Rudolph: Fæ að heyra það ef ég skila ekki fantasy-stigum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júní 2017 14:30 Kyle Rudolph fann sig vel í Kórnum. Hinn magnaði innherji Minnesota Vikings, Kyle Rudolph, segir það ekki alltaf vera auðvelt að ganga um götur Minneapolis ef hann skilar ekki fantasy-stigum fyrir aðdáendur sína. Flestir sem fylgjast með NFL-deildinni spila Fantasy football sem er draumaliðsleikur. Þú velur leikmenn í lið og þeir fá stig fyrir að standa sig vel. „Það er miklu skemmtilegra fyrir mig er ég skila stórum fantasy-tölum en mitt starf snýst samt um meira,“ segir Rudolph í viðtali við Vísi í Kórnum en hann var þar að hjálpa til á æfingu hjá Einherjum fyrr í vikunni. Þessi afar geðþekki drengur virtist njóta þess í botn og var hvers manns hugljúfi. Þessi sjarmi dugar honum samt skammt ef hann skilar lélegum fantasy-tölum. „Þá fæ ég að heyra það. Ég er kannski að labba í bænum eða úti að borða og fólk er í fýlu af því það fékk ekki nógu mörg fantasy-stig frá mér. Það er alltaf fyndið og maður reynir að hlæja að þessu,“ segir Rudolph léttur. „Fantasy-leikirnir eru risastórir í Bandaríkjunum. Fólk hefur ekki lengur eins mikinn metnað fyrir liðunum og er farið að halda með leikmönnum út af þessu í staðinn fyrir að halda með liðum í deildinni.“ Rudolph spilaði mjög vel síðasta vetur. Greip 83 bolta fyrir 840 jördum og skoraði 7 snertimörk. Árið áður greip hann 49 bolta fyrir 495 jördum og 5 snertimörkum. Mikil bæting milli ára en við hverju má búast í vetur. „Vonandi stórum hlutum eins og í fyrra. Starf okkar innherja er að blokka og tækla ásamt því að grípa boltann og skora. Það er mikilvægt að gera báða hluti vel.“ NFL Tengdar fréttir Washington Redskins vill fá Hafþór Júlíus á æfingar Lið í NFL-deildinni halda áfram að bera víurnar í kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og hann staðfesti við Vísi í gær að hafa verið í sambandi við Washington Redskins. 21. júní 2017 14:30 Bandaríski víkingurinn fékk treyju íslensku víkinganna Daniel Hunter, varnarmaður Minnesota Vikings, fór heim með íslenska Víkingatreyju. 21. júní 2017 12:00 Við gætum notað Fjallið hjá Vikings Leikmenn NFL-liðsins Minnesota Vikings voru hér á landi í gær og heimsóttu meðal annars Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson og rifu í járnin með honum. 21. júní 2017 19:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Hinn magnaði innherji Minnesota Vikings, Kyle Rudolph, segir það ekki alltaf vera auðvelt að ganga um götur Minneapolis ef hann skilar ekki fantasy-stigum fyrir aðdáendur sína. Flestir sem fylgjast með NFL-deildinni spila Fantasy football sem er draumaliðsleikur. Þú velur leikmenn í lið og þeir fá stig fyrir að standa sig vel. „Það er miklu skemmtilegra fyrir mig er ég skila stórum fantasy-tölum en mitt starf snýst samt um meira,“ segir Rudolph í viðtali við Vísi í Kórnum en hann var þar að hjálpa til á æfingu hjá Einherjum fyrr í vikunni. Þessi afar geðþekki drengur virtist njóta þess í botn og var hvers manns hugljúfi. Þessi sjarmi dugar honum samt skammt ef hann skilar lélegum fantasy-tölum. „Þá fæ ég að heyra það. Ég er kannski að labba í bænum eða úti að borða og fólk er í fýlu af því það fékk ekki nógu mörg fantasy-stig frá mér. Það er alltaf fyndið og maður reynir að hlæja að þessu,“ segir Rudolph léttur. „Fantasy-leikirnir eru risastórir í Bandaríkjunum. Fólk hefur ekki lengur eins mikinn metnað fyrir liðunum og er farið að halda með leikmönnum út af þessu í staðinn fyrir að halda með liðum í deildinni.“ Rudolph spilaði mjög vel síðasta vetur. Greip 83 bolta fyrir 840 jördum og skoraði 7 snertimörk. Árið áður greip hann 49 bolta fyrir 495 jördum og 5 snertimörkum. Mikil bæting milli ára en við hverju má búast í vetur. „Vonandi stórum hlutum eins og í fyrra. Starf okkar innherja er að blokka og tækla ásamt því að grípa boltann og skora. Það er mikilvægt að gera báða hluti vel.“
NFL Tengdar fréttir Washington Redskins vill fá Hafþór Júlíus á æfingar Lið í NFL-deildinni halda áfram að bera víurnar í kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og hann staðfesti við Vísi í gær að hafa verið í sambandi við Washington Redskins. 21. júní 2017 14:30 Bandaríski víkingurinn fékk treyju íslensku víkinganna Daniel Hunter, varnarmaður Minnesota Vikings, fór heim með íslenska Víkingatreyju. 21. júní 2017 12:00 Við gætum notað Fjallið hjá Vikings Leikmenn NFL-liðsins Minnesota Vikings voru hér á landi í gær og heimsóttu meðal annars Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson og rifu í járnin með honum. 21. júní 2017 19:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Washington Redskins vill fá Hafþór Júlíus á æfingar Lið í NFL-deildinni halda áfram að bera víurnar í kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og hann staðfesti við Vísi í gær að hafa verið í sambandi við Washington Redskins. 21. júní 2017 14:30
Bandaríski víkingurinn fékk treyju íslensku víkinganna Daniel Hunter, varnarmaður Minnesota Vikings, fór heim með íslenska Víkingatreyju. 21. júní 2017 12:00
Við gætum notað Fjallið hjá Vikings Leikmenn NFL-liðsins Minnesota Vikings voru hér á landi í gær og heimsóttu meðal annars Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson og rifu í járnin með honum. 21. júní 2017 19:00