. Drónanum var stýrt af hersveitum hliðhollum sýrlensku ríkisstjórninni. BBC greinir frá. Í tilkynningu frá Bandaríkjaher segir að dróninn sem skotinn var niður hafi borið vopn. Þá er hann einnig sagður hafa ógnað hersveitum bandamanna Bandaríkjahers á jörðu niðri. Dróninn var skotinn niður norðaustan við al-Tanf, útvarðarstöð Bandaríkjahers við landamæri Sýrlands, Íraks og Jórdaníu, skömmu eftir miðnætti í nótt að staðartíma. Þetta er annar dróninn í þessum mánuði sem Bandaríkjaher skýtur niður i í sýrlenskri lofthelgi. Þá skaut herinn niður sýrlenska herþotu á sunnudag. Bandaríkjaher staðfesti einnig nýlega að sveitir bandamanna hersins hefðu ráðið niðurlögum eins af helstu klerkum hryðjuverkasamtakanna ISIS, Turki al-Binali, í loftárás í Sýrlandi í síðasta mánuði. Einstaklingar tengdir ISIS hafa einnig staðfest dauða al-Binali. Talið er að íranski dróninn sem skotinn var niður hafi verið af gerðinni Shahed 129 en fyrsta eintak af tegundinni var kynnt til sögunnar árið 2012. Hann er talinn hafa drægi upp á um 2000 kílómetra og geta borið bæði sprengjur og eldflaugar. Á vef Guardian kemur fram að aðgerðir Bandaríkjahers við al-Tanf hafi grundvallast alfarið á sjálfsvörn. Bandaríkin og bandamenn þeirra á svæðinu hafa jafnframt einbeitt sér að baráttunni við ISIS og reynt að forðast átök við Rússa og Írani, bandamenn sýrlensku ríkisstjórnarinnar. Með minnkandi íhlutun ISIS á svæðinu hafa þó líkur aukist á átökum milli afla sem berjast um yfirráð á þessum slóðum í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira