Kosti smáaura miðað við verðmætin í húfi Benedikt Bóas skrifar 22. júní 2017 07:00 Merkar minjar hafa fundist við Dysnes en rannsókn fornleifafræðinganna er hluti af umhverfismati fyrir stórskipahöfn á Dysnesi. vísir/auðunn „Þetta er upphæð sem þingið hlýtur að geta fundið, smáaur miðað við þau ómetanlegu menningarverðmæti sem eru í hættu ef ekkert er gert,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður. Nýlega fundust merkilegar minjar við fornleifauppgröft við Dysnes norðan Akureyrar. Talið er að kuml sem þar fannst sé frá víkingaöld. Vísbendingar benda til að mun fleiri kuml finnist á svæðinu á næstu dögum. Rannsókn fornleifafræðinganna er hluti af umhverfismati fyrir stórskipahöfn á Dysnesi með allt að 300 metra viðlegukanti sem fyrirtæki og sveitarfélög í Eyjafirði áforma að byggja á næstu árum. Hafnarmannvirki sem á að þjóna olíuleit á Drekasvæðinu sem og námagreftri á austurströnd Grænlands. Einnig hefur þessi framkvæmd verið markaðssett sem umskipunarhöfn fyrir siglingar yfir norðurpólinn. Framkvæmdin er talin munu kosta tæpa tuttugu milljarða króna.Andrés Ingi JónssonAndrés segir ergilegt að það sé aldrei farið af stað í fornleifauppgröft nema það standi til að fara í framkvæmdir á viðkomandi stað. „Það er ótrúlega merkilegt að sjá þessar minjar koma upp, því þetta er sennilega einn stærsti kumlafundur síðustu áratuga. Það er í raun ótrúleg heppni að þetta finnist og lá við því stórslysi að minjarnar á Dysnesi færu í sjóinn og sama staða er uppi víða um land.“ Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við Dysnes en aðeins einu sinni hafa fundist tveir bátar á sama stað og aðeins hafa fundist um 15-20 sverð við fornleifauppgröft á Íslandi. Andrés segir að til að koma í veg fyrir að ómetanlegar menningarminjar fari forgörðum verði að grípa til bráðaaðgerða til þess að kortleggja fornleifar í landinu. „Mesta tímapressan er á strandsvæðum, þar sem við erum í kapphlaupi við tímann. Ráðuneytið reiknar með að það ætti að vera hægt að skrá strandlengjuna alla fyrir um 330 milljónir, útgjöld sem myndu kannski dreifast yfir fimm ár. Þá fengjum við loksins heildarsýnina sem vantar svo sárlega núna,“ bendir hann á. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
„Þetta er upphæð sem þingið hlýtur að geta fundið, smáaur miðað við þau ómetanlegu menningarverðmæti sem eru í hættu ef ekkert er gert,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður. Nýlega fundust merkilegar minjar við fornleifauppgröft við Dysnes norðan Akureyrar. Talið er að kuml sem þar fannst sé frá víkingaöld. Vísbendingar benda til að mun fleiri kuml finnist á svæðinu á næstu dögum. Rannsókn fornleifafræðinganna er hluti af umhverfismati fyrir stórskipahöfn á Dysnesi með allt að 300 metra viðlegukanti sem fyrirtæki og sveitarfélög í Eyjafirði áforma að byggja á næstu árum. Hafnarmannvirki sem á að þjóna olíuleit á Drekasvæðinu sem og námagreftri á austurströnd Grænlands. Einnig hefur þessi framkvæmd verið markaðssett sem umskipunarhöfn fyrir siglingar yfir norðurpólinn. Framkvæmdin er talin munu kosta tæpa tuttugu milljarða króna.Andrés Ingi JónssonAndrés segir ergilegt að það sé aldrei farið af stað í fornleifauppgröft nema það standi til að fara í framkvæmdir á viðkomandi stað. „Það er ótrúlega merkilegt að sjá þessar minjar koma upp, því þetta er sennilega einn stærsti kumlafundur síðustu áratuga. Það er í raun ótrúleg heppni að þetta finnist og lá við því stórslysi að minjarnar á Dysnesi færu í sjóinn og sama staða er uppi víða um land.“ Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við Dysnes en aðeins einu sinni hafa fundist tveir bátar á sama stað og aðeins hafa fundist um 15-20 sverð við fornleifauppgröft á Íslandi. Andrés segir að til að koma í veg fyrir að ómetanlegar menningarminjar fari forgörðum verði að grípa til bráðaaðgerða til þess að kortleggja fornleifar í landinu. „Mesta tímapressan er á strandsvæðum, þar sem við erum í kapphlaupi við tímann. Ráðuneytið reiknar með að það ætti að vera hægt að skrá strandlengjuna alla fyrir um 330 milljónir, útgjöld sem myndu kannski dreifast yfir fimm ár. Þá fengjum við loksins heildarsýnina sem vantar svo sárlega núna,“ bendir hann á.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira