Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun Ellen Calmon og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 22. júní 2017 09:30 Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur. Hann hélt því fram að kaupmáttur lægstu launa hefði aukist umfram almennan kaupmátt og að kaupmáttur örorkulífeyris hefði að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Þetta er því miður ekki rétt hvað varðar þróun lífeyris almannatrygginga, eins og fram kemur meðal annars í umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022. ÖBÍ fékk Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út kaupmátt lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og kaupmátt óskerts örorkulífeyris. Með óskertum örorkulífeyri er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá. Eins og sjá má á myndinni er verulegur munur á þróun kaupmáttar lágmarkslauna annars vegar og lífeyris til örorkulífeyrisþega hins vegar, hvort heldur horft er til óskerts örorkulífeyris eða miðgildis heildartekna. Það er langt frá því að kaupmáttur þessara tekna hafi fylgst að eins og ráðherra heldur fram. Öfugt við lágmarkslaun hefur kaupmáttur örorkulífeyris rýrnað flest árin og hefur lítið breyst. Þá má geta þess að lágmarkslaun á vinnumarkaði eru einnig alltof lág en lág laun leiða frekar til örorku. Ef fólk þarf að leggja stund á fleira en eitt starf til að eiga í sig og á getur slíkt álag í lengri tíma leitt til örorku. Í sömu umræðu hélt félags- og jafnréttisráðherra eftirfarandi fram: „Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 þúsund krónur eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði.“ Í fjármálaáætlun 2018-2022 er áætlað að hækkun lífeyris almannatrygginga verði einungis á bilinu 3,1% til 4,8% á tímabilinu (árin 2018-2022). Ef hærri prósentutala (4,8%) er tekin, mun óskertur örorku- og endurhæfingarlífeyrir hækka í 238.821 kr. á mánuði í byrjun árs 2018. Það er nokkuð langt frá 300 þúsund krónum. Það væri skref í rétta átt ef óskertur örorkulífeyrir yrði hækkaður um rúmar 72 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt í stað þess að hækka um á bilinu 7 til tæplega 11 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt, eins og fjármálaætlunin gerir ráð fyrir. Ekki er ljóst hvað ráðherra á við um lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingu. Það er í raun enga lágmarksfjárhæð eða lágmarkstekjutryggingu að finna í almannatryggingakerfinu. Stækkandi hópur lífeyrisþega er með heildartekjur undir framfærsluviðmiði/óskertum lífeyri almannatrygginga. Eins og fram kemur í svari félags- og jafnréttismálaráðherra á Alþingi 27. febrúar síðastliðinn voru til að mynda 50 lífeyrisþegar með heildartekjur undir 80 þúsund krónum á mánuði í nóvember 2016. Það verður að teljast sérkennilegt að í umræðu um aðgerðir gegn fátækt hafi ekki verið minnst á þennan stækkandi hóp lífeyrisþega. Ellen Calmon er formaður ÖBÍ og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir er félagsráðgjafi og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur. Hann hélt því fram að kaupmáttur lægstu launa hefði aukist umfram almennan kaupmátt og að kaupmáttur örorkulífeyris hefði að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Þetta er því miður ekki rétt hvað varðar þróun lífeyris almannatrygginga, eins og fram kemur meðal annars í umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022. ÖBÍ fékk Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út kaupmátt lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og kaupmátt óskerts örorkulífeyris. Með óskertum örorkulífeyri er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá. Eins og sjá má á myndinni er verulegur munur á þróun kaupmáttar lágmarkslauna annars vegar og lífeyris til örorkulífeyrisþega hins vegar, hvort heldur horft er til óskerts örorkulífeyris eða miðgildis heildartekna. Það er langt frá því að kaupmáttur þessara tekna hafi fylgst að eins og ráðherra heldur fram. Öfugt við lágmarkslaun hefur kaupmáttur örorkulífeyris rýrnað flest árin og hefur lítið breyst. Þá má geta þess að lágmarkslaun á vinnumarkaði eru einnig alltof lág en lág laun leiða frekar til örorku. Ef fólk þarf að leggja stund á fleira en eitt starf til að eiga í sig og á getur slíkt álag í lengri tíma leitt til örorku. Í sömu umræðu hélt félags- og jafnréttisráðherra eftirfarandi fram: „Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 þúsund krónur eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði.“ Í fjármálaáætlun 2018-2022 er áætlað að hækkun lífeyris almannatrygginga verði einungis á bilinu 3,1% til 4,8% á tímabilinu (árin 2018-2022). Ef hærri prósentutala (4,8%) er tekin, mun óskertur örorku- og endurhæfingarlífeyrir hækka í 238.821 kr. á mánuði í byrjun árs 2018. Það er nokkuð langt frá 300 þúsund krónum. Það væri skref í rétta átt ef óskertur örorkulífeyrir yrði hækkaður um rúmar 72 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt í stað þess að hækka um á bilinu 7 til tæplega 11 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt, eins og fjármálaætlunin gerir ráð fyrir. Ekki er ljóst hvað ráðherra á við um lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingu. Það er í raun enga lágmarksfjárhæð eða lágmarkstekjutryggingu að finna í almannatryggingakerfinu. Stækkandi hópur lífeyrisþega er með heildartekjur undir framfærsluviðmiði/óskertum lífeyri almannatrygginga. Eins og fram kemur í svari félags- og jafnréttismálaráðherra á Alþingi 27. febrúar síðastliðinn voru til að mynda 50 lífeyrisþegar með heildartekjur undir 80 þúsund krónum á mánuði í nóvember 2016. Það verður að teljast sérkennilegt að í umræðu um aðgerðir gegn fátækt hafi ekki verið minnst á þennan stækkandi hóp lífeyrisþega. Ellen Calmon er formaður ÖBÍ og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir er félagsráðgjafi og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar