Kosti smáaura miðað við verðmætin í húfi Benedikt Bóas skrifar 22. júní 2017 07:00 Merkar minjar hafa fundist við Dysnes en rannsókn fornleifafræðinganna er hluti af umhverfismati fyrir stórskipahöfn á Dysnesi. vísir/auðunn „Þetta er upphæð sem þingið hlýtur að geta fundið, smáaur miðað við þau ómetanlegu menningarverðmæti sem eru í hættu ef ekkert er gert,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður. Nýlega fundust merkilegar minjar við fornleifauppgröft við Dysnes norðan Akureyrar. Talið er að kuml sem þar fannst sé frá víkingaöld. Vísbendingar benda til að mun fleiri kuml finnist á svæðinu á næstu dögum. Rannsókn fornleifafræðinganna er hluti af umhverfismati fyrir stórskipahöfn á Dysnesi með allt að 300 metra viðlegukanti sem fyrirtæki og sveitarfélög í Eyjafirði áforma að byggja á næstu árum. Hafnarmannvirki sem á að þjóna olíuleit á Drekasvæðinu sem og námagreftri á austurströnd Grænlands. Einnig hefur þessi framkvæmd verið markaðssett sem umskipunarhöfn fyrir siglingar yfir norðurpólinn. Framkvæmdin er talin munu kosta tæpa tuttugu milljarða króna.Andrés Ingi JónssonAndrés segir ergilegt að það sé aldrei farið af stað í fornleifauppgröft nema það standi til að fara í framkvæmdir á viðkomandi stað. „Það er ótrúlega merkilegt að sjá þessar minjar koma upp, því þetta er sennilega einn stærsti kumlafundur síðustu áratuga. Það er í raun ótrúleg heppni að þetta finnist og lá við því stórslysi að minjarnar á Dysnesi færu í sjóinn og sama staða er uppi víða um land.“ Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við Dysnes en aðeins einu sinni hafa fundist tveir bátar á sama stað og aðeins hafa fundist um 15-20 sverð við fornleifauppgröft á Íslandi. Andrés segir að til að koma í veg fyrir að ómetanlegar menningarminjar fari forgörðum verði að grípa til bráðaaðgerða til þess að kortleggja fornleifar í landinu. „Mesta tímapressan er á strandsvæðum, þar sem við erum í kapphlaupi við tímann. Ráðuneytið reiknar með að það ætti að vera hægt að skrá strandlengjuna alla fyrir um 330 milljónir, útgjöld sem myndu kannski dreifast yfir fimm ár. Þá fengjum við loksins heildarsýnina sem vantar svo sárlega núna,“ bendir hann á. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
„Þetta er upphæð sem þingið hlýtur að geta fundið, smáaur miðað við þau ómetanlegu menningarverðmæti sem eru í hættu ef ekkert er gert,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður. Nýlega fundust merkilegar minjar við fornleifauppgröft við Dysnes norðan Akureyrar. Talið er að kuml sem þar fannst sé frá víkingaöld. Vísbendingar benda til að mun fleiri kuml finnist á svæðinu á næstu dögum. Rannsókn fornleifafræðinganna er hluti af umhverfismati fyrir stórskipahöfn á Dysnesi með allt að 300 metra viðlegukanti sem fyrirtæki og sveitarfélög í Eyjafirði áforma að byggja á næstu árum. Hafnarmannvirki sem á að þjóna olíuleit á Drekasvæðinu sem og námagreftri á austurströnd Grænlands. Einnig hefur þessi framkvæmd verið markaðssett sem umskipunarhöfn fyrir siglingar yfir norðurpólinn. Framkvæmdin er talin munu kosta tæpa tuttugu milljarða króna.Andrés Ingi JónssonAndrés segir ergilegt að það sé aldrei farið af stað í fornleifauppgröft nema það standi til að fara í framkvæmdir á viðkomandi stað. „Það er ótrúlega merkilegt að sjá þessar minjar koma upp, því þetta er sennilega einn stærsti kumlafundur síðustu áratuga. Það er í raun ótrúleg heppni að þetta finnist og lá við því stórslysi að minjarnar á Dysnesi færu í sjóinn og sama staða er uppi víða um land.“ Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við Dysnes en aðeins einu sinni hafa fundist tveir bátar á sama stað og aðeins hafa fundist um 15-20 sverð við fornleifauppgröft á Íslandi. Andrés segir að til að koma í veg fyrir að ómetanlegar menningarminjar fari forgörðum verði að grípa til bráðaaðgerða til þess að kortleggja fornleifar í landinu. „Mesta tímapressan er á strandsvæðum, þar sem við erum í kapphlaupi við tímann. Ráðuneytið reiknar með að það ætti að vera hægt að skrá strandlengjuna alla fyrir um 330 milljónir, útgjöld sem myndu kannski dreifast yfir fimm ár. Þá fengjum við loksins heildarsýnina sem vantar svo sárlega núna,“ bendir hann á.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira