Valinn fyrstur en klúðraði málunum skemmtilega á Instagram Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2017 10:30 Markelle Fultz er mættur til 76ers. Markelle Fultz, 19 ára gamall leikmaður Washington-háskólans, var í nótt valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta til Philadelphia 76ers. Þessi 195 cm hávaxni leikstjórnandi vildi ólmur vera valinn fyrstur en hann talaði um það reglulega í aðdraganda kvöldsins. Hann fékk ósk sína uppfyllta og hefur nú NBA-ferilinn tveimur og hálfum tíma frá æskuheimili sínu. „Þegar ég heyrði nafnið mitt kallað var það eins og Guð væri að kalla á mig,“ sagði Fultz kampakátur þegar hann steig niður af sviðinu sem nýjasti leikmaður Philadelphia. Fultz spilaði aðeins eitt ár með Washington-háskólanum og var stigahæsti businn af öllum í efstu deild háskólaboltans á síðustu leiktíð. Hann skoraði 23,2 stig að meðaltali í leik, tók 5,7 fráköst og tók 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Aðeins Kevin Durant ((Texas, 2006-07) og Micahel Beasley (Kansas State, 2007-08) skoruðu meira sem busar á fyrsta ári í háskóla en Fultz undanfarinn áratug. Fultz var svo glaður og spenntur eftir valið að hann gerði smá skyssu á Instagram. Hann hafði greinilega fengið sendan texta frá umboðsmanni sínum til að setja á Instagram en þar vantaði að setja inn nafn liðsins og borgina sem hann var að fara að spila í. „Ég er spenntur fyrir því að halda til (nafn borgar) og ganga í raðir (nafn liðs). Tissot hjálpar mér að koma mér af stað með (nafn liðs),“ skrifaði Fultz á Instagram en henti svo færslunni. Að sjálfsögðu náðist skjáskot. Eins og búist var við endaði Lonzo Ball hjá Los Angeles Lakers og Jayson Tatum frá Duke fór til Boston Celtics. Josh Jackson fór fram Kansas-háskólanum til Phoenix Suns og Sacramento Kings tók Jonathan Isaac frá Kentucky.Hér má sjá fyrstu umferð nýliðavalsins."EXCITED TO HEAD TO (CITY) AND JOIN THE (TEAM NAME)" pic.twitter.com/zpJHnkvZyl— The Ringer (@ringer) June 23, 2017 NBA Tengdar fréttir Jimmy Butler spangólar nú sem Úlfur Svakalegar sviptingar voru á nýliðavalsdeginum í NBA og enduðu ein skiptin með því að Jimmy Butler fór til Minnesota. 23. júní 2017 09:00 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Markelle Fultz, 19 ára gamall leikmaður Washington-háskólans, var í nótt valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta til Philadelphia 76ers. Þessi 195 cm hávaxni leikstjórnandi vildi ólmur vera valinn fyrstur en hann talaði um það reglulega í aðdraganda kvöldsins. Hann fékk ósk sína uppfyllta og hefur nú NBA-ferilinn tveimur og hálfum tíma frá æskuheimili sínu. „Þegar ég heyrði nafnið mitt kallað var það eins og Guð væri að kalla á mig,“ sagði Fultz kampakátur þegar hann steig niður af sviðinu sem nýjasti leikmaður Philadelphia. Fultz spilaði aðeins eitt ár með Washington-háskólanum og var stigahæsti businn af öllum í efstu deild háskólaboltans á síðustu leiktíð. Hann skoraði 23,2 stig að meðaltali í leik, tók 5,7 fráköst og tók 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Aðeins Kevin Durant ((Texas, 2006-07) og Micahel Beasley (Kansas State, 2007-08) skoruðu meira sem busar á fyrsta ári í háskóla en Fultz undanfarinn áratug. Fultz var svo glaður og spenntur eftir valið að hann gerði smá skyssu á Instagram. Hann hafði greinilega fengið sendan texta frá umboðsmanni sínum til að setja á Instagram en þar vantaði að setja inn nafn liðsins og borgina sem hann var að fara að spila í. „Ég er spenntur fyrir því að halda til (nafn borgar) og ganga í raðir (nafn liðs). Tissot hjálpar mér að koma mér af stað með (nafn liðs),“ skrifaði Fultz á Instagram en henti svo færslunni. Að sjálfsögðu náðist skjáskot. Eins og búist var við endaði Lonzo Ball hjá Los Angeles Lakers og Jayson Tatum frá Duke fór til Boston Celtics. Josh Jackson fór fram Kansas-háskólanum til Phoenix Suns og Sacramento Kings tók Jonathan Isaac frá Kentucky.Hér má sjá fyrstu umferð nýliðavalsins."EXCITED TO HEAD TO (CITY) AND JOIN THE (TEAM NAME)" pic.twitter.com/zpJHnkvZyl— The Ringer (@ringer) June 23, 2017
NBA Tengdar fréttir Jimmy Butler spangólar nú sem Úlfur Svakalegar sviptingar voru á nýliðavalsdeginum í NBA og enduðu ein skiptin með því að Jimmy Butler fór til Minnesota. 23. júní 2017 09:00 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Jimmy Butler spangólar nú sem Úlfur Svakalegar sviptingar voru á nýliðavalsdeginum í NBA og enduðu ein skiptin með því að Jimmy Butler fór til Minnesota. 23. júní 2017 09:00